Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2025 10:01 Miklar framkvæmdir standa nú yfir við þjóðarleikvanginn í Laugardal. Eftir þær verður völlurinn upphitaður og þolir mun betur leiki yfir vetrartímann. Vísir/Arnar Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað að breyta fyrirkomulagi á framlagi UEFA til KSÍ vegna þróunar- og fjárfestingaverkefna til að fjármagna framkvæmdir við Laugardalsvöll. Á fundi stjórnar KSÍ 15. janúar síðastliðinn tók stjórn KSÍ ákvörðun um annað fyrirkomulag á hluta framlags UEFA til KSÍ vegna þróunar- og fjárfestingaverkefna fyrir árin 2024-2028. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu sambandsins. Heildarfjárframlag UEFA til KSÍ í þessum málaflokki er alls fimm milljónir evra, 732 milljónir króna, og dreifist yfir tímabilið 1. júlí 2024 til 30. júní 2028. Á undanförnum árum hefur um það bil fimmtungshlutur af umræddu fjárframlagi verið veitt í mannvirkjasjóð KSÍ og úthlutað til styrkhæfra verkefna aðildarfélaga í samræmi við reglugerð sjóðsins. Mannvirkjasjóður KSÍ hefur verið starfræktur frá því í janúar 2008. Í júní sl. var auglýst sérstaklega eftir umsóknum frá aðildarfélögum um styrki úr mannvirkjasjóði og var vakin sérstök athygli á að um væri að ræða umsóknir og úthlutanir fyrir árið 2024 eingöngu. Í Hattrick reglugerð UEFA er það gert að skilyrði að KSÍ nýti framangreint fjárframlag til verkefna sem þjóna sameiginlegum hagsmunum fyrir knattspyrnuhreyfinguna í heild og hafi m.a. skýran þróunar- og knattspyrnulegan tilgang. Meðal verkefna sem geti fallið þar undir í flokki knattspyrnumannvirkja (Football infrastructure) er vegna leikvangs á yfirráðasvæði aðildarsambands UEFA og er ætlað að uppfylla lágmarkskröfur reglugerða UEFA til að halda leiki í öllum UEFA keppnum (landslið og félagslið). Hefur stjórn KSÍ ákveðið að hluti framlags UEFA, sem áður hefur verið tileinkað mannvirkjasjóði KSÍ, sem nú kemur til vegna áranna 2024-2028, verði nýtt í uppbyggingu á núverandi þjóðarleikvangi á Laugardalsvelli. Ákvörðun stjórnar KSÍ er tekin m.a. með eftirfarandi atriði í huga: Svo tryggt verði að á Íslandi sé knattspyrnuleikvangur sem uppfylli a.m.k. lágmarkskröfur í reglugerðum UEFA til halda leiki í Evrópukeppnum félagsliða. Svo tryggt verði að á Íslandi sé knattspyrnuleikvangur sem uppfylli a.m.k. lágmarkskröfur í reglugerðum UEFA og FIFA til að leika landsleiki í alþjóðlegum keppnum. KSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Breska götublaðið The Sun hefur veitt því athygli líkt og fleiri hve snemma dags Víkingar neyðast til að spila sína leiki í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. 13. desember 2024 12:45 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir, nýr knattspyrnuleikvangur og nýr frjálsíþróttaleikvangur eru á meðal þess sem íslensk landslið bíða eftir. Vísir spurði stjórnmálaflokkana sem bjóða fram á landsvísu í komandi Alþingiskosningum út í stefnu þeirra í þessum málum. 24. nóvember 2024 09:30 Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Góður gangur er á framkvæmdum við þjóðarleikvang okkar Íslendinga í fótbolta, Laugardalsvöll. Við litum við og tókum stöðuna á framkvæmdunum í dag og þar tók Ívar Fannar Arnarsson, tökumaður, meðfylgjand myndir. 1. nóvember 2024 16:22 Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Óljóst er hvar kvennalandslið Íslands í fótbolta spilar heimaleiki liðsins í Þjóðadeildinni í apríl næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn vonast eftir því að lending finnist á því máli fljótlega. 15. nóvember 2024 16:49 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Á fundi stjórnar KSÍ 15. janúar síðastliðinn tók stjórn KSÍ ákvörðun um annað fyrirkomulag á hluta framlags UEFA til KSÍ vegna þróunar- og fjárfestingaverkefna fyrir árin 2024-2028. