Rashford laus úr útlegð Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2024 17:49 Marcus Rashford hefur verið utan hóps hjá Manchester United í síðustu leikjum. Getty/Stephen White Enski fótboltamaðurinn Marcus Rashford er kominn inn í leikmannahóp Manchester United á nýjan leik eftir að hafa verið hafður utan hóps í síðustu fjórum leikjum. United tekst á við Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og veitir ekki af sigri eftir tvö töp í röð í deildinni, gegn Wolves og Bournemouth, auk tapsins gegn Tottenham í deildabikarnum. Rúben Amorim tók óvænt þá ákvörðun að kippa Rashford og Alejandro Garnacho út úr leikmannahópi United fyrir grannaslaginn við Manchester City 15. desember, og hefur Rashford því verið utan hóps í fjórum leikjum. Garnacho fékk hins vegar strax aftur sæti í hópnum og hefur komið inn á sem varamaður í síðustu þremur leikjum. Engin meiðsli hafa verið að plaga Rashford sem síðast spilaði deildarleik 7. desember og hefur ekki verið í byrjunarliði í deildarleik síðan hann skoraði tvennu í 4-0 sigrinum gegn Everton 1. desember. Hann var einnig í byrjunarliðinu og skoraði mark United í 1-1 jafntefli við Ipswich í fyrsta leiknum undir stjórn Amorim. Portúgalski stjórinn hefur ekki viljað útskýra fjarveru Rashford nema með því að um taktíska ákvörðun hafi verið að ræða. Rashford svaraði fyrir sig í viðtali eftir City-leikinn og sagðist tilbúinn í nýja áskorun. Nú er ljóst að hann gæti spilað í kvöld, í síðasta leik United á þessu ári og jafnframt síðasta leiknum áður en félagaskiptaglugginn opnast í janúar. Hann er þó á varamannabekk United. Back in the squad, but not the starting XI.#MUNNEW pic.twitter.com/XhuVcLx1f3— BBC Sport (@BBCSport) December 30, 2024 United er án fyrirliðans Bruno Fernandes í kvöld vegna leikbanns og annar sóknarsinnaður leikmaður, Mason Mount, á við meiðsli að stríða líkt og þeir Luke Shaw og Victor Lindelöf. Manuel Ugarte er einnig í banni í kvöld. Leikur Manchester United og Newcastle hefst klukkan 20 og er í beinni textalýsingu á Vísi. Enski boltinn Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira
United tekst á við Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og veitir ekki af sigri eftir tvö töp í röð í deildinni, gegn Wolves og Bournemouth, auk tapsins gegn Tottenham í deildabikarnum. Rúben Amorim tók óvænt þá ákvörðun að kippa Rashford og Alejandro Garnacho út úr leikmannahópi United fyrir grannaslaginn við Manchester City 15. desember, og hefur Rashford því verið utan hóps í fjórum leikjum. Garnacho fékk hins vegar strax aftur sæti í hópnum og hefur komið inn á sem varamaður í síðustu þremur leikjum. Engin meiðsli hafa verið að plaga Rashford sem síðast spilaði deildarleik 7. desember og hefur ekki verið í byrjunarliði í deildarleik síðan hann skoraði tvennu í 4-0 sigrinum gegn Everton 1. desember. Hann var einnig í byrjunarliðinu og skoraði mark United í 1-1 jafntefli við Ipswich í fyrsta leiknum undir stjórn Amorim. Portúgalski stjórinn hefur ekki viljað útskýra fjarveru Rashford nema með því að um taktíska ákvörðun hafi verið að ræða. Rashford svaraði fyrir sig í viðtali eftir City-leikinn og sagðist tilbúinn í nýja áskorun. Nú er ljóst að hann gæti spilað í kvöld, í síðasta leik United á þessu ári og jafnframt síðasta leiknum áður en félagaskiptaglugginn opnast í janúar. Hann er þó á varamannabekk United. Back in the squad, but not the starting XI.#MUNNEW pic.twitter.com/XhuVcLx1f3— BBC Sport (@BBCSport) December 30, 2024 United er án fyrirliðans Bruno Fernandes í kvöld vegna leikbanns og annar sóknarsinnaður leikmaður, Mason Mount, á við meiðsli að stríða líkt og þeir Luke Shaw og Victor Lindelöf. Manuel Ugarte er einnig í banni í kvöld. Leikur Manchester United og Newcastle hefst klukkan 20 og er í beinni textalýsingu á Vísi.
Enski boltinn Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira