Tanja er búsett í Bretlandi með unnusta sínum Ryan Amor og eru þau að gera upp hús saman en hún heldur uppi Instagram reikningnum House of Tanja þar sem hún sýnir frá ferlinu. Parið á von á strák og er Tanja nú þegar farin að versla skemmtileg klæði á soninn.
Hér má sjá nokkrar glæsilegar fatasamsetningar frá Tönju:
Pils og magabolur í mokkamúslit

Tanja Ýr rokkar hér lit ársins, mokkamús, í síðu pilsi og skábol í stíl með berar axlir. Sambærilegan klæðnað má meðal annars finna í verslun Júník í Kringlunni.

Þessi kjóll heitir Kamilla og kostar á afslætti 6.796 krónur.
Ljósbleikur og sumarlegur síðkjóll

Tanja var stórglæsileg á ferðalagi sínu til Króatíu í ljósbleikum síðkjól. Kjóllinn er frá breska fatamerkinu EGO Clothing en er uppseldur eins og er. Sambærilegan kjól má finna á vefsíðunni GUIZIO og kostar hann 272 evrur eða um 39 þúsund krónur.
Gyllt og glæsileg

Tanja geislaði í gylltum síðkjól frá EGO Clothing í kvöldsólinni. Þessi umræddi kjóll er uppseldur en sambærilegan má finna á afslætti á síðunni á 21 evru eða rúmar 3000 krónur.
Svört og smart um jólin

Tanja var einstaklega glæsileg í svörtum og gegnsæjum kjól um jólin með rauðan varalit í stíl. Sambærilegan kjól má meðal annars finna í verslun Andreu í Hafnarfirði úr samstarfslínu hennar og Heiðar Óskar. Sá kjóll er á 17940 krónur.
Samfestingur og loð - kombó vetrarins

Tanja var einstaklega smart í síðustu Íslandsheimsókn í snjónum. Hér rokkar hún þröngan síðan samfesting í mokkamúslit, upphá svört stígvél og hvítt loð í stíl. Sambærilegan samfesting má finna á netsíðunni Pretty little thing og kostar tæpar fimmþúsund krónur.
Danska tískuhúsið Ganni selur sambærileg upphá svört stígvél á netverslun sinni. Þau kosta þar 495 evrur eða um 70 þúsund krónur.
Annar glæsilegur klæðaburður hjá Tönju:






