Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2025 13:54 Spænski landsliðsmaðurinn Dani Olmo fær ekki að spila með Barcelona í dag og að óbreyttu ekki aftur fyrr en í haust. Getty/Ulrik Pedersen Beiðni Barcelona um að Dani Olmo og Pau Victor verði skráðir hjá félaginu hefur verið hafnað og Börsungar hyggjast nú leita til spænskra stjórnvalda vegna málsins. Spænska knattspyrnusambandið og La Liga sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag um að beiðni Barcelona hefði verið hafnað. Ekkert hefur breyst í þeirra afstöðu frá því að La Liga sendi út yfirlýsingu á gamlársdag þess efnis að leikmennirnir fengju ekki áframhaldandi leikheimild. Að óbreyttu munu þeir Olmo, sem kom frá RB Leipzig fyrir 60 milljónir evra í sumar, og Victor því ekki fá að spila fyrir Barcelona fyrr en á næstu leiktíð. The Athletic segir að Barcelona mun nú fara með málið til Íþróttaráðsins (Consejo Superior de Deportes), æðstu íþróttamálastofnunar spænska ríkisins. Segir í grein miðilsins að Börsungar vonist til þess að fá þannig bráðabirgðaleikheimild fyrir leikmennina vegna þess tíma sem tekið gæti að fá endanlega niðurstöðu í málið. 🚨⛔️ OFFICIAL: La Liga and Spanish Federation RFEF have jointly decided to REJECT Dani Olmo and Pau Victor's registrations for Barcelona.Barcelona will go to court. ⚠️ pic.twitter.com/eW1Y8OHNir— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 4, 2025 Barcelona hefur lengi verið í miklum fjárhagserfiðleikum en er ekki lengur háð ströngum takmörkunum um nýskráningar leikmanna, eftir að hafa í gærkvöld sýnt fram á tekjur af sölu í sérstök VIP-svæði á leikvangi sínum. Það breytir því hins vegar ekki að tíminn til að skrá Olmo og Victor rann út um áramótin án þess að Barcelona gæti sannað að félagið stæðist reglur La Liga um fjárhagslegt aðhald. Leikmennirnir eru því ekki í leikmannahópi Barcelona í bikarleiknum gegn neðrideildarliði Barbastro í dag og óvissa ríkir um framhaldið. Hansi Flick, þjálfari Barcelona, sagðist á blaðamannafundi í gær „óánægður“ með stöðuna en að hann biði þess að vita hver niðurstaðan yrði. Spænski boltinn Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni „Fólk má alveg dæma mig“ Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Tvær þrennur í níu marka stórsigri Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Glódís bjargaði marki og áfram heldur sigurganga Bayern Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Bjarki kom inn á fyrir Mikael í eins marks tapi Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sjá meira
Spænska knattspyrnusambandið og La Liga sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag um að beiðni Barcelona hefði verið hafnað. Ekkert hefur breyst í þeirra afstöðu frá því að La Liga sendi út yfirlýsingu á gamlársdag þess efnis að leikmennirnir fengju ekki áframhaldandi leikheimild. Að óbreyttu munu þeir Olmo, sem kom frá RB Leipzig fyrir 60 milljónir evra í sumar, og Victor því ekki fá að spila fyrir Barcelona fyrr en á næstu leiktíð. The Athletic segir að Barcelona mun nú fara með málið til Íþróttaráðsins (Consejo Superior de Deportes), æðstu íþróttamálastofnunar spænska ríkisins. Segir í grein miðilsins að Börsungar vonist til þess að fá þannig bráðabirgðaleikheimild fyrir leikmennina vegna þess tíma sem tekið gæti að fá endanlega niðurstöðu í málið. 🚨⛔️ OFFICIAL: La Liga and Spanish Federation RFEF have jointly decided to REJECT Dani Olmo and Pau Victor's registrations for Barcelona.Barcelona will go to court. ⚠️ pic.twitter.com/eW1Y8OHNir— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 4, 2025 Barcelona hefur lengi verið í miklum fjárhagserfiðleikum en er ekki lengur háð ströngum takmörkunum um nýskráningar leikmanna, eftir að hafa í gærkvöld sýnt fram á tekjur af sölu í sérstök VIP-svæði á leikvangi sínum. Það breytir því hins vegar ekki að tíminn til að skrá Olmo og Victor rann út um áramótin án þess að Barcelona gæti sannað að félagið stæðist reglur La Liga um fjárhagslegt aðhald. Leikmennirnir eru því ekki í leikmannahópi Barcelona í bikarleiknum gegn neðrideildarliði Barbastro í dag og óvissa ríkir um framhaldið. Hansi Flick, þjálfari Barcelona, sagðist á blaðamannafundi í gær „óánægður“ með stöðuna en að hann biði þess að vita hver niðurstaðan yrði.
Spænski boltinn Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni „Fólk má alveg dæma mig“ Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Tvær þrennur í níu marka stórsigri Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Glódís bjargaði marki og áfram heldur sigurganga Bayern Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Bjarki kom inn á fyrir Mikael í eins marks tapi Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sjá meira