Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2025 11:13 Scott O'Neill, nýr framkvæmdastjóri LIV Golf, var meðal annars forstjóri NBA-liðsins Philadelphia 76ers. AP/Matt Rourke Sádiarabískir eigendur LIV-mótaraðarinnar í golfi hafa ráðið nýjan framkvæmdastjóra í stað Gregs Norman sem hefur stýrt henni frá byrjun. Ný framkvæmdastjórinn hefur meðal annars komið nálægt rekstri bandarískra körfubolta- og íshokkíliða. LIV tilkynnti í gær að Scott O'Neill hefði verið ráðinn sem framkvæmdastjóri mótaraðarinnar. Hann var áður forstjóri Merlin Entertainments sem rekur fjölda skemmtigarða eins og Lególand og Harris Blitzer Sports & Entertainment sem á meðal annars NBA-liðið Philadelphia 76ers og NHL-liðið New Jersey Devils. O'Neill tekur við starfinu af Norman, ástralska tvöfalda risamótssigurvegaranum, sem var einn helsti hvatamaður þess að ný golfmótaröð yrði stofnuð til höfuðs bandarísku PGA-mótaröðinni. Forsvarsmenn LIV hafa ekki sagt hvaða hlutverk Norman muni hafa héðan í frá, aðeins að hann verði áfram viðriðinn mótaröðina. Sádiarabíski þjóðarsjóðurinn PIF stofnaði LIV-mótaröðina árið 2021 eftir að hann hafði ekki erindi sem erfiði að kaupa sig inn í PGA-mótaröðina. Hleyptu Sádar upp golfheiminum með því að lokka suma af bestu kylfingum heims burt af PGA- og DP-mótaröðunum með því að bjóða þeim gull og græna skóga fyrir það eitt að keppa í nýju mótaröðinni. Svo virtist sem að vopnin hefðu verið slíðruð sumarið 2023 þegar tilkynnt var um sameiginlega viljayfirlýsingu PGA-mótaraðarinnar og PIF um samstarf. Ekkert hefur þó ekkert orðið úr þeim vilja og LIV stal John Rahm, þá einum allra besta kylfingi heims, aðeins nokkrum mánuðum síðar. Þrífóturinn. Hinn umdeildi Greg Norman mundar sjónvarpsmyndavél þegar hann var enn atvinnukylfingur árið 2002.Vísir/Getty Samningaviðræður eru engu að síður enn sagðar standa yfir á bak við tjöldin á milli forkólfa PGA-mótaraðarinnar og sádiarabíska fjárfestingasjóðsins sem á LIV um einhvers konar samstarf eða samruna. Norman er af mörgum talinn hafa verið ljón í vegi samkomulags þar sem framferði hans undanfarin ár hefur ekki aflað honum mikilla vinsælda hjá PGA-kylfingum í því sem hefur á tíðum verið hatrömm samkeppni á milli mótaraðanna. Norman mætti meðal annars óboðinn á Masters-mótið í fyrra og fylgdi þar ráshópi Rorys McIlroy, helstu stjörnu PGA-mótaraðarinnar og málsvara í stríðinu við LIV. Fjöldi sjónarvotta sagði frá því að Norman hefði virst vísvitandi reyna að fá McIlroy til þess að taka eftir sér og almennt hegðað sér á undarlegan hátt. Golf Sádi-Arabía LIV-mótaröðin Tengdar fréttir Íþróttaþvottavél Sáda á fullum snúningi Sprengju var varpað inn í golfheiminn í vikunni þegar tilkynnt var um samstarf tveggja stærstu golfmótaraða heims við þjóðarsjóð Sádi-Arabíu sem höfðu eldað grátt silfur saman í á annað ár. Samstarfið er nýjasta útspilið í viðleitni Sáda til þess að kaupa sér áhrif og fegra ímynd sína í gegnum íþróttir. 10. júní 2023 08:01 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
LIV tilkynnti í gær að Scott O'Neill hefði verið ráðinn sem framkvæmdastjóri mótaraðarinnar. Hann var áður forstjóri Merlin Entertainments sem rekur fjölda skemmtigarða eins og Lególand og Harris Blitzer Sports & Entertainment sem á meðal annars NBA-liðið Philadelphia 76ers og NHL-liðið New Jersey Devils. O'Neill tekur við starfinu af Norman, ástralska tvöfalda risamótssigurvegaranum, sem var einn helsti hvatamaður þess að ný golfmótaröð yrði stofnuð til höfuðs bandarísku PGA-mótaröðinni. Forsvarsmenn LIV hafa ekki sagt hvaða hlutverk Norman muni hafa héðan í frá, aðeins að hann verði áfram viðriðinn mótaröðina. Sádiarabíski þjóðarsjóðurinn PIF stofnaði LIV-mótaröðina árið 2021 eftir að hann hafði ekki erindi sem erfiði að kaupa sig inn í PGA-mótaröðina. Hleyptu Sádar upp golfheiminum með því að lokka suma af bestu kylfingum heims burt af PGA- og DP-mótaröðunum með því að bjóða þeim gull og græna skóga fyrir það eitt að keppa í nýju mótaröðinni. Svo virtist sem að vopnin hefðu verið slíðruð sumarið 2023 þegar tilkynnt var um sameiginlega viljayfirlýsingu PGA-mótaraðarinnar og PIF um samstarf. Ekkert hefur þó ekkert orðið úr þeim vilja og LIV stal John Rahm, þá einum allra besta kylfingi heims, aðeins nokkrum mánuðum síðar. Þrífóturinn. Hinn umdeildi Greg Norman mundar sjónvarpsmyndavél þegar hann var enn atvinnukylfingur árið 2002.Vísir/Getty Samningaviðræður eru engu að síður enn sagðar standa yfir á bak við tjöldin á milli forkólfa PGA-mótaraðarinnar og sádiarabíska fjárfestingasjóðsins sem á LIV um einhvers konar samstarf eða samruna. Norman er af mörgum talinn hafa verið ljón í vegi samkomulags þar sem framferði hans undanfarin ár hefur ekki aflað honum mikilla vinsælda hjá PGA-kylfingum í því sem hefur á tíðum verið hatrömm samkeppni á milli mótaraðanna. Norman mætti meðal annars óboðinn á Masters-mótið í fyrra og fylgdi þar ráshópi Rorys McIlroy, helstu stjörnu PGA-mótaraðarinnar og málsvara í stríðinu við LIV. Fjöldi sjónarvotta sagði frá því að Norman hefði virst vísvitandi reyna að fá McIlroy til þess að taka eftir sér og almennt hegðað sér á undarlegan hátt.
Golf Sádi-Arabía LIV-mótaröðin Tengdar fréttir Íþróttaþvottavél Sáda á fullum snúningi Sprengju var varpað inn í golfheiminn í vikunni þegar tilkynnt var um samstarf tveggja stærstu golfmótaraða heims við þjóðarsjóð Sádi-Arabíu sem höfðu eldað grátt silfur saman í á annað ár. Samstarfið er nýjasta útspilið í viðleitni Sáda til þess að kaupa sér áhrif og fegra ímynd sína í gegnum íþróttir. 10. júní 2023 08:01 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Íþróttaþvottavél Sáda á fullum snúningi Sprengju var varpað inn í golfheiminn í vikunni þegar tilkynnt var um samstarf tveggja stærstu golfmótaraða heims við þjóðarsjóð Sádi-Arabíu sem höfðu eldað grátt silfur saman í á annað ár. Samstarfið er nýjasta útspilið í viðleitni Sáda til þess að kaupa sér áhrif og fegra ímynd sína í gegnum íþróttir. 10. júní 2023 08:01