Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. janúar 2025 10:01 Katrín Halldóra ætlar í langt og gott frí en eitt er víst, það verður ekki til Tenerife. Vísir/Vilhelm Leik- og söngkonan Katrína Halldóra Sigurðardóttir ætlar í langt og gott frí eftir mikla vinnutörn. Hún ætlar þó alls ekki til Tenerife og segir eyjuna hræðilegan stað. Í staðinn ætlar hún í ferðalag um Ítalíu eða Spán. Katrín er viðmælandi með Elísubetar Gunnarsdóttur í hlaðvarpsþættinum, Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Í þættinum segir Katrín meðal annars frá þráhyggjunni fyrir því að verða leikkona, liðsheildinni í leikhúsinu og misheppnaðri ferð til Íslendinganýlendunnar Tenerife. Eins og að labba um Las Vegas Þar spyr Elísabet Katrínu að því hvort Tenerife sé ofmat eða vanmat? „Algjört ofmat. Þetta er hræðilegasti staður á jörðu. Ég fór til Tenerife um páskana 2022 og ég býð þess ekki bætur. Þetta er hræðilegasti staður á jörð. Veistu það, ég ætla aldrei aftur að fara þarna.“ Katrín hyggur þess í stað á ferðalag um Ítalíu eða Spán, mögulega með innblæstri frá Elly sjálfri sem naut þess að vera á spænskri grundu. Af hverju er þetta svona mikil sýki þá? „Mér leið eins og ég væri bara að labba um Las Vegas. Það er allt man made þarna og ég skil ekki hitann um að fara þarna. Svo fórum við til Ítalíu í sumar fjölskyldan. Það var bara æði. Æði! Ég var einhvers staðar þar sem voru actually einhverjar minjar sem voru ekki man made og allir labbandi um með plastmatseðla að elta þig.“ Katrín ber ferðaskrifstofunni sem seldi henni ferðina til Tenerife kaldar kveðjur eftir misheppnaða ferð til eyjunnar vinsælu. Hún segir að kvartanir sínar hafi ekki verið teknar alvarlega en ljóst er að Katrín hefur mikinn húmor fyrir málinu öllu saman og segir hún að kvörtunarbréfið sjálft sem hún sendi ferðaskrifstofunni væri efni í gott leikrit. „Ég meira að segja kvartaði, við vorum þarna yfir páska, nú er ég bara orðin heit hérna. Ég fékk svar: Sæl Katrín, en leiðinlegt að þér hafi fundist þetta. Þetta er vinsælt hótel hjá okkur og aldrei neinar kvartanir. Það voru fimm karaokí klúbbar beint fyrir utan hótelið. Ég er ekki að segja einn, ég er ekki að segja tveir, ég er að segja fimm. Ég fór eitthvert sem á að vera æðislegt, Adeje, hræðilegur staður.“ Langar að prófa sig áfram 250 sýningum, sex árum og tveimur börnum seinna stendur Katrín á tímamótum og veltir fyrir sér hvort það séu vaxtaverkir í ferlinum hennar: „Elly er eitt af fyrstu verkefnunum mínum. Mig langar líka að leikstýra og skrifa. Það er hægt að prófa sig áfram og sjá hvort maður fíli sig eða ekki.“ Hún er þó auðmjúk gagnvart þeirri staðreynd að líklegast muni ekkert koma í nálægð við sýninguna um Elly.„Það er engu því líkt að sjá fólk horfa á sýninguna og viðbrögðin, því margt eldra fólk er að upplifa þessa tíma aftur. Stundum heyrir hún fólk segja upphátt: „Jááá“ við einhverju sem er að gerast í atriðinu, svo mikil er innlifunin.“ „Við ákváðum að opna þennan konfektkassa aftur í stuttan tíma“ segir Katrín og bætir við að greina megi mikla eftirspurn eftir sýningunni og að fólk sæki hana aftur og aftur. „Það er einhver strengur í þjóðinni gagnvart Elly og bróðir hennar Villa, það er í þjóðarsálinni.