Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2025 18:48 Ruben Amorim mætir hér í jarðarför Kath Phipps ásamt öllu Manchester United liðinu. Getty/Manchester United Manchester United kvaddi í dag Kath Phipps sem starfaði fyrir félagið í 55 ár. Lengst af var það hún sem tók á móti öllum sem komu í höfuðstöðvar félagsins og allir hafa góða sögu að segja af þessari vingjarnlegu konu. Það var því mjög fjölmennt í jarðarför hennar í dag en þar var Sir Alex Ferguson mættur ásamt goðsögnum eins og David Beckham, Peter Schmeichel, Paul Scholes, Roy Keane og Bryan Robson. Ruben Amorim, þjálfari félagsins, mætti líka í jarðarförina ásamt öllu aðalliðinu. Bruno Fernandes og Jonny Evans fóru fyrir liðinu ásamt Amorim. Phipps lést í desember, 85 ára gömul. Hún var mikill stuðningsmaður félagsins frá barnæsku en tók við sem starfsmaður á skiptiborðinu árið 1968, stuttu eftir að félagið vann Evrópukeppni meistaraliða í fyrsta sinn. Hún starfaði hjá félaginu allt til ársins 2023. Phipps var frægust fyrir starf sitt í móttöku félagsins þar sem hún tók fagnandi á móti öllum sem þangað komu. Jonny Evans var meðal þeirra sem héldu ræðu: „Hún var sú besta á góðum degi og sú besta á slæmum degi,“ sagði Evans. „Það fór enginn framhjá Kath án þess að fá lítið faðmlag. Þegar hún kom aftur til vinnu í sumar þá skutlaði ég henni heim. Það var eins og ég væri að keyra meðlim í konungsfjölskyldunni,“ sagði Evans. Sir Alex Ferguson sem var knattspyrnustjóri félagsins í 26 ára hélt líka tölu. Kath hefði verið ánægð með það Ferguson var ánægður með að liðið hafi náð í úrslit á móti Liverpool í gær. „Kath hefði verið ánægð með það,“ sagði Alex Ferguson. „Þegar ég heimsótti hana undir það síðasta þá sá ég að hún var ánægð og sátt. Hún sagðist vera að drekka Coke og Bacardi. Ég spurði hana hvort læknirinn væri sáttur við slíkt þá sagðist hún ekki hafa spurt hann,“ sagði Ferguson. „Það er óvanalegt að finna einhvern sem var svo umhugað um hjálpa öllum öðrum. Allir sem eru hingað komnir i dag vilja heiðra mjög sérstaka persónu,“ sagði Ferguson. Hún var frábær manneskja Hann var líka gripinn í viðtal fyrir utan kirkjuna. „55 ár. Ég var þarna í 26 ár og hélt að það væri alveg ótrúlegt. Hún var frábær manneskja og ég svo ánægður með að allir leikmennirnir komu. Hún hefði kunnað að meta það,“ sagði Ferguson í viðtali við BBC eftir athöfnina. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@mailsport) Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
Það var því mjög fjölmennt í jarðarför hennar í dag en þar var Sir Alex Ferguson mættur ásamt goðsögnum eins og David Beckham, Peter Schmeichel, Paul Scholes, Roy Keane og Bryan Robson. Ruben Amorim, þjálfari félagsins, mætti líka í jarðarförina ásamt öllu aðalliðinu. Bruno Fernandes og Jonny Evans fóru fyrir liðinu ásamt Amorim. Phipps lést í desember, 85 ára gömul. Hún var mikill stuðningsmaður félagsins frá barnæsku en tók við sem starfsmaður á skiptiborðinu árið 1968, stuttu eftir að félagið vann Evrópukeppni meistaraliða í fyrsta sinn. Hún starfaði hjá félaginu allt til ársins 2023. Phipps var frægust fyrir starf sitt í móttöku félagsins þar sem hún tók fagnandi á móti öllum sem þangað komu. Jonny Evans var meðal þeirra sem héldu ræðu: „Hún var sú besta á góðum degi og sú besta á slæmum degi,“ sagði Evans. „Það fór enginn framhjá Kath án þess að fá lítið faðmlag. Þegar hún kom aftur til vinnu í sumar þá skutlaði ég henni heim. Það var eins og ég væri að keyra meðlim í konungsfjölskyldunni,“ sagði Evans. Sir Alex Ferguson sem var knattspyrnustjóri félagsins í 26 ára hélt líka tölu. Kath hefði verið ánægð með það Ferguson var ánægður með að liðið hafi náð í úrslit á móti Liverpool í gær. „Kath hefði verið ánægð með það,“ sagði Alex Ferguson. „Þegar ég heimsótti hana undir það síðasta þá sá ég að hún var ánægð og sátt. Hún sagðist vera að drekka Coke og Bacardi. Ég spurði hana hvort læknirinn væri sáttur við slíkt þá sagðist hún ekki hafa spurt hann,“ sagði Ferguson. „Það er óvanalegt að finna einhvern sem var svo umhugað um hjálpa öllum öðrum. Allir sem eru hingað komnir i dag vilja heiðra mjög sérstaka persónu,“ sagði Ferguson. Hún var frábær manneskja Hann var líka gripinn í viðtal fyrir utan kirkjuna. „55 ár. Ég var þarna í 26 ár og hélt að það væri alveg ótrúlegt. Hún var frábær manneskja og ég svo ánægður með að allir leikmennirnir komu. Hún hefði kunnað að meta það,“ sagði Ferguson í viðtali við BBC eftir athöfnina. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@mailsport)
Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira