Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2024 10:03 Sveindís Jane Jónsdóttir glaðbeitt með boltann sem hún fékk til eignar eftir að hún skoraði fernuna sína í Meistaradeildinni. Getty/Boris Streubel Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir er komin heim í jólafrí og hún ætlar að hitta aðdáendur sína í Smáralindinni í dag. Sveindís Jane komst heldur betur í fréttirnar á dögunum þegar hún varð fyrsti Íslendingurinn til að skora fernu í Meistaradeildinni. Sveindís kom þá inn á sem varamaður hjá Wolfsburg í mikilvægum leik á móti Ítalíumeisturum Roma og skoraði fjögur mörk á hálftíma. Sigurinn tryggði liðinu sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sveindís er að gefa út bók fyrir jólin í ár. Það er ný barnabók eftir hana og Sæmund Norðfjörð. Bókin ber heitið Sveindís Jane - saga af stelpu í landsliði og vill Sveindís með útgáfu bókarinnar veita ungum lesendum innblástur til að stunda reglubundna hreyfingu. Sveindís mætir í Smáralindina í dag og mun þar árita bókina sína. Hún verður í verslun Pennans frá eitt til þrjú. Það má búast við því að margir vilji þar hitta einsu stærstu íþróttastjörnu Íslands í dag. Bókin hennar hvetur lesendur til að eltast við drauma sína og stökkva á tækifæri þrátt fyrir að ýmsar áskoranir kunni að verða á leiðinni. Reynsla hennar og saga hafi verið innblástur sem bókin byggir á og hún vilji koma á framfæri við ungt fólk. „Það er einlæg von mín að bókin sem við Sæmundur skrifuðum verði börnum hvatning til að láta að sér kveða í íþróttum, en sem dæmi þá hóf ég ekki að æfa fótbolta, fyrr en ég var 9 ára,“ er haft eftir landsliðskonunni í kynningu á bókinni. „Saga mín í fótboltanum er saga stelpu af Reykjanesi sem var send í markið þar sem enginn hafði trú á mér úti á vellinum. Það átti eftir að breytast og fljótlega eignaðist ég draum um að ná langt í heimi knattspyrnunnar. Nú er ég á góðri leið, spila með einu sterkasta félagsliði heims, hef staðið í víglínu íslenska landsliðsins og fram undan eru fleiri ævintýri. Bókin segir sögu mína með skáldlegu ívafi, en aðalatriðin eru til staðar og vonandi veitir bókin lesendum bæði gleði og innblástur,“ segir Sveindís. Hér fyrir neðan má sjá auglýsingu um áritun Sveindísar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira
Sveindís Jane komst heldur betur í fréttirnar á dögunum þegar hún varð fyrsti Íslendingurinn til að skora fernu í Meistaradeildinni. Sveindís kom þá inn á sem varamaður hjá Wolfsburg í mikilvægum leik á móti Ítalíumeisturum Roma og skoraði fjögur mörk á hálftíma. Sigurinn tryggði liðinu sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sveindís er að gefa út bók fyrir jólin í ár. Það er ný barnabók eftir hana og Sæmund Norðfjörð. Bókin ber heitið Sveindís Jane - saga af stelpu í landsliði og vill Sveindís með útgáfu bókarinnar veita ungum lesendum innblástur til að stunda reglubundna hreyfingu. Sveindís mætir í Smáralindina í dag og mun þar árita bókina sína. Hún verður í verslun Pennans frá eitt til þrjú. Það má búast við því að margir vilji þar hitta einsu stærstu íþróttastjörnu Íslands í dag. Bókin hennar hvetur lesendur til að eltast við drauma sína og stökkva á tækifæri þrátt fyrir að ýmsar áskoranir kunni að verða á leiðinni. Reynsla hennar og saga hafi verið innblástur sem bókin byggir á og hún vilji koma á framfæri við ungt fólk. „Það er einlæg von mín að bókin sem við Sæmundur skrifuðum verði börnum hvatning til að láta að sér kveða í íþróttum, en sem dæmi þá hóf ég ekki að æfa fótbolta, fyrr en ég var 9 ára,“ er haft eftir landsliðskonunni í kynningu á bókinni. „Saga mín í fótboltanum er saga stelpu af Reykjanesi sem var send í markið þar sem enginn hafði trú á mér úti á vellinum. Það átti eftir að breytast og fljótlega eignaðist ég draum um að ná langt í heimi knattspyrnunnar. Nú er ég á góðri leið, spila með einu sterkasta félagsliði heims, hef staðið í víglínu íslenska landsliðsins og fram undan eru fleiri ævintýri. Bókin segir sögu mína með skáldlegu ívafi, en aðalatriðin eru til staðar og vonandi veitir bókin lesendum bæði gleði og innblástur,“ segir Sveindís. Hér fyrir neðan má sjá auglýsingu um áritun Sveindísar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira