Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2025 08:00 Myles Lewis-Skelly í hugleiðslustellingunni sem Erling Haaland hefur svo oft notað til að fagna. Getty/Catherine Ivill „Hver í fjandanum ert þú?“ spurði Erling Haaland og beindi orðum sínum að Myles Lewis-Skelly, í september. Arsenal-maðurinn ungi hafði alls ekki gleymt spurningunni þegar hann fagnaði marki sínu gegn Haaland og félögum í gær. Lewis-Skelly er aðeins 18 ára gamall, uppalinn Arsenal-maður, sem brotið hefur sér leið inn í aðallið félagsins í vetur. Hann fékk að byrja leikinn gegn City í gær, sem Arsenal vann 5-1, og skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni. Það er grunnt á því góða á meðal leikmanna Arsenal og City, ekki síst eftir leik liðanna í september og það sem gerðist að þeim leik loknum, þegar Haaland meðal annars skaut á Lewis-Skelly eins og fyrr segir, og skipaði Mikel Arteta að sýna auðmýkt. Lewis-Skelly vildi greinilega senda Haaland skilaboð þegar hann fagnaði markinu sínu, því hann gerði það að hætti Norðmannsins með því að stilla sér upp í jógastellingu og það virtist vekja mikla kátínu hjá liðsfélögum hans. The whole team was loving Myles Lewis-Skelly's celebration 🧘 pic.twitter.com/tKtTYjHSme— B/R Football (@brfootball) February 2, 2025 Með marki sínu varð Lewis-Skelly yngsti leikmaðurinn til að skora gegn ríkjandi meisturum, síðan Wayne Rooney skoraði gegn Arsenal árið 2003. Ethan Nwaneri, sem er enn 17 ára, bætti reyndar um betur þegar hann skoraði fimmta mark Arsenal, en metið er enn í eigu Rooney sem var 168 dögum yngri en Nwaneri er nú. 📸 - Earlier this season Erling Haaland told Myles Lewis-Skelly: "Who the f*ck are you".This is how Myles Lewis-Skelly responds. pic.twitter.com/9tMSANqRr3— TheEuropeanLad (@TheEuropeanLad) February 2, 2025 Lewis-Skelly var ekki einn um að hæðast að Haaland í gær því þegar að leiknum lauk var lagið Humble með Kendrick Lamar látið óma á Emirates-leikvanginum, með vísan í það þegar Haaaland skipaði Arteta að sýna auðmýkt (e. stay humble). Með sigrinum í gær er Arsenal aðeins sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem þó á leik til góða við Everton í næstu viku. City er í 4. sæti með 41 stig, nú níu stigum á eftir Arsenal. Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Fleiri fréttir Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Sjá meira
Lewis-Skelly er aðeins 18 ára gamall, uppalinn Arsenal-maður, sem brotið hefur sér leið inn í aðallið félagsins í vetur. Hann fékk að byrja leikinn gegn City í gær, sem Arsenal vann 5-1, og skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni. Það er grunnt á því góða á meðal leikmanna Arsenal og City, ekki síst eftir leik liðanna í september og það sem gerðist að þeim leik loknum, þegar Haaland meðal annars skaut á Lewis-Skelly eins og fyrr segir, og skipaði Mikel Arteta að sýna auðmýkt. Lewis-Skelly vildi greinilega senda Haaland skilaboð þegar hann fagnaði markinu sínu, því hann gerði það að hætti Norðmannsins með því að stilla sér upp í jógastellingu og það virtist vekja mikla kátínu hjá liðsfélögum hans. The whole team was loving Myles Lewis-Skelly's celebration 🧘 pic.twitter.com/tKtTYjHSme— B/R Football (@brfootball) February 2, 2025 Með marki sínu varð Lewis-Skelly yngsti leikmaðurinn til að skora gegn ríkjandi meisturum, síðan Wayne Rooney skoraði gegn Arsenal árið 2003. Ethan Nwaneri, sem er enn 17 ára, bætti reyndar um betur þegar hann skoraði fimmta mark Arsenal, en metið er enn í eigu Rooney sem var 168 dögum yngri en Nwaneri er nú. 📸 - Earlier this season Erling Haaland told Myles Lewis-Skelly: "Who the f*ck are you".This is how Myles Lewis-Skelly responds. pic.twitter.com/9tMSANqRr3— TheEuropeanLad (@TheEuropeanLad) February 2, 2025 Lewis-Skelly var ekki einn um að hæðast að Haaland í gær því þegar að leiknum lauk var lagið Humble með Kendrick Lamar látið óma á Emirates-leikvanginum, með vísan í það þegar Haaaland skipaði Arteta að sýna auðmýkt (e. stay humble). Með sigrinum í gær er Arsenal aðeins sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem þó á leik til góða við Everton í næstu viku. City er í 4. sæti með 41 stig, nú níu stigum á eftir Arsenal.
Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Fleiri fréttir Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Sjá meira