Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Kjartan Kjartansson skrifar 7. janúar 2025 12:15 Þúsundir gesta skemmtu sér í allt að sex daga á ólöglegu „megareifi“ í Ciudad Real á Spáni frá áramótunum til þrettándans. Vísir/Getty Allir eldar brenna út um síðir, meira að segja sex daga ólöglega „megareifið“ sem hafði staðið samfleytt frá því á gamlársdag í Ciudad Real á Spáni. Um fimm þúsund manns sóttu reifið sem var haldið án nokkurra leyfa en lögregla vogaði sér ekki að leysa upp. Gleðskapurinn hófst á iðnaðarsvæði nærri flugvellinum í Ciudad Real, um 190 kílómetra suður af höfuðborginni Madrid, síðdegis á gamlársdag. Boðað var til hans á samfélagsmiðlum undir heitinu „Big fucking party“. Þúsundir manna dilluðu sér þar við dúndrandi, og stanslausa, teknótónlist við nokkur svið sem voru sett upp þar sem plötusnúðar þeyttu skífum. Þrátt fyrir að reifið væri skipulagt eins og tónlistarhátíð með matar- og sölutjöldum af ýmsu tagi var það haldið án leyfa og í trássi við borgaryfirvöld. Sjónvarpsstöðin Antena 3 segir að skipuleggjendurnir séu óþekktir. Gestir fengu ekki að vita staðsetninguna fyrr en á síðustu stundu í gegnum samfélagsmiðla eins og Telegram og Whatsapp. Fjöldi lögreglumanna fylgdist með úr fjarlægð en yfirvöld kusu að skakka ekki leikinn þrátt fyrir að ómur af tónlistinni bærist allt að fimmtán kílómetra leið og gleðskapurinn stæði yfir í hátt í viku. Lögreglan segir að tíu hafi verið handteknir í tengslum við hátíðina og 65 kærur verið lagðar fram, meðal annars vegna fíkniefna og vopnaburðar. Engin alvarleg mál hafi þó komið upp. Ung kona virðist stíga dansspor á meðan aðrir hátíðargestir kúldrast á útihátðinni Big Fucking Party í Ciudad Real.Vísir/Getty Um fimm þúsund manns sóttu reifið þegar mest lét en hópurinn hafði þynnst töluvert undanfarna daga. Síðustu gestir byrjuðu þó ekki að tínast heim til sín fyrr en í gær, á síðasta degi jóla, að sögn spænsku fréttaveitunnar EFE. Hátíðin hafði þá staðið yfir í 150 klukkustundir samfellt. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem „megareifið“ var haldið. Ólöglegar tónlistarhátiðir undir sama nafni voru haldnar í Murcia og Granada síðustu tvenn áramót. Spánn Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira
Gleðskapurinn hófst á iðnaðarsvæði nærri flugvellinum í Ciudad Real, um 190 kílómetra suður af höfuðborginni Madrid, síðdegis á gamlársdag. Boðað var til hans á samfélagsmiðlum undir heitinu „Big fucking party“. Þúsundir manna dilluðu sér þar við dúndrandi, og stanslausa, teknótónlist við nokkur svið sem voru sett upp þar sem plötusnúðar þeyttu skífum. Þrátt fyrir að reifið væri skipulagt eins og tónlistarhátíð með matar- og sölutjöldum af ýmsu tagi var það haldið án leyfa og í trássi við borgaryfirvöld. Sjónvarpsstöðin Antena 3 segir að skipuleggjendurnir séu óþekktir. Gestir fengu ekki að vita staðsetninguna fyrr en á síðustu stundu í gegnum samfélagsmiðla eins og Telegram og Whatsapp. Fjöldi lögreglumanna fylgdist með úr fjarlægð en yfirvöld kusu að skakka ekki leikinn þrátt fyrir að ómur af tónlistinni bærist allt að fimmtán kílómetra leið og gleðskapurinn stæði yfir í hátt í viku. Lögreglan segir að tíu hafi verið handteknir í tengslum við hátíðina og 65 kærur verið lagðar fram, meðal annars vegna fíkniefna og vopnaburðar. Engin alvarleg mál hafi þó komið upp. Ung kona virðist stíga dansspor á meðan aðrir hátíðargestir kúldrast á útihátðinni Big Fucking Party í Ciudad Real.Vísir/Getty Um fimm þúsund manns sóttu reifið þegar mest lét en hópurinn hafði þynnst töluvert undanfarna daga. Síðustu gestir byrjuðu þó ekki að tínast heim til sín fyrr en í gær, á síðasta degi jóla, að sögn spænsku fréttaveitunnar EFE. Hátíðin hafði þá staðið yfir í 150 klukkustundir samfellt. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem „megareifið“ var haldið. Ólöglegar tónlistarhátiðir undir sama nafni voru haldnar í Murcia og Granada síðustu tvenn áramót.
Spánn Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira