ÍBV var sterkari framan af og var fimm mörkum yfir í hálfleik, 7-12. Selfoss byrjaði seinni hálfleikinn af krafti, skoraði sex af fyrstu sjö mörkum hans og jafnaði í 13-13.
Leikurinn var svo gríðarlega spennandi allt til loka. Sunna Jónsdóttir jafnaði fyrir ÍBV, 22-22, þegar þrjár mínútur voru eftir.
Selfyssingar unnu þessar þrjár mínútur hins vegar, 2-0, og tryggðu sér stigin tvö. Lokatölur 24-22, heimakonum í vil.
Perla Ruth Albertsdóttir skoraði átta mörk fyrir Selfoss og Sara Dröfn Ríkharðsdóttir fjögur. Ágústa Tanja Jóhannsdóttir varði fimmtán skot í marki Selfyssinga sem eru í 4. sæti deildarinnar með ellefu stig.
Sunna var markahæst Eyjakvenna með sex mörk og Britney Cots skoraði fimm.