Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá því að Betis sé nálægt því að fá Antony á láni frá United út tímabilið.
🚨⚪️🟢 Real Betis are closing in on Antony deal with Man United!
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 19, 2025
Final details of the agreement being discussed, loan move until June with NO option clause currently included.
Antony has opened doors to the move, Man United will also cover part of the salary. pic.twitter.com/UHJOlo3KMp
Antony er ekki beint í miklum metum hjá stuðningsmönnum United en hann hefur lítið gert síðan hann kom til liðsins frá Ajax 2022. United greiddi Ajax 82 milljónir punda fyrir Antony sem skrifaði undir fimm ára samning við félagið.
Hinn 24 ára Antony hefur leikið 95 leiki fyrir United og skorað tólf mörk. Á þessu tímabili hefur hann skorað eitt mark í þrettán leikjum.
Betis er í 11. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Liðið tapaði, 1-3, fyrir Alaves í gær.