Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Smári Jökull Jónsson skrifar 12. janúar 2025 23:16 Gunnlaugur Árni einbeittur að svip á mótinu sem lauk á föstudag. Vísir/Getty Gunnlaugur Árni Sveinsson, landsliðskylfingur úr GKG, braut blað í íslenskri golfsögu í vikunni þegar hann keppti í Bonallack-bikarnum fyrir hönd Evrópu. Mótið fór fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Á föstudag vann hann indverska undrabarnið Kartik Singh í einvígi á lokadegi mótsins. Evrópa tapaði hins vegar keppninni gegn úrvalsliði Asíu og Eyjaálfu með aðeins eins vinnings mun. „Frábært að fá að spila á þessu móti og vera hér í Dubai. Þetta var frábær upplifun, allt frá því að undirbúa okkur með liðinu og kynnast öllum og í það að berjast fyrir hverjum einasta punkt og stigi í leikjunum. Allir leikirnir voru rosalega jafnir og maður þurfti virkilega að spila vel og sækja hvern einasta fugl og stig. Heilt yfir var þetta rosalega skemmtileg upplifun,“ sagði Gunnlaugur Árni í viðtali sem sýnt var í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Gunnlaugur Árni sagði að hann fengi mikla reynslu í svona móti. Hann var aðeins einn tólf liðsmanna Evrópu í Bonallack-bikarnum en á mótinu mæta tólf fremstu áhugakylfingar Evrópu þeim tólf bestu frá Asíu og Eyjaálfu. Gunnlaugur Árni stóð sig vel á mótinu en þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur er valinn í úrvalslið Evrópu á þessu móti. „Frábær upplifun að vera í þessu umhverfi með bestu kylfingum í heimi. Læra smá hluti af þeim og það verður gaman að byggja ofan á þetta.“ Allt innslagið og viðtalið við Gunnlaug Árna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Golf Tengdar fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Gunnlaugur Árni Sveinsson vann indverska undrabarnið Kartik Singh í einvígi á lokadegi Bonallack-bikarsins í golfi, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Evrópa tapaði hins vegar keppninni, gegn úrvalsliði Asíu og Eyjaálfu, með aðeins eins vinnings mun. 10. janúar 2025 11:55 Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Gunnlaugur Árni Sveinsson, landsliðskylfingur úr GKG, braut blað í íslenskri golfsögu í dag þegar hann keppti í Bonallack-bikarnum fyrir hönd Evrópu. Hann stóð sig frábærlega í fjórbolta og átti heiður að einu stigi fyrir Evrópuliðið. 8. janúar 2025 13:33 Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu „Það er mikill heiður að vera valinn til að spila fyrir land og heimsálfu, og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ segir Gunnlaugur Árni Sveinsson, landsliðskylfingur úr GKG og einn aðeins tólf liðsmanna úrvalsliðs Evrópu í Bonallack-bikarnum í golfi. Það gekk ekki áfallalaust hjá honum að komast á mótið. 8. janúar 2025 16:01 Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Mótið fór fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Á föstudag vann hann indverska undrabarnið Kartik Singh í einvígi á lokadegi mótsins. Evrópa tapaði hins vegar keppninni gegn úrvalsliði Asíu og Eyjaálfu með aðeins eins vinnings mun. „Frábært að fá að spila á þessu móti og vera hér í Dubai. Þetta var frábær upplifun, allt frá því að undirbúa okkur með liðinu og kynnast öllum og í það að berjast fyrir hverjum einasta punkt og stigi í leikjunum. Allir leikirnir voru rosalega jafnir og maður þurfti virkilega að spila vel og sækja hvern einasta fugl og stig. Heilt yfir var þetta rosalega skemmtileg upplifun,“ sagði Gunnlaugur Árni í viðtali sem sýnt var í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Gunnlaugur Árni sagði að hann fengi mikla reynslu í svona móti. Hann var aðeins einn tólf liðsmanna Evrópu í Bonallack-bikarnum en á mótinu mæta tólf fremstu áhugakylfingar Evrópu þeim tólf bestu frá Asíu og Eyjaálfu. Gunnlaugur Árni stóð sig vel á mótinu en þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur er valinn í úrvalslið Evrópu á þessu móti. „Frábær upplifun að vera í þessu umhverfi með bestu kylfingum í heimi. Læra smá hluti af þeim og það verður gaman að byggja ofan á þetta.“ Allt innslagið og viðtalið við Gunnlaug Árna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Golf Tengdar fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Gunnlaugur Árni Sveinsson vann indverska undrabarnið Kartik Singh í einvígi á lokadegi Bonallack-bikarsins í golfi, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Evrópa tapaði hins vegar keppninni, gegn úrvalsliði Asíu og Eyjaálfu, með aðeins eins vinnings mun. 10. janúar 2025 11:55 Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Gunnlaugur Árni Sveinsson, landsliðskylfingur úr GKG, braut blað í íslenskri golfsögu í dag þegar hann keppti í Bonallack-bikarnum fyrir hönd Evrópu. Hann stóð sig frábærlega í fjórbolta og átti heiður að einu stigi fyrir Evrópuliðið. 8. janúar 2025 13:33 Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu „Það er mikill heiður að vera valinn til að spila fyrir land og heimsálfu, og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ segir Gunnlaugur Árni Sveinsson, landsliðskylfingur úr GKG og einn aðeins tólf liðsmanna úrvalsliðs Evrópu í Bonallack-bikarnum í golfi. Það gekk ekki áfallalaust hjá honum að komast á mótið. 8. janúar 2025 16:01 Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Gunnlaugur Árni Sveinsson vann indverska undrabarnið Kartik Singh í einvígi á lokadegi Bonallack-bikarsins í golfi, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Evrópa tapaði hins vegar keppninni, gegn úrvalsliði Asíu og Eyjaálfu, með aðeins eins vinnings mun. 10. janúar 2025 11:55
Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Gunnlaugur Árni Sveinsson, landsliðskylfingur úr GKG, braut blað í íslenskri golfsögu í dag þegar hann keppti í Bonallack-bikarnum fyrir hönd Evrópu. Hann stóð sig frábærlega í fjórbolta og átti heiður að einu stigi fyrir Evrópuliðið. 8. janúar 2025 13:33
Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu „Það er mikill heiður að vera valinn til að spila fyrir land og heimsálfu, og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ segir Gunnlaugur Árni Sveinsson, landsliðskylfingur úr GKG og einn aðeins tólf liðsmanna úrvalsliðs Evrópu í Bonallack-bikarnum í golfi. Það gekk ekki áfallalaust hjá honum að komast á mótið. 8. janúar 2025 16:01
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti