Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2025 11:43 Starfsmaður Running Tide að störfum. Öllu starfsfólki var sagt upp síðasta sumar og félaginu var slitið í desember. Running Tide Hluthafar nýsköpunarfyrirtækisins Running Tide samþykktu að slíta félaginu í síðasta mánuði. Rannsóknartæki félagsins enduðu meðal annars hjá Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnun, að sögn fyrrverandi framkvæmdastjóra. Markmið Running Tide var að rækta stórþörunga á sérhönnuðum baujum til þess að binda kolefni í hafi og selja kolefnisbindingareiningar út á ræktunina. Ætlunin var að rækta þörugana á alþjóðlegu hafsvæði suður af Íslandi og samdi fyrirtækið um uppbyggingu starfsemi sinnar á Akranesi. Erfiðlega gekk þó að fjármagna nýsköpunarstarfsemi Running Tide og var ákveðið að hefja undirbúning að slitum félagsins í maí í fyrra. Öllu starfsfólki var sagt upp þá um mánaðamótin. Kristinn Árni L. Hróbjartsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Running Tide á Íslandi, segir félagið ekki hafa orðið gjaldþrota. Það hafi borgað allar skuldir, greitt starfsfólki laun, skilað leigulóðum og selt eignir eða komið þeim í not áður en félaginu var slitið. Running Tide hafi þannig gefið Háskóla Íslands rannsóknartæki og selt Hafrannsóknarstofnun búnað á undirverði. Þá hafi nýsköpunarfyrirtæki í þörungaræktun keypt ýmis rannsóknartæki. Marty Odlin, bandarískur stofnandi Running Tide, keypti hugverk sem urðu til tengd mælingum og aðferðum fyrirtækisins. Neikvæð umfjöllun hafði engin áhrif Líkt og fleiri kolefnisbindingarverkefni á Íslandi var Running Tide viðfangsefni neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar í fyrra. Gagnrýni kom fram á aðferðir fyrirtækisins og eftirlit stjórnvalda með starfsemi fyrirtækja á þessu sviði. Kristinn segir að umfjöllunin hafi ekki haft nein áhrif á ákvörðunina um að hætta starfseminni á Íslandi eða að ekki hafi fengist fjármagn til þess að halda henni áfram. Grunnhugmyndin að baki Running Tide um að sökkva lífmassa á hafsbotn og binda þannig kolefni sé ekki flókin og mýmörg fyrirtæki og rannsóknarverkefni snúist um hana. „Grunnvísindalega hugmyndin á bak við þetta að sökkva kolefni í lífmassa lifir fínu lífi og það er fullt af fólki að pæla í henni um allan heim,“ segir Kristinn. Nýsköpun Loftslagsmál Hafið Tengdar fréttir Running Tide semur um uppbyggingu á Akranesi Bandaríska loftslagsfyrirtækið Running Tide hefur undirritað samning við Breið - þróunarfélag og Brim hf. um leigu húsnæðis á Akranesi undir aðstöðu fyrir rannsóknir og framleiðslu á þörungum til kolefnisbindingar í hafi. 9. júní 2022 15:08 Þörungaræktandi telur Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar Tugir manna gætu fengið vinnu hér á landi við verksmiðju bandarísks nýsköpunarfyrirtækis sem ætlar sér að binda kolefni með þörungarækt í Atlantshafi á næstu árum. Stofnandi fyrirtækisins segir Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar í heiminum. 26. maí 2022 07:30 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Markmið Running Tide var að rækta stórþörunga á sérhönnuðum baujum til þess að binda kolefni í hafi og selja kolefnisbindingareiningar út á ræktunina. Ætlunin var að rækta þörugana á alþjóðlegu hafsvæði suður af Íslandi og samdi fyrirtækið um uppbyggingu starfsemi sinnar á Akranesi. Erfiðlega gekk þó að fjármagna nýsköpunarstarfsemi Running Tide og var ákveðið að hefja undirbúning að slitum félagsins í maí í fyrra. Öllu starfsfólki var sagt upp þá um mánaðamótin. Kristinn Árni L. Hróbjartsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Running Tide á Íslandi, segir félagið ekki hafa orðið gjaldþrota. Það hafi borgað allar skuldir, greitt starfsfólki laun, skilað leigulóðum og selt eignir eða komið þeim í not áður en félaginu var slitið. Running Tide hafi þannig gefið Háskóla Íslands rannsóknartæki og selt Hafrannsóknarstofnun búnað á undirverði. Þá hafi nýsköpunarfyrirtæki í þörungaræktun keypt ýmis rannsóknartæki. Marty Odlin, bandarískur stofnandi Running Tide, keypti hugverk sem urðu til tengd mælingum og aðferðum fyrirtækisins. Neikvæð umfjöllun hafði engin áhrif Líkt og fleiri kolefnisbindingarverkefni á Íslandi var Running Tide viðfangsefni neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar í fyrra. Gagnrýni kom fram á aðferðir fyrirtækisins og eftirlit stjórnvalda með starfsemi fyrirtækja á þessu sviði. Kristinn segir að umfjöllunin hafi ekki haft nein áhrif á ákvörðunina um að hætta starfseminni á Íslandi eða að ekki hafi fengist fjármagn til þess að halda henni áfram. Grunnhugmyndin að baki Running Tide um að sökkva lífmassa á hafsbotn og binda þannig kolefni sé ekki flókin og mýmörg fyrirtæki og rannsóknarverkefni snúist um hana. „Grunnvísindalega hugmyndin á bak við þetta að sökkva kolefni í lífmassa lifir fínu lífi og það er fullt af fólki að pæla í henni um allan heim,“ segir Kristinn.
Nýsköpun Loftslagsmál Hafið Tengdar fréttir Running Tide semur um uppbyggingu á Akranesi Bandaríska loftslagsfyrirtækið Running Tide hefur undirritað samning við Breið - þróunarfélag og Brim hf. um leigu húsnæðis á Akranesi undir aðstöðu fyrir rannsóknir og framleiðslu á þörungum til kolefnisbindingar í hafi. 9. júní 2022 15:08 Þörungaræktandi telur Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar Tugir manna gætu fengið vinnu hér á landi við verksmiðju bandarísks nýsköpunarfyrirtækis sem ætlar sér að binda kolefni með þörungarækt í Atlantshafi á næstu árum. Stofnandi fyrirtækisins segir Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar í heiminum. 26. maí 2022 07:30 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Running Tide semur um uppbyggingu á Akranesi Bandaríska loftslagsfyrirtækið Running Tide hefur undirritað samning við Breið - þróunarfélag og Brim hf. um leigu húsnæðis á Akranesi undir aðstöðu fyrir rannsóknir og framleiðslu á þörungum til kolefnisbindingar í hafi. 9. júní 2022 15:08
Þörungaræktandi telur Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar Tugir manna gætu fengið vinnu hér á landi við verksmiðju bandarísks nýsköpunarfyrirtækis sem ætlar sér að binda kolefni með þörungarækt í Atlantshafi á næstu árum. Stofnandi fyrirtækisins segir Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar í heiminum. 26. maí 2022 07:30