„Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Magnús Jochum Pálsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 26. janúar 2025 22:19 Gísli Örn Garðarsson líkti síðustu sýningu Frosts við ljúfsáran skilnað kærleiksríkra hjóna. Vísir/Stöð 2 Lokasýning söngleiksins Frost fór fram í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þetta er ein vinsælasta sýningin í sögu leikhússins. Söngleikurinn var sýndur rúmlega hundrað sinnum og náði Bjarki Sigurðsson, fréttamaður Stöðvar 2, tali af þeim Gísla Erni Garðarssyni, leikstjóra söngleiksins, og Magnúsi Geir Þórðarsyni, Þjóðleikhússtjóra. Þetta eru ágætis viðtökur sem sýningin hefur fengið? „Þetta hefur verið vonum framar, búið að vera frábært hjá okkur hérna í Þjóðleikhúsinu með þessa sýningu. Búið að ganga það vel að þetta er eins og að kveðja kærleiksríkt hjónaband, þegar þú vilt ekki skilja en verður að skilja. Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag,“ sagði Gísli. Mér skilst að það hafi verið nánast uppselt á hverja einustu sýningu. Bjóstu við þessu þegar þú lagðir af stað í þetta? „Maður getur aldrei búist við neinu en maður getur svona vonað innst inni í hjartanu og sú ósk rættist núna,“ sagði Gísli. Nýr söngleikur frumsýndur á næstunni Síðasta sýningin af Frosti, Magnús. Hvað tekur við hérna í Þjóðleikhúsinu? „Hér er stútfullt hús af spennandi sýningum. Það er auðvitað mjög sérstakt að kveðja þessa dásamlegu sýningu sem hefur verið að troðfylla húsið hérna í heilt ár. Nú erum við í raun að rýma til fyrir næsta stóra söngleik sem heitir Stormur og verður frumsýndur eftir mánuð. Það er nýr söngleikur eftir Unu Torfa og Unni Ösp. Þannig það er svona næsta stóra en svo er fullt framundan sem kemur inn í vor og á næsta hausti,“ sagði Magnús Geir. Gæti Frost snúið aftur upp á svið? „Það er erfitt að koma því við því sýningin er einfaldlega svo stór að leikmyndin er fyrirferðarmikil og þetta er mjög mannmargt þannig það er erfitt að trekkja svona vél í gang aftur. Því miður er ég hræddur um að þessi sýning geti ekki snúið aftur en það er fullt af öðrum dásamlegum konfektmolum sem bíða,“ sagði Magnús. Leikhús Menning Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Söngleikurinn var sýndur rúmlega hundrað sinnum og náði Bjarki Sigurðsson, fréttamaður Stöðvar 2, tali af þeim Gísla Erni Garðarssyni, leikstjóra söngleiksins, og Magnúsi Geir Þórðarsyni, Þjóðleikhússtjóra. Þetta eru ágætis viðtökur sem sýningin hefur fengið? „Þetta hefur verið vonum framar, búið að vera frábært hjá okkur hérna í Þjóðleikhúsinu með þessa sýningu. Búið að ganga það vel að þetta er eins og að kveðja kærleiksríkt hjónaband, þegar þú vilt ekki skilja en verður að skilja. Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag,“ sagði Gísli. Mér skilst að það hafi verið nánast uppselt á hverja einustu sýningu. Bjóstu við þessu þegar þú lagðir af stað í þetta? „Maður getur aldrei búist við neinu en maður getur svona vonað innst inni í hjartanu og sú ósk rættist núna,“ sagði Gísli. Nýr söngleikur frumsýndur á næstunni Síðasta sýningin af Frosti, Magnús. Hvað tekur við hérna í Þjóðleikhúsinu? „Hér er stútfullt hús af spennandi sýningum. Það er auðvitað mjög sérstakt að kveðja þessa dásamlegu sýningu sem hefur verið að troðfylla húsið hérna í heilt ár. Nú erum við í raun að rýma til fyrir næsta stóra söngleik sem heitir Stormur og verður frumsýndur eftir mánuð. Það er nýr söngleikur eftir Unu Torfa og Unni Ösp. Þannig það er svona næsta stóra en svo er fullt framundan sem kemur inn í vor og á næsta hausti,“ sagði Magnús Geir. Gæti Frost snúið aftur upp á svið? „Það er erfitt að koma því við því sýningin er einfaldlega svo stór að leikmyndin er fyrirferðarmikil og þetta er mjög mannmargt þannig það er erfitt að trekkja svona vél í gang aftur. Því miður er ég hræddur um að þessi sýning geti ekki snúið aftur en það er fullt af öðrum dásamlegum konfektmolum sem bíða,“ sagði Magnús.
Leikhús Menning Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira