Símanúmerin eru síðan notuðu til að reyna að svíkja pening af leikmönnunum.
Lekinn miklu er til umfjöllunar í enska blaðinu Daily Mail.
Samkvæmt fréttinni eru félög í tveimur efstu ensku deildunum að vinna saman að því að stöðva stórfelldu fjársvikin. Sérfræðingar í slíkum málum hafa einnig reynt að aðstoða þau í því.
Leikmenn hafa verið varaðir við svikunum og þeim er ráðlagt að svara ekki símtölum úr óþekktum númerum. Þeir hafa líka reynt að lauma sér inn í spjallhópa leikmanna með því að þykjast vera stjarna sem hafi fengið sér nýtt símanúmer.
Þegar hefur verið reynt að svíkja pening út úr einhverjum leikmönnum en þeir fóru að lenda í slíku í byrjun þessa tímabils. Svikahrapparnir hafa einnig reynt að komast yfir persónulegar upplýsingar leikmanna.
Enginn hefur aftur á móti komist að því hvernig svikahrapparnir komust yfir öll þessi símanúmer.