Lífið

„Í rauninni fyrsti ís­lenski samfélagsmiðillinn“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þorsteinn er umsjónarmaður þáttarins.
Þorsteinn er umsjónarmaður þáttarins.

„Þetta er náttúrulega tuttugu ára saga blaðsins en svo er líka heil kynslóð sem man ekkert eftir þessu blaði,“ segir Þorsteinn J sem er umsjónarmaður þáttanna Séð & heyrt sem hófu göngu sína á Stöð 2 á sunnudagskvöldið.

Sindri Sindrason ræddi við hann í Íslandi í dag í byrjun vikunnar.

Þættirnir fjalla tímarit sem bauð upp á íslenskt slúður í tuttugu ár, frá 1996 til 2016.

Saga slúðurtímaritsins er sögð með viðtölum við blaðamenn og viðmælendur blaðsins. Þar kemur meðal annars fram að umbrotsviðmið blaðsins voru að hafa myndskreytingar ríkulegar, æsilegar forsíðu og krassandi fyrirsagnir. Alls verða þættirnir sex talsins.

„Gullöldin var 1996-2006. Þetta var algjör samfélagsspegill og fólk vildi vita hvernig voru að byrja saman, hverjir voru að hætta saman og var í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn.“

En af hverju lifði blaðið ekki af eins og við sjáum í löndunum í kringum okkar?

„Þetta er svo grátlega lítið samfélag. Við erum í rauninni eins og nemendafélag. Í Séð & heyrt höfðu ekki bara þessir fjörutíu rödd, það voru allir Íslendingar í blaðinu. Því þarna var líka venjulegt fólk að gera óvenjulega hluti.“

Hér að neðan má sjá viðtalið við Þorstein.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.