“ Ekkert heillað eins og leiklist Katrín, sem skírð er í höfuðið á rithöfundinum Halldóru Thoroddsen, er fædd 1989 og bjó fyrst um sinn í Mosfellsbæ áður en hún fluttist austur á Neskaupsstað. Hún lýsir því hvernig leiklistin hafi ávallt verið hennar köllun. Sem barn hafi skrif og leikrit átt hug hennar allan og stundum hafi hún velt þvi fyrir sér hvort hún væri mögulega haldin þráhyggju yfir því að verða leikkona - ekkert annað hafi hreinlega kom til greina:„Ég ætlaði alltaf að verað leikkona, ég man ekki eftir neinu öðru sem ég vildi verða.“ Móðir Katrínar starfaði í miðasölu Þjóðleikhússins og hafi verið dugleg að taka hana með á sýningar þar sem Katrín hreifst af leikurnum á sviðinu. Hún hafi reynt að stefna á eitthvað annað en það ekkert hafi heillað hana eins og leiklist og söngur. Inn í þriðju tilraun og blóðnasir á báðum nösum Líkt og margir aðrir þreytti Katrín inntökupróf í leikaradeild Listaháskólans en hafði ekki erindi sem erfiði í fyrstu tilraun þó hún hafi náð alla leið í síðustu umferð, sem þykir góður árangur. Tveimur árum seinna ætlaði hún sér alla leið en það gekk þó síður en svo vel, og komst Katrín ekki í upp úr fyrstu umferð: „Það er svo hollt að fá nei - ég þurfti að fá þetta nei og annað nei. Ég þurfti að spyrja sjálfa mig; er þetta þráhyggja? Af hverju vil ég þetta?“ Þrátt fyrir höfnunartilfinninguna eftir seinni tilraun ákvað hún að leggja áherslu á sönginn og sótti í kjölfarið söngnám bæði í Danmörku og á Íslandi. Katrín stundaði einnig stúdentaleikhús af krafti milli þess sem hún vann á kaffihúsum og safnaði sér fyrir náminu. Í þriðju tilraun tókst henni áætlunarverk sitt og komst loksins inn í langþráð leiklistarnámið. „Þegar ég fékk að vita að ég hafði komist inn þá fékk ég blóðnasir á báðum nösum. Ég var svo sjokkeruð að það sprungu einhverjar æðir í nefinu. En þetta var bara það sem ég átti að ganga í gegnum til að komast í námið,“ segir hún. Heppin að sýningin er skemmtileg Katrín lýsir leikaranáminu sem strembnu og þurfi nemendur að leggja þar mikið á sig í undirbúningi fyrir starfið. Vinnusemi er að mati Katrínar eitthvað sem leikarar verða að hafa til að ná árangri. Það sé krefjandi að leika sömu sýninguna og sömu atriðin aftur og aftur en samt láta áhorfandanum líða eins og þetta sé fyrsta skipti sem leikararnir séu að sýna sýninguna. Aðspurð að því hvernig henni líði eftir að hafa sýnt sömu sýninguna yfir 250 sinnum segir hún: „Það er eitthvað sem ég þarf að búa til hjá sjálfri mér.“ Katrín bætir við að hún sé heppin að sýningin sé skemmtileg og hópurinn sem komi að henni sé frábær og þéttur: „Það er auðvitað ekki bara ég á sviðinu, það er svo mikið af fólki þarna á baksviðs og ég er svo þakklát fyrir þessa leikhúsmaskínu.“ Katrín segir leikhús vera einskonar hópíþrótt. „Það er hljóðmaður í beinu sambandi við mig allan tímann, ljósmenn sem elta mig og allt er gert með höndunum. Það er teymi baksviðs sem klæðir mig í nýjan kjól á örfáum sekúndum. Þetta er heilt samfélag - þetta er það sem leikhúsið er.“ Söng lög eftir Elly í lokaverkefninu Upphaf ævintýrisins með Elly má rekja til lokaverkefnis Katrínar í Listaháskólanum en það er venja að lokaársnemar setji upp litla leiksýningu og vissi Katrín að hún vildi nýta þar sönginn. Úr varð þrjátíu mínútna sýning þar sem Katrín söng nokkur lög eftir Elly en á meðal sýningargesta þar var Vesturport leikarinn og leikstjórinn góðkunni Gísli Örn. Hann heillaðist að hugmyndinni og leikburðum Katrínar, og svo fór að hann tók sýninguna og Katrínu alla leið á Stóra sviðið í Borgarleikhúsinu. Katrín, sem sjálf er mikil kjólakona, lýsir klæðnaðinum í sýningunni við listaverk. Það sé pælt í hverjum einasta smáatriði og saumað af mikilli nákvæmni og natni; „Ég nýt þess bara að fá að vera í þessu.“ Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaraum hér að neðan. Hlaðvörp Leikhús Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Katrín er viðmælandi með Elísubetar Gunnarsdóttur í hlaðvarpsþættinum, Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Í þættinum segir Katrín meðal annars frá þráhyggjunni fyrir því að verða leikkona, liðsheildinni í leikhúsinu og misheppnaðri ferð til Íslendinganýlendunnar Tenerife. Eins og að labba um Las Vegas Þar spyr Elísabet Katrínu að því hvort Tenerife sé ofmat eða vanmat? „Algjört ofmat. Þetta er hræðilegasti staður á jörðu. Ég fór til Tenerife um páskana 2022 og ég býð þess ekki bætur. Þetta er hræðilegasti staður á jörð. Veistu það, ég ætla aldrei aftur að fara þarna.“ Katrín hyggur þess í stað á ferðalag um Ítalíu eða Spán, mögulega með innblæstri frá Elly sjálfri sem naut þess að vera á spænskri grundu. Af hverju er þetta svona mikil sýki þá? „Mér leið eins og ég væri bara að labba um Las Vegas. Það er allt man made þarna og ég skil ekki hitann um að fara þarna. Svo fórum við til Ítalíu í sumar fjölskyldan. Það var bara æði. Æði! Ég var einhvers staðar þar sem voru actually einhverjar minjar sem voru ekki man made og allir labbandi um með plastmatseðla að elta þig.“ Katrín ber ferðaskrifstofunni sem seldi henni ferðina til Tenerife kaldar kveðjur eftir misheppnaða ferð til eyjunnar vinsælu. Hún segir að kvartanir sínar hafi ekki verið teknar alvarlega en ljóst er að Katrín hefur mikinn húmor fyrir málinu öllu saman og segir hún að kvörtunarbréfið sjálft sem hún sendi ferðaskrifstofunni væri efni í gott leikrit. „Ég meira að segja kvartaði, við vorum þarna yfir páska, nú er ég bara orðin heit hérna. Ég fékk svar: Sæl Katrín, en leiðinlegt að þér hafi fundist þetta. Þetta er vinsælt hótel hjá okkur og aldrei neinar kvartanir. Það voru fimm karaokí klúbbar beint fyrir utan hótelið. Ég er ekki að segja einn, ég er ekki að segja tveir, ég er að segja fimm. Ég fór eitthvert sem á að vera æðislegt, Adeje, hræðilegur staður.“ Langar að prófa sig áfram 250 sýningum, sex árum og tveimur börnum seinna stendur Katrín á tímamótum og veltir fyrir sér hvort það séu vaxtaverkir í ferlinum hennar: „Elly er eitt af fyrstu verkefnunum mínum. Mig langar líka að leikstýra og skrifa. Það er hægt að prófa sig áfram og sjá hvort maður fíli sig eða ekki.“ Hún er þó auðmjúk gagnvart þeirri staðreynd að líklegast muni ekkert koma í nálægð við sýninguna um Elly.„Það er engu því líkt að sjá fólk horfa á sýninguna og viðbrögðin, því margt eldra fólk er að upplifa þessa tíma aftur. Stundum heyrir hún fólk segja upphátt: „Jááá“ við einhverju sem er að gerast í atriðinu, svo mikil er innlifunin.“ „Við ákváðum að opna þennan konfektkassa aftur í stuttan tíma“ segir Katrín og bætir við að greina megi mikla eftirspurn eftir sýningunni og að fólk sæki hana aftur og aftur. „Það er einhver strengur í þjóðinni gagnvart Elly og bróðir hennar Villa, það er í þjóðarsálinni.“ Ekkert heillað eins og leiklist Katrín, sem skírð er í höfuðið á rithöfundinum Halldóru Thoroddsen, er fædd 1989 og bjó fyrst um sinn í Mosfellsbæ áður en hún fluttist austur á Neskaupsstað. Hún lýsir því hvernig leiklistin hafi ávallt verið hennar köllun. Sem barn hafi skrif og leikrit átt hug hennar allan og stundum hafi hún velt þvi fyrir sér hvort hún væri mögulega haldin þráhyggju yfir því að verða leikkona - ekkert annað hafi hreinlega kom til greina:„Ég ætlaði alltaf að verað leikkona, ég man ekki eftir neinu öðru sem ég vildi verða.“ Móðir Katrínar starfaði í miðasölu Þjóðleikhússins og hafi verið dugleg að taka hana með á sýningar þar sem Katrín hreifst af leikurnum á sviðinu. Hún hafi reynt að stefna á eitthvað annað en það ekkert hafi heillað hana eins og leiklist og söngur. Inn í þriðju tilraun og blóðnasir á báðum nösum Líkt og margir aðrir þreytti Katrín inntökupróf í leikaradeild Listaháskólans en hafði ekki erindi sem erfiði í fyrstu tilraun þó hún hafi náð alla leið í síðustu umferð, sem þykir góður árangur. Tveimur árum seinna ætlaði hún sér alla leið en það gekk þó síður en svo vel, og komst Katrín ekki í upp úr fyrstu umferð: „Það er svo hollt að fá nei - ég þurfti að fá þetta nei og annað nei. Ég þurfti að spyrja sjálfa mig; er þetta þráhyggja? Af hverju vil ég þetta?“ Þrátt fyrir höfnunartilfinninguna eftir seinni tilraun ákvað hún að leggja áherslu á sönginn og sótti í kjölfarið söngnám bæði í Danmörku og á Íslandi. Katrín stundaði einnig stúdentaleikhús af krafti milli þess sem hún vann á kaffihúsum og safnaði sér fyrir náminu. Í þriðju tilraun tókst henni áætlunarverk sitt og komst loksins inn í langþráð leiklistarnámið. „Þegar ég fékk að vita að ég hafði komist inn þá fékk ég blóðnasir á báðum nösum. Ég var svo sjokkeruð að það sprungu einhverjar æðir í nefinu. En þetta var bara það sem ég átti að ganga í gegnum til að komast í námið,“ segir hún. Heppin að sýningin er skemmtileg Katrín lýsir leikaranáminu sem strembnu og þurfi nemendur að leggja þar mikið á sig í undirbúningi fyrir starfið. Vinnusemi er að mati Katrínar eitthvað sem leikarar verða að hafa til að ná árangri. Það sé krefjandi að leika sömu sýninguna og sömu atriðin aftur og aftur en samt láta áhorfandanum líða eins og þetta sé fyrsta skipti sem leikararnir séu að sýna sýninguna. Aðspurð að því hvernig henni líði eftir að hafa sýnt sömu sýninguna yfir 250 sinnum segir hún: „Það er eitthvað sem ég þarf að búa til hjá sjálfri mér.“ Katrín bætir við að hún sé heppin að sýningin sé skemmtileg og hópurinn sem komi að henni sé frábær og þéttur: „Það er auðvitað ekki bara ég á sviðinu, það er svo mikið af fólki þarna á baksviðs og ég er svo þakklát fyrir þessa leikhúsmaskínu.“ Katrín segir leikhús vera einskonar hópíþrótt. „Það er hljóðmaður í beinu sambandi við mig allan tímann, ljósmenn sem elta mig og allt er gert með höndunum. Það er teymi baksviðs sem klæðir mig í nýjan kjól á örfáum sekúndum. Þetta er heilt samfélag - þetta er það sem leikhúsið er.“ Söng lög eftir Elly í lokaverkefninu Upphaf ævintýrisins með Elly má rekja til lokaverkefnis Katrínar í Listaháskólanum en það er venja að lokaársnemar setji upp litla leiksýningu og vissi Katrín að hún vildi nýta þar sönginn. Úr varð þrjátíu mínútna sýning þar sem Katrín söng nokkur lög eftir Elly en á meðal sýningargesta þar var Vesturport leikarinn og leikstjórinn góðkunni Gísli Örn. Hann heillaðist að hugmyndinni og leikburðum Katrínar, og svo fór að hann tók sýninguna og Katrínu alla leið á Stóra sviðið í Borgarleikhúsinu. Katrín, sem sjálf er mikil kjólakona, lýsir klæðnaðinum í sýningunni við listaverk. Það sé pælt í hverjum einasta smáatriði og saumað af mikilli nákvæmni og natni; „Ég nýt þess bara að fá að vera í þessu.“ Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaraum hér að neðan.
Hlaðvörp Leikhús Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira