Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2025 10:38 Arne Slot hefur enn vart stigið feilspor sem knattspyrnustjóri Liverpool. getty Liverpool er með meira en tvöfalt fleiri stig en Manchester United, og leik til góða, fyrir leik liðanna á sunnudag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Arne Slot, stjóri Liverpool, segir stöðu United í deildinni hins vegar blekkjandi. United hefur tapað síðustu þremur deildarleikjum í röð, án þess að skora mark, og alls tapað fimm af síðustu sex deildarleikjum. Liðið er því í 14. sæti, aðeins með 22 stig eftir 19 leiki, sjö stigum frá fallsæti. Á meðan er Liverpool í frábærri stöðu á toppi deildarinnar með 45 stig, sex stigum fyrir ofan Arsenal og með leik til góða. Arne Slot virðist hins vegar hafa trú á að mun meira búi í United-liðinu en það hefur hingað til sýnt undir stjórn Rúben Amorim, og var ekki skemmt yfir spurningu um hvort að hann myndi nýta leikinn á sunnudag til að veita leikmönnum hvíld: „Nei. Auðvitað ætlum við ekki að hvíla leikmenn. Að mínu mati eru þeir með mun betri leikmenn en taflan sýnir í augnablikinu. Það gæti tekið sinn tíma fyrir Rúben Amorim að ná því fram hjá leikmönnunum en þeir eru mun betri en taflan sýnir,“ sagði Slot á blaðamannafundi í dag. Hann var spurður nánar út í Amorim og gengi United eftir að Portúgalinn tók við liðinu í nóvember. „Allir knattspyrnustjórar geta fundið til með öðrum stjórum. Við vitum allir hversu mikil pressa fylgir þessu starf. Það er eitthvað sem við sækjumst eftir. Hann stóð sig vel með Sporting og er með góðan hóp í höndunum svo ég tel að hann muni ná fram því besta úr þeim,“ sagði Slot. Gomez úr leik en Konate að snúa aftur Slot fór einnig yfir meiðslastöðuna hjá Liverpool en ljóst er að Joe Gomez spilar ekki á næstunni eftir að hafa meiðst í sigrinum á West Ham á sunnudag. „Joe er ekki á góðum stað varðandi sín meiðsli, hann verður úr leik í nokkrar vikur. Conor [Bradley] og Ibou [Konate] æfa með okkur í dag í fyrsta sinn. Þeir hafa lagt hart að sér til að snúa aftur í liðið. Næst er að sjá hvernig þeir höndla liðsæfingar,“ sagði Slot. Trent Alexander-Arnold skoraði gegn West Ham á sunnudaginn. Hann hefur verið orðaður við Evrópumeistara Real Madrid.Getty/Rob Newell „Get sagt ykkur að hann spilar á sunnudaginn“ Hollendingurinn var einnig spurður út í Trent Alexander-Arnold, sem orðaður hefur verið við Real Madrid. Félagaskiptaglugginn er nú opinn og síðasti séns fyrir Liverpool að selja Alexander-Arnold takist ekki að gera nýjan samning við hann fyrir sumarið. „Ég get sagt ykkur það að hann spilar á sunnudaginn og vonandi sýnir hann sömu frammistöðu og hann hefur sýnt síðasta hálfa árið. Hann átti ótrúlegan leik gegn West Ham. Ég sé hann leggja sig allan fram á æfingum alla daga,“ sagði Slot. Enski boltinn Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Mahomes kennir sjálfum sér um tapið í nótt Sport Fleiri fréttir Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Sjá meira
United hefur tapað síðustu þremur deildarleikjum í röð, án þess að skora mark, og alls tapað fimm af síðustu sex deildarleikjum. Liðið er því í 14. sæti, aðeins með 22 stig eftir 19 leiki, sjö stigum frá fallsæti. Á meðan er Liverpool í frábærri stöðu á toppi deildarinnar með 45 stig, sex stigum fyrir ofan Arsenal og með leik til góða. Arne Slot virðist hins vegar hafa trú á að mun meira búi í United-liðinu en það hefur hingað til sýnt undir stjórn Rúben Amorim, og var ekki skemmt yfir spurningu um hvort að hann myndi nýta leikinn á sunnudag til að veita leikmönnum hvíld: „Nei. Auðvitað ætlum við ekki að hvíla leikmenn. Að mínu mati eru þeir með mun betri leikmenn en taflan sýnir í augnablikinu. Það gæti tekið sinn tíma fyrir Rúben Amorim að ná því fram hjá leikmönnunum en þeir eru mun betri en taflan sýnir,“ sagði Slot á blaðamannafundi í dag. Hann var spurður nánar út í Amorim og gengi United eftir að Portúgalinn tók við liðinu í nóvember. „Allir knattspyrnustjórar geta fundið til með öðrum stjórum. Við vitum allir hversu mikil pressa fylgir þessu starf. Það er eitthvað sem við sækjumst eftir. Hann stóð sig vel með Sporting og er með góðan hóp í höndunum svo ég tel að hann muni ná fram því besta úr þeim,“ sagði Slot. Gomez úr leik en Konate að snúa aftur Slot fór einnig yfir meiðslastöðuna hjá Liverpool en ljóst er að Joe Gomez spilar ekki á næstunni eftir að hafa meiðst í sigrinum á West Ham á sunnudag. „Joe er ekki á góðum stað varðandi sín meiðsli, hann verður úr leik í nokkrar vikur. Conor [Bradley] og Ibou [Konate] æfa með okkur í dag í fyrsta sinn. Þeir hafa lagt hart að sér til að snúa aftur í liðið. Næst er að sjá hvernig þeir höndla liðsæfingar,“ sagði Slot. Trent Alexander-Arnold skoraði gegn West Ham á sunnudaginn. Hann hefur verið orðaður við Evrópumeistara Real Madrid.Getty/Rob Newell „Get sagt ykkur að hann spilar á sunnudaginn“ Hollendingurinn var einnig spurður út í Trent Alexander-Arnold, sem orðaður hefur verið við Real Madrid. Félagaskiptaglugginn er nú opinn og síðasti séns fyrir Liverpool að selja Alexander-Arnold takist ekki að gera nýjan samning við hann fyrir sumarið. „Ég get sagt ykkur það að hann spilar á sunnudaginn og vonandi sýnir hann sömu frammistöðu og hann hefur sýnt síðasta hálfa árið. Hann átti ótrúlegan leik gegn West Ham. Ég sé hann leggja sig allan fram á æfingum alla daga,“ sagði Slot.
Enski boltinn Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Mahomes kennir sjálfum sér um tapið í nótt Sport Fleiri fréttir Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Sjá meira