Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2025 13:31 Ólafur Stefánsson vandaði sínum gamla þjálfara, Guðmundi Guðmundssyni, ekki kveðjurnar í Handkastinu. vísir/getty/vilhelm Ólafur Stefánsson, einn besti handboltamaður sögunnar, er vægast sagt ósáttur með hvernig Guðmundur Guðmundsson hefur nýtt krafta sonar hans, Einars Þorsteins, hjá danska liðinu Fredericia. Ólafur segir að haustið hafi verið afar erfitt fyrir Einar og hann hafi ekki fengið að efla hæfileika sína og sjálfstraust síðan hann kom til Fredericia. Eftir góð ár hjá Val gekk Einar í raðir Fredericia 2022. Liðið hefur tekið stór skref fram á við undir stjórn Guðmundar og var meðal annars hársbreidd frá því að verða danskur meistari í fyrra. Ólafur er ósáttur við hversu fá tækifæri Einar hefur fengið hjá Guðmundi og var býsna afdráttarlaus þegar hann lýsti stöðu mála hjá syni sínum í Handkastinu. „Varðandi þessa ákvörðun að fara til Gumma, úff, ég veit ekki, með sóknarleikinn og svona. Mér fannst það líta ágætlega út en svo gerist eitthvað. Þetta haust hefur verið mikil áskorun fyrir hann, bara að lifa það af, andlega og líkamlega. Það er búið að draga rosalega úr honum. Ég ætla ekki að segja meira um það. En það hefur verið ofsalega erfitt,“ sagði Ólafur. Einar Þorsteinn Ólafsson er í íslenska landsliðinu sem keppir á HM 2025.vísir/vilhelm „Hans element, það er eitthvað þarna, sem ég veit að ef hann nær þessum líkamlega styrk, sem hann á kannski einhver ár eftir í, að komast í stand eins og Elvar [Örn Jónsson], ef hann nær því og nær að sjá til með sóknina. Hann þarf að komast í lið þar sem hann fær að spila það. Byrjum á því að treysta honum fyrir varnarhlutverki, þar sem hann er svolítið einstakur gæji, verið X-faktor, brotið upp og allt það. Hann er líka fáranlega fljótur á fyrstu skrefunum. Þegar hann var í Val, með sjálfstraust, í sinni gleði, með „cockiness,“ þá var hann með ótrúlega góða yfirsýn. Ef hann getur farið að lyfta sér upp og svona, þá munu himnarnir opnast. Ég held að hann viti þetta.“ Þarf að hitta á gott félag með góðan þjálfara Ólafur telur að Einar hafi ekki bætt sig sem leikmaður undir stjórn Guðmundar. „Það sem hefur gerst í Fredericia er að Gummi bara sér þetta ekki. Gummi er með allt annað hraðaupphlaupsconcept, eða bara ekkert þannig. Þannig að Einar hefur bara fjarað út þar, kemur eitthvað inn í vörn en svo hefur ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp í því að þroska þetta sem við sáum í Val. Þannig að hann er í erfiðum fasa akkúrat núna og áskorunin hjá honum er að hitta á gott félag með góðan þjálfara og ná sinni gleði aftur,“ sagði Ólafur. Guðmundur hefur gert stórgóða hluti með Fredericia og komið liðinu í Meistaradeild Evrópu.epa/Claus Fisker „Hann er svolítið eins og ég. Það var ekkert hægt að nota mig ef ég var ekki glaður og svolítið klikkaður. Hann er þannig og þannig nýtirðu hann held ég sem leikmann. Ekki sem klifjahest sem þú getur barið og svipað.“ Ólafur staðfesti svo að Einar yrði að öllum líkindum ekki áfram hjá Fredericia sem er í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Einar er í átján manna hópi Íslands sem keppir á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir. Hann var ekki á leikskýrslu þegar Íslendingar unnu Grænhöfðeyinga, 34-21, á fimmtudaginn. Ísland mætir Kúbu í öðrum leik sínum í G-riðli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Hlusta má á Handkastið hér fyrir neðan. Umræðan um stöðu Einars hjá Fredericia hefst á 1:12:50. Danski handboltinn Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira
Eftir góð ár hjá Val gekk Einar í raðir Fredericia 2022. Liðið hefur tekið stór skref fram á við undir stjórn Guðmundar og var meðal annars hársbreidd frá því að verða danskur meistari í fyrra. Ólafur er ósáttur við hversu fá tækifæri Einar hefur fengið hjá Guðmundi og var býsna afdráttarlaus þegar hann lýsti stöðu mála hjá syni sínum í Handkastinu. „Varðandi þessa ákvörðun að fara til Gumma, úff, ég veit ekki, með sóknarleikinn og svona. Mér fannst það líta ágætlega út en svo gerist eitthvað. Þetta haust hefur verið mikil áskorun fyrir hann, bara að lifa það af, andlega og líkamlega. Það er búið að draga rosalega úr honum. Ég ætla ekki að segja meira um það. En það hefur verið ofsalega erfitt,“ sagði Ólafur. Einar Þorsteinn Ólafsson er í íslenska landsliðinu sem keppir á HM 2025.vísir/vilhelm „Hans element, það er eitthvað þarna, sem ég veit að ef hann nær þessum líkamlega styrk, sem hann á kannski einhver ár eftir í, að komast í stand eins og Elvar [Örn Jónsson], ef hann nær því og nær að sjá til með sóknina. Hann þarf að komast í lið þar sem hann fær að spila það. Byrjum á því að treysta honum fyrir varnarhlutverki, þar sem hann er svolítið einstakur gæji, verið X-faktor, brotið upp og allt það. Hann er líka fáranlega fljótur á fyrstu skrefunum. Þegar hann var í Val, með sjálfstraust, í sinni gleði, með „cockiness,“ þá var hann með ótrúlega góða yfirsýn. Ef hann getur farið að lyfta sér upp og svona, þá munu himnarnir opnast. Ég held að hann viti þetta.“ Þarf að hitta á gott félag með góðan þjálfara Ólafur telur að Einar hafi ekki bætt sig sem leikmaður undir stjórn Guðmundar. „Það sem hefur gerst í Fredericia er að Gummi bara sér þetta ekki. Gummi er með allt annað hraðaupphlaupsconcept, eða bara ekkert þannig. Þannig að Einar hefur bara fjarað út þar, kemur eitthvað inn í vörn en svo hefur ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp í því að þroska þetta sem við sáum í Val. Þannig að hann er í erfiðum fasa akkúrat núna og áskorunin hjá honum er að hitta á gott félag með góðan þjálfara og ná sinni gleði aftur,“ sagði Ólafur. Guðmundur hefur gert stórgóða hluti með Fredericia og komið liðinu í Meistaradeild Evrópu.epa/Claus Fisker „Hann er svolítið eins og ég. Það var ekkert hægt að nota mig ef ég var ekki glaður og svolítið klikkaður. Hann er þannig og þannig nýtirðu hann held ég sem leikmann. Ekki sem klifjahest sem þú getur barið og svipað.“ Ólafur staðfesti svo að Einar yrði að öllum líkindum ekki áfram hjá Fredericia sem er í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Einar er í átján manna hópi Íslands sem keppir á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir. Hann var ekki á leikskýrslu þegar Íslendingar unnu Grænhöfðeyinga, 34-21, á fimmtudaginn. Ísland mætir Kúbu í öðrum leik sínum í G-riðli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Hlusta má á Handkastið hér fyrir neðan. Umræðan um stöðu Einars hjá Fredericia hefst á 1:12:50.
Danski handboltinn Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira