Nainggolan gekk í raðir Lokeren-Temse í belgísku B-deildinni í síðustu viku og skoraði í sínum fyrsta leik með liðinu um helgina.
Hinn 36 ára Nainggolan var handtekinn vegna gruns um að hafa tekið þátt í að smygla kókaíni frá Suður-Ameríku í gegnum höfnina í Antwerp. Síðan átti að koma efninu í dreifingu um Evrópu.
Húsleit var framkvæmd á þrjátíu heimilum í Antwerp og Brussel sem leiddu svo til handtakna. Nainggolan var í þeim hópi en bíll hans var einnig gerður upptækur þegar hann var handtekinn.
Samkvæmt yfirlýsingu frá Lokeren-Temse komst félagið að því gegnum fjölmiðla að Nainggolan hefði verið handtekinn. Lokeren-Temse staðfesti að leikmaðurinn hefði ekki verið á æfingu í morgun.
Nainggolan fór ungur til Ítalíu og hefur leikið þar stærstan hluta ferilsins, meðal annars með Roma og Inter. Nainggolan lék þrjátíu leiki fyrir belgíska landsliðið á árunum 2009-18 og skoraði sex mörk.