„En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. janúar 2025 10:00 Bjarni Benediktsson tók við sem formaður flokksins af Geir H. Haarde árið 2009. Vísir/Stefán Óhætt er að segja að kveðjum hafi rignt yfir Bjarna Benediktsson eftir að hann tilkynnti í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér aftur sem formaður Sjálfstæðisflokksins og að hann hyggðist ekki taka sæti á þingi. Ýmsir fyrrverandi samherjar og andstæðingar hans hafa lagt orð í belg. Ljóst er að um söguleg tímamót er að ræða enda Bjarni verið formaður flokksins í fimmtán ár, frá árinu 2009. Bjarni hefur svo setið enn lengur sem þingmaður eða í tæplega 22 ár, frá árinu 2003. Meðal þeirra sem senda Bjarna kveðjur er fólk úr öllum áttum, fyrrverandi samherjar hans í pólitík en líka andstæðingar. Rifjar upp fyrsta framboðsfundinn „Innilegar þakkir fyrir að standa vaktina þennan langa tíma Bjarni,“ skrifar Halldór Halldórsson fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Hann rifjar upp að Bjarni hafi blásið til síns fyrsta framboðsfundar til formanns á Ísafirði. „Við höfum með einum eða öðrum hætti átt samleið allan tímann síðan á þínum fyrsta framboðsfundi til formanns á Ísafirði fyrir 15-16 árum. Þú hefur lagt mikið og gott framlag til stjórnmálanna og bættra kjara þjóðarinnar.“ Frétt Stöðvar 2 frá 29. mars árið 2009 þegar Bjarni Benediktsson tók við sem formaður. Þorsteinn Víglundsson forstjóri BM Vallá og fyrrverandi ráðherra Viðreisnar þakkar Bjarna sömuleiðis fyrir störf hans og það gerir Pawel Bartozsek þingmaður Viðreisnar sömuleiðis auk Árna Páls Árnasonar fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar. Jón Ólafsson tónlistarmaður leggur jafnframt orð í belg og segir hlutskipti Bjarna ekki hafa verið öfundsvert. Feðginin Vilhjálmur Egilsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og dóttir hans Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi senda Bjarna líka kveðjur og þakkir. „Það eru fáir sem geta þolað það að standa í stafni stærsta stjórnmálaflokks landsins svona lengi. Það er til marks um ótrúlegan styrk. Takk fyrir kröftuga forystu. Hlakka til að fylgjast með góðum verkum framtíðarinnar.“ Önnur frétt Stöðvar 2 frá deginum Bjarni tók við sem formaður þann 29. mars árið 2009. Þá stingur Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, niður penna á bloggsíðu sinni í tilefni tímamótanna. „Stjórnmálaumræðurnar taka á sig annan svip á Íslandi vegna ákvörðunar Bjarna Benediktssonar. Hann hefur verið þungamiðja þessara umræðna um árabil. Til sögunnar hefur komið hópur undirmálsmanna sem þrífst á níði um hann. Sagan jarðar róginn en eftir stendur allt sem áunnist hefur á glæsilegum og mögnuðum stjórnmálaferli.“ Þá heyrist nokkuð í fólki vinstra megin á hinum pólitíska væng. „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson,“ segir Mörður Árnason. Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður hefur gagnrýnt Bjarna harðlega í gegnum tíðina. Bjarni á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2022 þegar hann bar sigur úr býtum í formannskjöri gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni.Vísir/Vilhelm „Það segir einhverja sögu um formannstíð Bjarna Benediktssonar í Sjálfstæðisflokknum að þau einu sem virðast sjá í alvöru eftir honum eru andstæðingar flokksins sem höfðu vonast til að hann færi enn neðar með flokkinn.“ Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins, segir: „Tímabili sem kenna má við Bjarna og Katrínu er lokið, annað fólk mun móta stjórnmálin á næstu árum.“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi í sama flokki, segir einfaldlega: „Bless, bless“. Lykilfólk í Sjálfstæðisflokknum og formannsefni eru meðal þeirra sem hafa tjáð sig um tímamótin. Eru þau öll full af þakklætis og lýsa Bjarna sem einum mesta stjórnmálamanni síðari tíma á Íslandi. Sjá að neðan. Sjálfstæðisflokkurinn Tímamót Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Bjarna Benediktssonar fráfarandi formanns flokksins verði minnst sem eins áhrifamesta stjórnmálaleiðtoga landsins. Hún verði honum ævinlega þakklát fyrir þau tækifæri sem hann hafi veitt henni. 6. janúar 2025 16:04 Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir tilkynningu Bjarna Benediktssonar hafa komið á óvart. Hann vill ekkert gefa upp um það hvort hann ætli að bjóða sig fram til formanns. Hann segist þó hugsa um það og að fólk hafi komið að máli við sig. Mikilvægast sé þó að Sjálfstæðismenn stilli saman sína strengi. 