Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. janúar 2025 10:59 Sverrir Þór Sverrisson er öllu vanur þegar það kemur að gríni. Vísir/Vilhelm Sverrir Þór Sverrisson segist ekki nenna að pæla í því þegar hann fær á sig neikvæða umræðu fyrir grín sem fólki finnst fara yfir strikið. Sveppi, sem er gestur í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir aðalatriðið að konan hans og börnin séu sátt við hann. Í þættinum rifjar Sveppi upp hvernig hann byrjaði fjölmiðlaferilinn á því að ganga hringinn í kringum Ísland. „Þetta var eiginlega það fyrsta sem ég gerði í kringum fjölmiðla. Ég hætti í skóla til að fara að vinna í grænmetinu í Hagkaup eftir að hafa fengið þar tilboð sem ég gat ekki hafnað. Mig langaði að verða leikari og hafði sótt um í leiklistarskólanum án árangurs. Svo fór ég að vinna í leikskóla og Þ.G. að hreinsa spítur og eitthvað fleira. En ég þekkti Simma Vill og Jóa, sem voru þarna með útvarpsþátt á útvarpsstöðinni Mono 87.7. og þeir hafa samband við mig og þá verður til þessi hugmynd. Að fá einhvern trúð til að labba hringinn í kringum landið og kalla það: „Gengið of langt.“ Ekkert mjög sexy ganga Ég bara ákvað að kýla á þetta og pabbi gerði fyrir mig bók þar sem hann gerði plan um hvað ég myndi ganga langt á hverjum degi og áhugaverða staði á leiðinni. Svo var ég bara með þessa bók alla ferðina. Ég lagði af stað klukkan 10 að morgni fyrsta júni, strax eftir að morgunþátturinn var búinn. Ég labbaði þá bara af stað beint frá Lynghálsi upp í Mosó og svo þaðan undir Esju og endaði á að gista í tjaldi við Hvalfjarðargöngin. Það var fyrsti göngudagurinn,“ segir Sveppi, sem hélt svo áfram og endaði á að ganga allan hringinn í kringum Ísland. „Þetta var ekkert mjög sexy þarna fyrst að vera bara með trukka við hliðina á sér og aðeins öðruvísi en ég hafði séð fyrir mér. En svo var þetta auðvitað mikil lífsreynsla og gaman að hafa gert þetta og eiga þetta á ferilskránni. Suma daga labbaði ég 12 kílómetra, en aðra meira en 30. Svo var veðrið auðvitað alls konar og stundum algjört skítaveður. Ég veit ekki betur en að ég og Reynir Pétur séum þeir einu sem hafa gert þetta.“ Sáttur ef konan og börnin eru sátt Sveppi hefur oftar en einu sinni fengið á sig neikvæða umræðu eftir grín sem ákveðnum hópum hefur fundist fara yfir strikið. Hann segist ekki taka það inn á sig á nokkurn hátt. „Ég nenni ekki að pæla í þessu. Ef ég geri eitthvað grín og það er lélegt þá bara held ég áfram með daginn og fer að sofa og vakna daginn eftir og held áfram. Við höfum oft lent í alls konar gagnrýni bæði í kringum 70 mínútur og annað, en það er ekkert annað hægt en að láta þetta „slæda.“ Ég hef verið að grínast miklu meira en meðalmaður og gert það opinberlega og auðvitað mistekst manni stundum. En svo lengi sem konan mín og börnin mín eru ánægð með mig þá er mér sama um flest allt annað. Ef ég get vaknað og fengið mér egg með konunni minni og byrjað daginn vel er ég sáttur. En stundum mætti alveg eitthvað sem fólk er að ræða sín á milli í lokuðum Facebook-hópum bara vera þar. Það er ástæða fyrir því að þessir hópar eru lokaðir. En þegar fjölmiðlar taka eitthvað upp úr lokuðum hópum á netinu og fara að gera fréttir úr því er oft búið að stækka hlutina um of. Fólk má alveg hafa allar sínar skoðanir í lokuðum hópum á netinu.“ Erfitt að labba völlinn með Eiði Sveppi og Eiður Smári Guðjohnsen eru æskuvinir og Sveppi gerði meðal annars þætti um feril Eiðs. Hann segir að þegar Eiður var í Barcelona hafi hann áttað sig á því fyrir alvöru hvað það var stórt dæmi. „Barcelona-borgin snýst bara um fótbolta og fólkið á liðið. Það var allt mjög stórt þegar hann var kominn þangað. Ég hafði oft verið með honum og í kringum hann þegar hann var í Chelsea, en þetta var á allt öðru leveli. Hann var ekkert að rölta um á Römblunni. Það hefði allt orðið vitlaust. En það var svo sem svipað í London, ég hafði komið þangað fimmtán sinnum og aldrei farið í neðanjarðarlestirnar, af því að Eiður gat það ekki. Ég er ekki viss um að fólk átti sig almennt á stærðinni á því þegar þú ert kominn á þennan stað í stærstu íþrótt í heimi. Einu sinni vorum við að taka upp á heimavelli Chelsea og þurftum að labba hálfan hring í kringum völlinn og það var bara vesen. Þeir sem mæta á völlinn vita alveg hver Gudjohnsen er. En það sem mér fannst áhugaverðast þegar ég fór með honum á alla þessa staði sem hann hafði spilað á, var hvað hann var vel liðinn alls staðar. En glamúrinn fer aðeins af þessu þegar þú kynnist þessu betur. Þú ert kannski að spila einhvers staðar í Kína og ert bara einn á hóteli þar á milli æfinga og leikja.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Sveppa og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
„Þetta var eiginlega það fyrsta sem ég gerði í kringum fjölmiðla. Ég hætti í skóla til að fara að vinna í grænmetinu í Hagkaup eftir að hafa fengið þar tilboð sem ég gat ekki hafnað. Mig langaði að verða leikari og hafði sótt um í leiklistarskólanum án árangurs. Svo fór ég að vinna í leikskóla og Þ.G. að hreinsa spítur og eitthvað fleira. En ég þekkti Simma Vill og Jóa, sem voru þarna með útvarpsþátt á útvarpsstöðinni Mono 87.7. og þeir hafa samband við mig og þá verður til þessi hugmynd. Að fá einhvern trúð til að labba hringinn í kringum landið og kalla það: „Gengið of langt.“ Ekkert mjög sexy ganga Ég bara ákvað að kýla á þetta og pabbi gerði fyrir mig bók þar sem hann gerði plan um hvað ég myndi ganga langt á hverjum degi og áhugaverða staði á leiðinni. Svo var ég bara með þessa bók alla ferðina. Ég lagði af stað klukkan 10 að morgni fyrsta júni, strax eftir að morgunþátturinn var búinn. Ég labbaði þá bara af stað beint frá Lynghálsi upp í Mosó og svo þaðan undir Esju og endaði á að gista í tjaldi við Hvalfjarðargöngin. Það var fyrsti göngudagurinn,“ segir Sveppi, sem hélt svo áfram og endaði á að ganga allan hringinn í kringum Ísland. „Þetta var ekkert mjög sexy þarna fyrst að vera bara með trukka við hliðina á sér og aðeins öðruvísi en ég hafði séð fyrir mér. En svo var þetta auðvitað mikil lífsreynsla og gaman að hafa gert þetta og eiga þetta á ferilskránni. Suma daga labbaði ég 12 kílómetra, en aðra meira en 30. Svo var veðrið auðvitað alls konar og stundum algjört skítaveður. Ég veit ekki betur en að ég og Reynir Pétur séum þeir einu sem hafa gert þetta.“ Sáttur ef konan og börnin eru sátt Sveppi hefur oftar en einu sinni fengið á sig neikvæða umræðu eftir grín sem ákveðnum hópum hefur fundist fara yfir strikið. Hann segist ekki taka það inn á sig á nokkurn hátt. „Ég nenni ekki að pæla í þessu. Ef ég geri eitthvað grín og það er lélegt þá bara held ég áfram með daginn og fer að sofa og vakna daginn eftir og held áfram. Við höfum oft lent í alls konar gagnrýni bæði í kringum 70 mínútur og annað, en það er ekkert annað hægt en að láta þetta „slæda.“ Ég hef verið að grínast miklu meira en meðalmaður og gert það opinberlega og auðvitað mistekst manni stundum. En svo lengi sem konan mín og börnin mín eru ánægð með mig þá er mér sama um flest allt annað. Ef ég get vaknað og fengið mér egg með konunni minni og byrjað daginn vel er ég sáttur. En stundum mætti alveg eitthvað sem fólk er að ræða sín á milli í lokuðum Facebook-hópum bara vera þar. Það er ástæða fyrir því að þessir hópar eru lokaðir. En þegar fjölmiðlar taka eitthvað upp úr lokuðum hópum á netinu og fara að gera fréttir úr því er oft búið að stækka hlutina um of. Fólk má alveg hafa allar sínar skoðanir í lokuðum hópum á netinu.“ Erfitt að labba völlinn með Eiði Sveppi og Eiður Smári Guðjohnsen eru æskuvinir og Sveppi gerði meðal annars þætti um feril Eiðs. Hann segir að þegar Eiður var í Barcelona hafi hann áttað sig á því fyrir alvöru hvað það var stórt dæmi. „Barcelona-borgin snýst bara um fótbolta og fólkið á liðið. Það var allt mjög stórt þegar hann var kominn þangað. Ég hafði oft verið með honum og í kringum hann þegar hann var í Chelsea, en þetta var á allt öðru leveli. Hann var ekkert að rölta um á Römblunni. Það hefði allt orðið vitlaust. En það var svo sem svipað í London, ég hafði komið þangað fimmtán sinnum og aldrei farið í neðanjarðarlestirnar, af því að Eiður gat það ekki. Ég er ekki viss um að fólk átti sig almennt á stærðinni á því þegar þú ert kominn á þennan stað í stærstu íþrótt í heimi. Einu sinni vorum við að taka upp á heimavelli Chelsea og þurftum að labba hálfan hring í kringum völlinn og það var bara vesen. Þeir sem mæta á völlinn vita alveg hver Gudjohnsen er. En það sem mér fannst áhugaverðast þegar ég fór með honum á alla þessa staði sem hann hafði spilað á, var hvað hann var vel liðinn alls staðar. En glamúrinn fer aðeins af þessu þegar þú kynnist þessu betur. Þú ert kannski að spila einhvers staðar í Kína og ert bara einn á hóteli þar á milli æfinga og leikja.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Sveppa og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira