„Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. janúar 2025 11:28 Nína Dögg segir Vigdísi búin að sjá brot úr þáttunum um sig. Hún bíður spennt eftir viðbrögðum hennar við restinni. Vísir/Vilhelm „Það var eiginlega eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað á ferlinum mínum,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir leikkona um daginn sem Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands heimsótti settið við tökur á þáttaröðinni Vigdísi sem nú er í sýningu. Nína mætti í Reykjavík síðdegis í gær og ræddi þættina, sem eru úr smiðju Vesturports og var fyrsti þáttur frumsýndur á nýársdag. Hún rifjar upp heimsóknina og segir Vigdísi hafa kíkt við þegar tökur stóðu yfir í Iðnó, þar sem Vigdís var eitt sinn leikhússtjóri. „Ég er nýbúin að fara úr bláu kápunni hennar, sem hún átti og var alltaf í á þessum tíma. Svo kemur hún inn í rýmið og þetta verður áþreifanlega magnað. Af því að ég er einhvern veginn að leika hana í aðstæðum sem hún hefur þegar verið í,“ segir Nína Dögg. Vigdís hafi setið og horft á og viðstaddir notið þess að hafa hana á svæðinu. „En ég þurfti alveg að berjast við tárin. Af því að ég var eiginlega í hálfgerðri geðshræringu að upplifa þetta. Að leika manneskju sem er síðan komin á staðinn.“ Nína Dögg lýsir Vigdísi sem skemmtilegri, öruggri og hnyttinni og þeim hafi komið vel saman. „Ég ákvað að reyna að herma ekki eftir henni heldur taka eiginleika sem mér finnst hún hafa,“ segir Nína Dögg. „Allt mildið sem hún hefur, ótrúlega mikla birtu. Og svo er hún með lítinn prakkarapúka í sér. Svona innri prakkari.“ Hún segir ýmislegt koma fram í þáttunum um ævi og störf Vigdísar sem hinn almenni borgari viti ekki endilega, og nefnir bróðurmissinn og námsárin í Frakklandi sem dæmi. „Þess vegna er frábært að gera þætti um hana þar sem þú færð heildarmynd af lífinu hennar frá þessum tíma. Frá því að hún er svona ung. Við þekkjum fleiri tímann þegar ég tek við af Elínu og leik hana,“ segir Nína Dögg. Hægt er að hlusta viðtalið í heild sinni hér að neðan. Vigdís Finnbogadóttir Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Fyrsta stiklan fyrir sjónvarpsþætti um líf og starf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, var birt í dag. Þættirnir heita einfaldlega Vigdís en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á RÚV 1. janúar á næsta ári en þættirnir verða fjórir talsins. 23. nóvember 2024 13:19 Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Sjá meira
Nína mætti í Reykjavík síðdegis í gær og ræddi þættina, sem eru úr smiðju Vesturports og var fyrsti þáttur frumsýndur á nýársdag. Hún rifjar upp heimsóknina og segir Vigdísi hafa kíkt við þegar tökur stóðu yfir í Iðnó, þar sem Vigdís var eitt sinn leikhússtjóri. „Ég er nýbúin að fara úr bláu kápunni hennar, sem hún átti og var alltaf í á þessum tíma. Svo kemur hún inn í rýmið og þetta verður áþreifanlega magnað. Af því að ég er einhvern veginn að leika hana í aðstæðum sem hún hefur þegar verið í,“ segir Nína Dögg. Vigdís hafi setið og horft á og viðstaddir notið þess að hafa hana á svæðinu. „En ég þurfti alveg að berjast við tárin. Af því að ég var eiginlega í hálfgerðri geðshræringu að upplifa þetta. Að leika manneskju sem er síðan komin á staðinn.“ Nína Dögg lýsir Vigdísi sem skemmtilegri, öruggri og hnyttinni og þeim hafi komið vel saman. „Ég ákvað að reyna að herma ekki eftir henni heldur taka eiginleika sem mér finnst hún hafa,“ segir Nína Dögg. „Allt mildið sem hún hefur, ótrúlega mikla birtu. Og svo er hún með lítinn prakkarapúka í sér. Svona innri prakkari.“ Hún segir ýmislegt koma fram í þáttunum um ævi og störf Vigdísar sem hinn almenni borgari viti ekki endilega, og nefnir bróðurmissinn og námsárin í Frakklandi sem dæmi. „Þess vegna er frábært að gera þætti um hana þar sem þú færð heildarmynd af lífinu hennar frá þessum tíma. Frá því að hún er svona ung. Við þekkjum fleiri tímann þegar ég tek við af Elínu og leik hana,“ segir Nína Dögg. Hægt er að hlusta viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Vigdís Finnbogadóttir Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Fyrsta stiklan fyrir sjónvarpsþætti um líf og starf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, var birt í dag. Þættirnir heita einfaldlega Vigdís en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á RÚV 1. janúar á næsta ári en þættirnir verða fjórir talsins. 23. nóvember 2024 13:19 Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Sjá meira
Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Fyrsta stiklan fyrir sjónvarpsþætti um líf og starf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, var birt í dag. Þættirnir heita einfaldlega Vigdís en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á RÚV 1. janúar á næsta ári en þættirnir verða fjórir talsins. 23. nóvember 2024 13:19