Keppnin fer öll fram í Sádi-Arabíu og það verður Barcelona bíður Real manna í úrslitaleiknum. Draumaúrslitaleikur flestra.
Barelona vann 2-0 sigur á Athletic Bilbao í hinum undanúrslitaleiknum.
Það tók samt sinn tíma fyrir Real Madrid að komast í gegnum þétta vörn Mallorca liðsins í kvöld.
Jude Bellingham skoraði fyrsta mark leiksins en það kom ekki fyrr en á 63. mínútu.
Markið kom eftir sannkallaða stórskothríð. Fyrst átti Rodrygo skot í stöng og svo var varið frá Kylian Mbappe. Boltinn barst loksins til Bellingham sem kom boltanum í markið.
Annað markið var sjálfsmark í uppbótatíma. Martin Valjent varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark.
Rodrygo innsiglaði síðan sigurinn hjá Real Madrid þegar hann skoraði þriðja markið þegar fimm mínútur voru liðnar af uppbótatímanum.
Úrslitaleikur Real Madrid og Barcelona fer fram í Jeddah í Sádi-Arabíu á sunnudaginn kemur.