6. janúar 2025 15:35 Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Ljóst er að um söguleg tímamót er að ræða enda Bjarni verið formaður flokksins í fimmtán ár, frá árinu 2009. Bjarni hefur svo setið enn lengur sem þingmaður eða í tæplega 22 ár, frá árinu 2003. Meðal þeirra sem senda Bjarna kveðjur er fólk úr öllum áttum, fyrrverandi samherjar hans í pólitík en líka andstæðingar. Rifjar upp fyrsta framboðsfundinn „Innilegar þakkir fyrir að standa vaktina þennan langa tíma Bjarni,“ skrifar Halldór Halldórsson fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Hann rifjar upp að Bjarni hafi blásið til síns fyrsta framboðsfundar til formanns á Ísafirði. „Við höfum með einum eða öðrum hætti átt samleið allan tímann síðan á þínum fyrsta framboðsfundi til formanns á Ísafirði fyrir 15-16 árum. Þú hefur lagt mikið og gott framlag til stjórnmálanna og bættra kjara þjóðarinnar.“ Frétt Stöðvar 2 frá 29. mars árið 2009 þegar Bjarni Benediktsson tók við sem formaður. Þorsteinn Víglundsson forstjóri BM Vallá og fyrrverandi ráðherra Viðreisnar þakkar Bjarna sömuleiðis fyrir störf hans og það gerir Pawel Bartozsek þingmaður Viðreisnar sömuleiðis auk Árna Páls Árnasonar fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar. Jón Ólafsson tónlistarmaður leggur jafnframt orð í belg og segir hlutskipti Bjarna ekki hafa verið öfundsvert. Feðginin Vilhjálmur Egilsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og dóttir hans Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi senda Bjarna líka kveðjur og þakkir. „Það eru fáir sem geta þolað það að standa í stafni stærsta stjórnmálaflokks landsins svona lengi. Það er til marks um ótrúlegan styrk. Takk fyrir kröftuga forystu. Hlakka til að fylgjast með góðum verkum framtíðarinnar.“ Önnur frétt Stöðvar 2 frá deginum Bjarni tók við sem formaður þann 29. mars árið 2009. Þá stingur Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, niður penna á bloggsíðu sinni í tilefni tímamótanna. „Stjórnmálaumræðurnar taka á sig annan svip á Íslandi vegna ákvörðunar Bjarna Benediktssonar. Hann hefur verið þungamiðja þessara umræðna um árabil. Til sögunnar hefur komið hópur undirmálsmanna sem þrífst á níði um hann. Sagan jarðar róginn en eftir stendur allt sem áunnist hefur á glæsilegum og mögnuðum stjórnmálaferli.“ Þá heyrist nokkuð í fólki vinstra megin á hinum pólitíska væng. „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson,“ segir Mörður Árnason. Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður hefur gagnrýnt Bjarna harðlega í gegnum tíðina. Bjarni á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2022 þegar hann bar sigur úr býtum í formannskjöri gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni.Vísir/Vilhelm „Það segir einhverja sögu um formannstíð Bjarna Benediktssonar í Sjálfstæðisflokknum að þau einu sem virðast sjá í alvöru eftir honum eru andstæðingar flokksins sem höfðu vonast til að hann færi enn neðar með flokkinn.“ Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins, segir: „Tímabili sem kenna má við Bjarna og Katrínu er lokið, annað fólk mun móta stjórnmálin á næstu árum.“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi í sama flokki, segir einfaldlega: „Bless, bless“. Lykilfólk í Sjálfstæðisflokknum og formannsefni eru meðal þeirra sem hafa tjáð sig um tímamótin. Eru þau öll full af þakklætis og lýsa Bjarna sem einum mesta stjórnmálamanni síðari tíma á Íslandi. Sjá að neðan.
Sjálfstæðisflokkurinn Tímamót Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Bjarna Benediktssonar fráfarandi formanns flokksins verði minnst sem eins áhrifamesta stjórnmálaleiðtoga landsins. Hún verði honum ævinlega þakklát fyrir þau tækifæri sem hann hafi veitt henni. 6. janúar 2025 16:04 Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir tilkynningu Bjarna Benediktssonar hafa komið á óvart. Hann vill ekkert gefa upp um það hvort hann ætli að bjóða sig fram til formanns. Hann segist þó hugsa um það og að fólk hafi komið að máli við sig. Mikilvægast sé þó að Sjálfstæðismenn stilli saman sína strengi. 6. janúar 2025 15:35 Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
„Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Bjarna Benediktssonar fráfarandi formanns flokksins verði minnst sem eins áhrifamesta stjórnmálaleiðtoga landsins. Hún verði honum ævinlega þakklát fyrir þau tækifæri sem hann hafi veitt henni. 6. janúar 2025 16:04
Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir tilkynningu Bjarna Benediktssonar hafa komið á óvart. Hann vill ekkert gefa upp um það hvort hann ætli að bjóða sig fram til formanns. Hann segist þó hugsa um það og að fólk hafi komið að máli við sig. Mikilvægast sé þó að Sjálfstæðismenn stilli saman sína strengi. 6. janúar 2025 15:35
Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp