Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2025 13:54 Spænski landsliðsmaðurinn Dani Olmo fær ekki að spila með Barcelona í dag og að óbreyttu ekki aftur fyrr en í haust. Getty/Ulrik Pedersen Beiðni Barcelona um að Dani Olmo og Pau Victor verði skráðir hjá félaginu hefur verið hafnað og Börsungar hyggjast nú leita til spænskra stjórnvalda vegna málsins. Spænska knattspyrnusambandið og La Liga sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag um að beiðni Barcelona hefði verið hafnað. Ekkert hefur breyst í þeirra afstöðu frá því að La Liga sendi út yfirlýsingu á gamlársdag þess efnis að leikmennirnir fengju ekki áframhaldandi leikheimild. Að óbreyttu munu þeir Olmo, sem kom frá RB Leipzig fyrir 60 milljónir evra í sumar, og Victor því ekki fá að spila fyrir Barcelona fyrr en á næstu leiktíð. The Athletic segir að Barcelona mun nú fara með málið til Íþróttaráðsins (Consejo Superior de Deportes), æðstu íþróttamálastofnunar spænska ríkisins. Segir í grein miðilsins að Börsungar vonist til þess að fá þannig bráðabirgðaleikheimild fyrir leikmennina vegna þess tíma sem tekið gæti að fá endanlega niðurstöðu í málið. 🚨⛔️ OFFICIAL: La Liga and Spanish Federation RFEF have jointly decided to REJECT Dani Olmo and Pau Victor's registrations for Barcelona.Barcelona will go to court. ⚠️ pic.twitter.com/eW1Y8OHNir— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 4, 2025 Barcelona hefur lengi verið í miklum fjárhagserfiðleikum en er ekki lengur háð ströngum takmörkunum um nýskráningar leikmanna, eftir að hafa í gærkvöld sýnt fram á tekjur af sölu í sérstök VIP-svæði á leikvangi sínum. Það breytir því hins vegar ekki að tíminn til að skrá Olmo og Victor rann út um áramótin án þess að Barcelona gæti sannað að félagið stæðist reglur La Liga um fjárhagslegt aðhald. Leikmennirnir eru því ekki í leikmannahópi Barcelona í bikarleiknum gegn neðrideildarliði Barbastro í dag og óvissa ríkir um framhaldið. Hansi Flick, þjálfari Barcelona, sagðist á blaðamannafundi í gær „óánægður“ með stöðuna en að hann biði þess að vita hver niðurstaðan yrði. Spænski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Fleiri fréttir Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Sjá meira
Spænska knattspyrnusambandið og La Liga sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag um að beiðni Barcelona hefði verið hafnað. Ekkert hefur breyst í þeirra afstöðu frá því að La Liga sendi út yfirlýsingu á gamlársdag þess efnis að leikmennirnir fengju ekki áframhaldandi leikheimild. Að óbreyttu munu þeir Olmo, sem kom frá RB Leipzig fyrir 60 milljónir evra í sumar, og Victor því ekki fá að spila fyrir Barcelona fyrr en á næstu leiktíð. The Athletic segir að Barcelona mun nú fara með málið til Íþróttaráðsins (Consejo Superior de Deportes), æðstu íþróttamálastofnunar spænska ríkisins. Segir í grein miðilsins að Börsungar vonist til þess að fá þannig bráðabirgðaleikheimild fyrir leikmennina vegna þess tíma sem tekið gæti að fá endanlega niðurstöðu í málið. 🚨⛔️ OFFICIAL: La Liga and Spanish Federation RFEF have jointly decided to REJECT Dani Olmo and Pau Victor's registrations for Barcelona.Barcelona will go to court. ⚠️ pic.twitter.com/eW1Y8OHNir— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 4, 2025 Barcelona hefur lengi verið í miklum fjárhagserfiðleikum en er ekki lengur háð ströngum takmörkunum um nýskráningar leikmanna, eftir að hafa í gærkvöld sýnt fram á tekjur af sölu í sérstök VIP-svæði á leikvangi sínum. Það breytir því hins vegar ekki að tíminn til að skrá Olmo og Victor rann út um áramótin án þess að Barcelona gæti sannað að félagið stæðist reglur La Liga um fjárhagslegt aðhald. Leikmennirnir eru því ekki í leikmannahópi Barcelona í bikarleiknum gegn neðrideildarliði Barbastro í dag og óvissa ríkir um framhaldið. Hansi Flick, þjálfari Barcelona, sagðist á blaðamannafundi í gær „óánægður“ með stöðuna en að hann biði þess að vita hver niðurstaðan yrði.
Spænski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Fleiri fréttir Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Sjá meira