Heimili Hanks rétt slapp Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. janúar 2025 10:50 Tom Hanks er heppinn. EPA-EFE/ANDRE PAIN Glæsihýsi bandaríska stórleikarans Tom Hanks rétt svo slapp við að verða gróðureldum að bráð í Pacific Palisades hverfinu í Los Angeles. Tom á húsið með eiginkonu sinni Ritu Wilson en þau hafa búið þar í fimmtán ár, frá árinu 2010. Líkt og fram hefur komið hafa þó nokkrar Hollywood stjörnur misst heimili sín í eldunum, sem eru þeir mestu í manna minnum í Los Angeles. Anthony Hopkins, Billy Crystal og Paris Hilton eru meðal þeirra sem hafa fylgst með glæsihýsum sínum fuðra upp. Í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins Page Six er því haldið fram að það sé kraftaverki líkast að hús þeirra hjóna hafi ekki hlotið sömu örlög. Húsið er metið á 26 milljónir Bandaríkjadala eða því sem nemur rúmum 3,6 milljörðum íslenskra króna. Það situr í hlíð og útsýnið líklega glæsilegt. Þar er að finna fjögur svefnherbergi og fimm baðherbergi. Samkvæmt bandaríska miðlinum eru önnur hús sem liggja ofar í hlíðinni ónýt vegna eldsins. Sonur þeirra hjóna Chet Hanks tjáði sig um eldana á Instagram í gær og sagði að hverfið sem hann hefði alist upp í væri gjörónýtt. Bað hann fólk um að biðja fyrir hverfinu. Að sögn miðilsins þyrftu hjónin að vísu líklega ekki að örvænta þó eldinum tækist að læsa klóm sínum í glæsihýsi þeirra. Þau eiga nefnilega annað 1800 fermetra hús við ströndina í Malibu sem þau keyptu árið 1991. Ekki er ljóst hvort eldurinn hafi eyðilagt það hús. Tom Hanks’ cliffside LA home narrowly avoids wildfire, stunning photos show https://t.co/QEpw5n5taC pic.twitter.com/vw2i6OYqkd— Page Six (@PageSix) January 9, 2025 Hollywood Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Líkt og fram hefur komið hafa þó nokkrar Hollywood stjörnur misst heimili sín í eldunum, sem eru þeir mestu í manna minnum í Los Angeles. Anthony Hopkins, Billy Crystal og Paris Hilton eru meðal þeirra sem hafa fylgst með glæsihýsum sínum fuðra upp. Í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins Page Six er því haldið fram að það sé kraftaverki líkast að hús þeirra hjóna hafi ekki hlotið sömu örlög. Húsið er metið á 26 milljónir Bandaríkjadala eða því sem nemur rúmum 3,6 milljörðum íslenskra króna. Það situr í hlíð og útsýnið líklega glæsilegt. Þar er að finna fjögur svefnherbergi og fimm baðherbergi. Samkvæmt bandaríska miðlinum eru önnur hús sem liggja ofar í hlíðinni ónýt vegna eldsins. Sonur þeirra hjóna Chet Hanks tjáði sig um eldana á Instagram í gær og sagði að hverfið sem hann hefði alist upp í væri gjörónýtt. Bað hann fólk um að biðja fyrir hverfinu. Að sögn miðilsins þyrftu hjónin að vísu líklega ekki að örvænta þó eldinum tækist að læsa klóm sínum í glæsihýsi þeirra. Þau eiga nefnilega annað 1800 fermetra hús við ströndina í Malibu sem þau keyptu árið 1991. Ekki er ljóst hvort eldurinn hafi eyðilagt það hús. Tom Hanks’ cliffside LA home narrowly avoids wildfire, stunning photos show https://t.co/QEpw5n5taC pic.twitter.com/vw2i6OYqkd— Page Six (@PageSix) January 9, 2025
Hollywood Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira