City gerði 1-1 jafntefli við Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu þrettán leikjum sínum í öllum keppnum.
Eftir leikinn í gær ræddi Guardiola um möguleikann á að City myndi kaupa leikmenn í janúar.
„Jafnvel leikmennirnir hugsa: Við þurfum að bæta einhverjum við. En sannleikurinn er sá að við höfum glímt við mörg vandamál á þessu tímabili,“ sagði Guardiola.
„En við fáum ekki leikmann til skamms tíma. Þú verður að fá leikmann fyrir næstu 3-5 ár. Og það er ekki alltaf auðvelt. En við verðum að reyna því þetta hefur verið í gangi í lengri tíma.“
Mikil meiðsli herja á City og mikilvægir leikmenn eru fjarverandi um þessar mundir. Má þar meðal annars nefna Rodri, Rúben Dias, Ederson og John Stones.
Næsti leikur City er gegn Leicester City á sunnudaginn. Liðið er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.