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu sambandsins. Heildarfjárframlag UEFA til KSÍ í þessum málaflokki er alls fimm milljónir evra, 732 milljónir króna, og dreifist yfir tímabilið 1. júlí 2024 til 30. júní 2028. Á undanförnum árum hefur um það bil fimmtungshlutur af umræddu fjárframlagi verið veitt í mannvirkjasjóð KSÍ og úthlutað til styrkhæfra verkefna aðildarfélaga í samræmi við reglugerð sjóðsins. Mannvirkjasjóður KSÍ hefur verið starfræktur frá því í janúar 2008. Í júní sl. var auglýst sérstaklega eftir umsóknum frá aðildarfélögum um styrki úr mannvirkjasjóði og var vakin sérstök athygli á að um væri að ræða umsóknir og úthlutanir fyrir árið 2024 eingöngu. Í Hattrick reglugerð UEFA er það gert að skilyrði að KSÍ nýti framangreint fjárframlag til verkefna sem þjóna sameiginlegum hagsmunum fyrir knattspyrnuhreyfinguna í heild og hafi m.a. skýran þróunar- og knattspyrnulegan tilgang. Meðal verkefna sem geti fallið þar undir í flokki knattspyrnumannvirkja (Football infrastructure) er vegna leikvangs á yfirráðasvæði aðildarsambands UEFA og er ætlað að uppfylla lágmarkskröfur reglugerða UEFA til að halda leiki í öllum UEFA keppnum (landslið og félagslið). Hefur stjórn KSÍ ákveðið að hluti framlags UEFA, sem áður hefur verið tileinkað mannvirkjasjóði KSÍ, sem nú kemur til vegna áranna 2024-2028, verði nýtt í uppbyggingu á núverandi þjóðarleikvangi á Laugardalsvelli. Ákvörðun stjórnar KSÍ er tekin m.a. með eftirfarandi atriði í huga: Svo tryggt verði að á Íslandi sé knattspyrnuleikvangur sem uppfylli a.m.k. lágmarkskröfur í reglugerðum UEFA til halda leiki í Evrópukeppnum félagsliða. Svo tryggt verði að á Íslandi sé knattspyrnuleikvangur sem uppfylli a.m.k. lágmarkskröfur í reglugerðum UEFA og FIFA til að leika landsleiki í alþjóðlegum keppnum.
KSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Breska götublaðið The Sun hefur veitt því athygli líkt og fleiri hve snemma dags Víkingar neyðast til að spila sína leiki í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. 13. desember 2024 12:45 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir, nýr knattspyrnuleikvangur og nýr frjálsíþróttaleikvangur eru á meðal þess sem íslensk landslið bíða eftir. Vísir spurði stjórnmálaflokkana sem bjóða fram á landsvísu í komandi Alþingiskosningum út í stefnu þeirra í þessum málum. 24. nóvember 2024 09:30 Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Góður gangur er á framkvæmdum við þjóðarleikvang okkar Íslendinga í fótbolta, Laugardalsvöll. Við litum við og tókum stöðuna á framkvæmdunum í dag og þar tók Ívar Fannar Arnarsson, tökumaður, meðfylgjand myndir. 1. nóvember 2024 16:22 Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Óljóst er hvar kvennalandslið Íslands í fótbolta spilar heimaleiki liðsins í Þjóðadeildinni í apríl næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn vonast eftir því að lending finnist á því máli fljótlega. 15. nóvember 2024 16:49 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Breska götublaðið The Sun hefur veitt því athygli líkt og fleiri hve snemma dags Víkingar neyðast til að spila sína leiki í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. 13. desember 2024 12:45
Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir, nýr knattspyrnuleikvangur og nýr frjálsíþróttaleikvangur eru á meðal þess sem íslensk landslið bíða eftir. Vísir spurði stjórnmálaflokkana sem bjóða fram á landsvísu í komandi Alþingiskosningum út í stefnu þeirra í þessum málum. 24. nóvember 2024 09:30
Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Góður gangur er á framkvæmdum við þjóðarleikvang okkar Íslendinga í fótbolta, Laugardalsvöll. Við litum við og tókum stöðuna á framkvæmdunum í dag og þar tók Ívar Fannar Arnarsson, tökumaður, meðfylgjand myndir. 1. nóvember 2024 16:22
Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Óljóst er hvar kvennalandslið Íslands í fótbolta spilar heimaleiki liðsins í Þjóðadeildinni í apríl næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn vonast eftir því að lending finnist á því máli fljótlega. 15. nóvember 2024 16:49