Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2025 07:32 Kai Havertz leyndi ekki vonbrigðum sínum eftir að vítaspyrna hans var varin í gær, í leiknum við Manchester United. Ólétt eiginkona hans, Sophia, fékk viðurstyggileg skilaboð eftir leikinn. Samsett/Getty/Instagram Eiginkona Kai Havertz, sóknarmanns Arsenal, fékk send viðurstyggileg skilaboð þar sem henni var meðal annars óskað fósturláts, eftir tap Arsenal í enska bikarnum í fótbolta í gær. Arsenal tapaði gegn Manchester United í vítaspyrnukeppni, eftir að staðan hafði verið 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. Havertz fiskaði víti í venjulegum leiktíma en Altay Bayindir varði spyrnu Martins Ödegaard. Bayindir varði svo eina spyrnu í vítaspyrnukeppninni, frá Havertz, á meðan að United nýtti allar fimm spyrnur sínar og tryggði sig áfram í 32-liða úrslit. Eftir þetta fékk Sophia Havertz send viðbjóðsleg skilaboð frá nettröllum, sem hún birti svo skjáskot af á Instagram, sem meðal annars tengdust ófæddu barni þeirra hjóna. Skilaboðin sem biðu Sophiu Havertz í innhólfinu á Instagram voru vægast sagt viðbjóðsleg. Hún birti þau sjálf.Instagram@sophiaemelia „Ég vona að þú lendir í fósturláti,“ stóð í einum skilaboðum. „Ég ætla að koma heim til þín og slátra barninu þínu. Ég er ekki að grínast, bíddu bara,“ stóð í öðrum. Havertz-hjónin hafa verið saman síðan árið 2018, giftust á síðasta ári og tilkynntu í nóvember að þau ættu von á barni. Havertz hefur áður, þegar hann var leikmaður Chelsea, tjáð sig um áhrif þess á parið að hann sé áberandi fótboltastjarna. „Fótboltinn er lífið okkar. Ef að maður tapar leik þá er lífið ekkert auðvelt. Ég held að allir heima, sérstaklega kærastan mín, hafi átt erfiðar vikur að undanförnu,“ sagði Havertz á sínum tíma. Sophia biðlar til fólks að gæta betur að því hvernig það hegðar sér, og skrifaði með skilaboðunum sem hún birti á Instagram: „Mér finnst það algjörlega með ólíkindum að einhver geti skrifað svona lagað. Vonandi skammast þú þín innilega.“ „Ég veit ekki einu sinni hvað ég get sagt en vinsamlegat sýnið meiri nærgætni. Við erum betri en þetta…“ Enski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Arsenal tapaði gegn Manchester United í vítaspyrnukeppni, eftir að staðan hafði verið 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. Havertz fiskaði víti í venjulegum leiktíma en Altay Bayindir varði spyrnu Martins Ödegaard. Bayindir varði svo eina spyrnu í vítaspyrnukeppninni, frá Havertz, á meðan að United nýtti allar fimm spyrnur sínar og tryggði sig áfram í 32-liða úrslit. Eftir þetta fékk Sophia Havertz send viðbjóðsleg skilaboð frá nettröllum, sem hún birti svo skjáskot af á Instagram, sem meðal annars tengdust ófæddu barni þeirra hjóna. Skilaboðin sem biðu Sophiu Havertz í innhólfinu á Instagram voru vægast sagt viðbjóðsleg. Hún birti þau sjálf.Instagram@sophiaemelia „Ég vona að þú lendir í fósturláti,“ stóð í einum skilaboðum. „Ég ætla að koma heim til þín og slátra barninu þínu. Ég er ekki að grínast, bíddu bara,“ stóð í öðrum. Havertz-hjónin hafa verið saman síðan árið 2018, giftust á síðasta ári og tilkynntu í nóvember að þau ættu von á barni. Havertz hefur áður, þegar hann var leikmaður Chelsea, tjáð sig um áhrif þess á parið að hann sé áberandi fótboltastjarna. „Fótboltinn er lífið okkar. Ef að maður tapar leik þá er lífið ekkert auðvelt. Ég held að allir heima, sérstaklega kærastan mín, hafi átt erfiðar vikur að undanförnu,“ sagði Havertz á sínum tíma. Sophia biðlar til fólks að gæta betur að því hvernig það hegðar sér, og skrifaði með skilaboðunum sem hún birti á Instagram: „Mér finnst það algjörlega með ólíkindum að einhver geti skrifað svona lagað. Vonandi skammast þú þín innilega.“ „Ég veit ekki einu sinni hvað ég get sagt en vinsamlegat sýnið meiri nærgætni. Við erum betri en þetta…“
Enski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira