Látnir æfa á jóladag Sindri Sverrisson skrifar 23. desember 2024 09:00 Erling Haaland og félagar í Manchester City þurfa að æfa á jóladag eftir erfiða tíma innan vallar. Getty/Mike Egerton Stjörnurnar í Englandsmeistaraliði Manchester City þurfa að mæta til vinnu á jóladag, á fótboltaæfingu, öfugt við það sem þeir eru vanir, eftir skelfilegt gengi liðsins undanfarna tvo mánuði. City-mönnum virðist hreinlega ekki ætla að takast að rétta gengið af en eftir 2-1 tapið gegn Aston Villa um helgina er liðið komið niður í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. City hefur aðeins unnið einn af síðustu tólf leikjum sínum, ef horft er á allar keppnir, en það var 3-0 sigur á heimavelli gegn Nottingham Forest. Liðið er nú tólf stigum á eftir toppliði Liverpool á Englandi og á einnig á hættu að detta út úr Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að 24 af 36 liðum komist áfram á næsta stig. Pep Guardiola hefur aldrei þurft að upplifa svona tíma sem knattspyrnustjóri og hann hefur nú ákveðið að láta sína menn mæta til æfinga á jóladag. Þetta staðfesti varnarmaðurinn Kyle Walker í samtali við BBC. „Við þurfum að æfa á jóladag þetta árið. Síðustu ár höfum við fengið frí á jóladag sem hefur verið mjög notalegt,“ sagði Walker. City-menn taka á móti Everton í hádeginu á öðrum degi jóla og sækja svo Leicester heim þremur dögum síðar. Fyrsti leikur liðsins á nýju ár verður svo við West Ham 4. janúar. Í janúar er einnig bikarleikur við Salford City og svo síðustu tvær umferðirnar í Meistaradeild Evrópu, þar sem City mætir PSG og Club Brugge, auk deildarleikja við Brentford, Ipswich og Chelsea. Enski boltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira
City-mönnum virðist hreinlega ekki ætla að takast að rétta gengið af en eftir 2-1 tapið gegn Aston Villa um helgina er liðið komið niður í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. City hefur aðeins unnið einn af síðustu tólf leikjum sínum, ef horft er á allar keppnir, en það var 3-0 sigur á heimavelli gegn Nottingham Forest. Liðið er nú tólf stigum á eftir toppliði Liverpool á Englandi og á einnig á hættu að detta út úr Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að 24 af 36 liðum komist áfram á næsta stig. Pep Guardiola hefur aldrei þurft að upplifa svona tíma sem knattspyrnustjóri og hann hefur nú ákveðið að láta sína menn mæta til æfinga á jóladag. Þetta staðfesti varnarmaðurinn Kyle Walker í samtali við BBC. „Við þurfum að æfa á jóladag þetta árið. Síðustu ár höfum við fengið frí á jóladag sem hefur verið mjög notalegt,“ sagði Walker. City-menn taka á móti Everton í hádeginu á öðrum degi jóla og sækja svo Leicester heim þremur dögum síðar. Fyrsti leikur liðsins á nýju ár verður svo við West Ham 4. janúar. Í janúar er einnig bikarleikur við Salford City og svo síðustu tvær umferðirnar í Meistaradeild Evrópu, þar sem City mætir PSG og Club Brugge, auk deildarleikja við Brentford, Ipswich og Chelsea.
Enski boltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira