Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2025 15:01 Kelly Cates, Mark Chapman og Gabby Logan fá það verðuga verkefni að taka við stjórn Match of the Day. vísir/getty Breska ríkisútvarpið hefur greint frá því hverjir taka við stjórn Match of the Day af Gary Lineker. Í staðinn fyrir einn þáttastjórnanda deila þrjú með sér hlutverkinu. Lineker hættir sem þáttastjórnandi Match of the Day eftir tímabilið en hann hefur stýrt þessum goðsagnakennda þætti síðan 1999. Match of the Day hefur verið í loftinu síðan 1964 og er elsti þáttur sinnar tegundar í heiminum. Við hlutverki Linekers taka Kelly Cates, Mark Chapman og Gabby Logan en þau munu skiptast á að stýra Match of the Day á laugardögum. Þau munu einnig skiptast á að stýra Match of the Day 2 á sunnudögum og umfjöllun þáttarins um Meistaradeild Evrópu á miðvikudögum. Cates, Chapman og Logan eru þrautreynt sjónvarpsfólk. Logan, sem er fyrrverandi afrekskona í fimleikum, hefur starfað fyrir BBC síðan 2007 og stundum leyst Lineker af í Match of the Day, líkt og Chapman. Hann hefur stýrt Match of the Day 2 síðan 2013. Cates, sem er dóttir Sir Kennys Dalglish, hefur starfað fyrir BBC, Sky Sports og ESPN. Hún mun halda áfram að starfa fyrir Sky, meðfram störfum sínum hjá BBC. Cates segir að stórt tækifæri sé að ræða fyrir hana. „Þetta er þáttur sem er svo virtur og elskaður að þú vilt ekki vera sá sem klúðrar því. Ég er mjög spennt og get ekki beðið eftir því að byrja. Ég held áfram að hugsa um augnablikið þar sem ég sit í stólnum og tónlistin byrjar og get ekki beðið eftir því,“ sagði Cates. Enski boltinn Fjölmiðlar Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Fótbolti Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Fótbolti Fleiri fréttir Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjá meira
Lineker hættir sem þáttastjórnandi Match of the Day eftir tímabilið en hann hefur stýrt þessum goðsagnakennda þætti síðan 1999. Match of the Day hefur verið í loftinu síðan 1964 og er elsti þáttur sinnar tegundar í heiminum. Við hlutverki Linekers taka Kelly Cates, Mark Chapman og Gabby Logan en þau munu skiptast á að stýra Match of the Day á laugardögum. Þau munu einnig skiptast á að stýra Match of the Day 2 á sunnudögum og umfjöllun þáttarins um Meistaradeild Evrópu á miðvikudögum. Cates, Chapman og Logan eru þrautreynt sjónvarpsfólk. Logan, sem er fyrrverandi afrekskona í fimleikum, hefur starfað fyrir BBC síðan 2007 og stundum leyst Lineker af í Match of the Day, líkt og Chapman. Hann hefur stýrt Match of the Day 2 síðan 2013. Cates, sem er dóttir Sir Kennys Dalglish, hefur starfað fyrir BBC, Sky Sports og ESPN. Hún mun halda áfram að starfa fyrir Sky, meðfram störfum sínum hjá BBC. Cates segir að stórt tækifæri sé að ræða fyrir hana. „Þetta er þáttur sem er svo virtur og elskaður að þú vilt ekki vera sá sem klúðrar því. Ég er mjög spennt og get ekki beðið eftir því að byrja. Ég held áfram að hugsa um augnablikið þar sem ég sit í stólnum og tónlistin byrjar og get ekki beðið eftir því,“ sagði Cates.
Enski boltinn Fjölmiðlar Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Fótbolti Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Fótbolti Fleiri fréttir Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjá meira