Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. desember 2024 17:25 Villa-menn lentu í slæmum skelli á St. James Park. Stu Forster/Getty Images Aston Villa tapaði 3-0 gegn Newcastle og Jhon Duran var rekinn af velli. Fimm fóru fimm leikir fram síðdegis í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa tapaði 3-0 gegn Newcastle og Jhon Duran var rekinn af velli. Fimm fóru fimm leikir fram síðdegis í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa var í tómum vandræðum á St. James Park. Heimamenn Newcastle voru komnir yfir eftir aðeins eina og hálfa mínútu. Joelinton átti þá gott hlaup upp miðsvæðið, losaði boltann svo til vinstri Anthony Gordon sem skoraði með stórkostlegu hægri fótar skoti fyrir utan teig. Joelinton lagði upp fyrsta og skoraði þriðja markið.Ian MacNicol/Getty Images Þeir héldu áfram að vaða í færum og vont átti eftir að versna fyrir Aston Villa því þeirra helsta sóknarógn, Jhon Duran, var rekinn af velli eftir rétt rúman hálftíma fyrir að stíga viljandi á varnarmanninn Fabian Schar. Jhon Duran steig á Fabian Schar og fékk rautt spjald.Ian MacNicol/Getty Images Newcastle var algjörlega með yfirhöndina en tvöfaldaði ekki forystuna fyrr en í seinni hálfleik. Bruno Guimares gaf góða sendingu inn fyrir vörnina á Jacob Murphy og hann lagði til hliðar á Alexander Isak sem kláraði auðvelt færi. Joelinton átti svo eftir að bæta marki við áður en yfir stóð. Einhliða leiknum lauk með 3-0 sigri Newcastle, sem kom sér upp í fimmta sæti deildarinnar. Aston Villa er aðeins einu stigi á eftir en í níunda sæti. Lesa má um aðra leiki sem fóru fram síðdegis: Chelsea og Fulham hér og Nott. Forest og Tottenham hér, sem og hádegisleik Manchester City og Everton hér. Southampton tapaði á móti West Ham í mjög fjörugum leik sem sá sex skot á markið í fyrri hálfleik en ekkert mark. Seinni hálfleikur hafði hins vegar farið rólega af stað og ekki séð eitt einasta skot þegar ísinn var brotinn af Jarrod Bowen á 59. mínútu. Markið kom upp úr hornspyrnu og eftir smá skallatennis í teignum datt boltinn fyrir Bowen sem potaði honum yfir línuna. Lokaniðurstaðan 0-1, stigin þrjú komu West Ham upp í þrettánda sæti. Fleiri mörk litu hins vegar ekki dagsins ljós í og tap varð niðurstaðan í fyrsta leik botnliðsins Southampton undir stjórn króatans Ivan Juric. Bournemouth og Crystal Palace mættust einnig síðdegis og gerðu markalaust jafntefli sín á milli. Fyrri hálfleikur fór frekar rólega af stað en eftir rúmar tuttugu mínútur tóku liðin við sér og fóru að ógna. Heimamenn sköpuðu sér örlítið hættulegri færi en hvorugt lið kom marki að. Isamaila Sarr hélt að hann hefði unnið leikinn í seinni hálfleik fyrir Crystal Palace, en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Hann bjargaði svo á eigin marklínu skömmu síðar. Bournemouth er í sjötta sæti og tók aftur einu stigi fram úr Manchester City. West Ham er í þrettánda sæti með 23 stig. Enski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Sjá meira
Aston Villa tapaði 3-0 gegn Newcastle og Jhon Duran var rekinn af velli. Fimm fóru fimm leikir fram síðdegis í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa var í tómum vandræðum á St. James Park. Heimamenn Newcastle voru komnir yfir eftir aðeins eina og hálfa mínútu. Joelinton átti þá gott hlaup upp miðsvæðið, losaði boltann svo til vinstri Anthony Gordon sem skoraði með stórkostlegu hægri fótar skoti fyrir utan teig. Joelinton lagði upp fyrsta og skoraði þriðja markið.Ian MacNicol/Getty Images Þeir héldu áfram að vaða í færum og vont átti eftir að versna fyrir Aston Villa því þeirra helsta sóknarógn, Jhon Duran, var rekinn af velli eftir rétt rúman hálftíma fyrir að stíga viljandi á varnarmanninn Fabian Schar. Jhon Duran steig á Fabian Schar og fékk rautt spjald.Ian MacNicol/Getty Images Newcastle var algjörlega með yfirhöndina en tvöfaldaði ekki forystuna fyrr en í seinni hálfleik. Bruno Guimares gaf góða sendingu inn fyrir vörnina á Jacob Murphy og hann lagði til hliðar á Alexander Isak sem kláraði auðvelt færi. Joelinton átti svo eftir að bæta marki við áður en yfir stóð. Einhliða leiknum lauk með 3-0 sigri Newcastle, sem kom sér upp í fimmta sæti deildarinnar. Aston Villa er aðeins einu stigi á eftir en í níunda sæti. Lesa má um aðra leiki sem fóru fram síðdegis: Chelsea og Fulham hér og Nott. Forest og Tottenham hér, sem og hádegisleik Manchester City og Everton hér. Southampton tapaði á móti West Ham í mjög fjörugum leik sem sá sex skot á markið í fyrri hálfleik en ekkert mark. Seinni hálfleikur hafði hins vegar farið rólega af stað og ekki séð eitt einasta skot þegar ísinn var brotinn af Jarrod Bowen á 59. mínútu. Markið kom upp úr hornspyrnu og eftir smá skallatennis í teignum datt boltinn fyrir Bowen sem potaði honum yfir línuna. Lokaniðurstaðan 0-1, stigin þrjú komu West Ham upp í þrettánda sæti. Fleiri mörk litu hins vegar ekki dagsins ljós í og tap varð niðurstaðan í fyrsta leik botnliðsins Southampton undir stjórn króatans Ivan Juric. Bournemouth og Crystal Palace mættust einnig síðdegis og gerðu markalaust jafntefli sín á milli. Fyrri hálfleikur fór frekar rólega af stað en eftir rúmar tuttugu mínútur tóku liðin við sér og fóru að ógna. Heimamenn sköpuðu sér örlítið hættulegri færi en hvorugt lið kom marki að. Isamaila Sarr hélt að hann hefði unnið leikinn í seinni hálfleik fyrir Crystal Palace, en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Hann bjargaði svo á eigin marklínu skömmu síðar. Bournemouth er í sjötta sæti og tók aftur einu stigi fram úr Manchester City. West Ham er í þrettánda sæti með 23 stig.
Enski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Sjá meira