Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2025 11:01 Að mati Rubens Amorim leggur Marcus Rashford ekki nógu hart að sér á æfingum. getty/Martin Rickett Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir Marcus Rashford muni líklega ekki spila aftur fyrir liðið eftir nýjustu ummæli knattspyrnustjórans Rubens Amorim um framherjann. Rashford hefur ekki spilað fyrir United síðan 12. desember og eftir leikinn gegn Fulham á sunnudaginn sagði Amorim að hann myndi frekar nota markvarðaþjálfarann, hinn 63 ára Jorge Vidal, en leikmann sem legði sig ekki allan fram á æfingum. Ferdinand segir ekkert annað í stöðunni fyrir Rashford en að yfirgefa United. „Ef ég væri leikmaðurinn sem stjórinn tjáði sig svona um mig, hjarta mitt, stolt og egó; það er vandræðalegt. Að einhver efist um framlag þitt, að þú leggir þig hundrað prósent fram fyrir liðið og styttir þér leið eru stór ummæli. Það er engin leið til baka fyrir Marcus eftir þetta,“ sagði Ferdinand. „Ef hann kæmi til baka þýddi það að aðrir leikmenn gætu tekið fótinn af bensíngjöfinni og komist inn í liðið.“ Ferdinand segir að Rashford viti upp á sig skömmina. Hann hefði nefnilega gripið til varna ef ummæli Amorims væru röng. „Fyrir mig, ef þetta væri ósatt myndi ég svara fyrir mig. Ég myndi halda blaðamannafund og láta vita að enginn myndi tala svona um mig,“ sagði Ferdinand. „Þú gerir það bara ef þú ert hundrað prósent viss um að enginn geti sagt þetta um þig. Við lifum á tímum þar sem er einfalt að vera í beinum samskiptum við stuðningsmennina svo sagan komist rétt til skila. Ég væri til í að sitja með Marcusi, horfa í augun á honum og sjá hvort hann gæti sagt það. Ef þú getur það ekki verðurðu að líta í eigin barm.“ Rashford hefur verið hjá United síðan hann var sjö ára gamall og spilað rúmlega fjögur hundruð leiki fyrir liðið. Enski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Sjá meira
Rashford hefur ekki spilað fyrir United síðan 12. desember og eftir leikinn gegn Fulham á sunnudaginn sagði Amorim að hann myndi frekar nota markvarðaþjálfarann, hinn 63 ára Jorge Vidal, en leikmann sem legði sig ekki allan fram á æfingum. Ferdinand segir ekkert annað í stöðunni fyrir Rashford en að yfirgefa United. „Ef ég væri leikmaðurinn sem stjórinn tjáði sig svona um mig, hjarta mitt, stolt og egó; það er vandræðalegt. Að einhver efist um framlag þitt, að þú leggir þig hundrað prósent fram fyrir liðið og styttir þér leið eru stór ummæli. Það er engin leið til baka fyrir Marcus eftir þetta,“ sagði Ferdinand. „Ef hann kæmi til baka þýddi það að aðrir leikmenn gætu tekið fótinn af bensíngjöfinni og komist inn í liðið.“ Ferdinand segir að Rashford viti upp á sig skömmina. Hann hefði nefnilega gripið til varna ef ummæli Amorims væru röng. „Fyrir mig, ef þetta væri ósatt myndi ég svara fyrir mig. Ég myndi halda blaðamannafund og láta vita að enginn myndi tala svona um mig,“ sagði Ferdinand. „Þú gerir það bara ef þú ert hundrað prósent viss um að enginn geti sagt þetta um þig. Við lifum á tímum þar sem er einfalt að vera í beinum samskiptum við stuðningsmennina svo sagan komist rétt til skila. Ég væri til í að sitja með Marcusi, horfa í augun á honum og sjá hvort hann gæti sagt það. Ef þú getur það ekki verðurðu að líta í eigin barm.“ Rashford hefur verið hjá United síðan hann var sjö ára gamall og spilað rúmlega fjögur hundruð leiki fyrir liðið.
Enski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Sjá meira