Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Bjarki Sigurðsson skrifar 5. febrúar 2025 12:17 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað stýrivexti um hálft prósentustig og standa vextirnir nú í átta prósentum. Seðlabankastjóri segir tollastríð Bandaríkjanna við helstu viðskiptaþjóðir geta haft mikil áhrif á efnahagsmálin hér á landi. Ísland ætti að forðast þátttöku í þeim deilum. Þetta er þriðja lækkun stýrivaxta í röð. Verðbólga hefur hjaðnað jafnt og þétt frá því hún náði hámarki í rúmum tíu prósentum í mars 2023 og mælist nú 4,6 prósent en er enn rúmum tveimur prósentum frá verðbólgumarkmiði bankans. Útlit fyrir áframhaldandi hjöðnun og að það hefur hægst á hækkun húsnæðisverðs er meðal þess sem nefndin leit til við ákvörðunina. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir þó enn aðeins í land. „Ég vona það sannarlega að þessi þróun haldi áfram. Verðbólgumarkmið okkar er 2,5 prósent, verðbólga er í dag 4,6 prósent sem er enn of hátt. Ég á von á því að hún haldi áfram að lækka. Aðaláhyggjuefnið eru síðustu metrarnir, sem geta verið erfiðir,“ segir Ásgeir. Mögulegt tollastríð Bandaríkjanna við hin ýmsu ríki gæti haft áhrif á stöðuna hér. Íslensk stjórnvöld ættu að forðast að taka þátt í því. „Svona lítið opið hagkerfi eins og Ísland er, byggir allt sitt á því sem við flytjum út til annarra landa. Við erum ekkert að fara að gera neitt annað en að tapa á þessu. Þannig bara orðið „tollastríð“ er ekki gott fyrir okkur. Því við byggjum svo mikið á því að flytja út og selja,“ segir Ásgeir. Jákvætt sé að íslensk heimili séu að koma vel út úr háu vaxtastigi síðustu ár. Hreinn auður heimilanna er í hæstu hæðum og eiga þau talsverðan uppsafnaðan sparnað. Þá eru horfur á að laun hækki hraðar en verðbólga næstu mánuði. „Auðvitað höfum við alltaf áhyggjur af því hvað gerist þegar fólk byrjar að eyða peningum aftur. En staða fólks er misjöfn. Eftir aldri, stöðu í samfélaginu, stöðu á fasteignamarkaði. Þannig ég er ekki að alhæfa um alla,“ segir Ásgeir. Efnahagsmál Seðlabankinn Skattar og tollar Bandaríkin Fjármál heimilisins Neytendur Verðlag Tengdar fréttir Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Með nýjum uppgangstíma í hagkerfinu styrkist staða heimilanna verulega, samkvæmt Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Aðalhagfræðingur bankans segir marga munu finna fyrir því að eiga aukið afgangs fé um mánaðamótin. 29. janúar 2025 12:07 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Þetta er þriðja lækkun stýrivaxta í röð. Verðbólga hefur hjaðnað jafnt og þétt frá því hún náði hámarki í rúmum tíu prósentum í mars 2023 og mælist nú 4,6 prósent en er enn rúmum tveimur prósentum frá verðbólgumarkmiði bankans. Útlit fyrir áframhaldandi hjöðnun og að það hefur hægst á hækkun húsnæðisverðs er meðal þess sem nefndin leit til við ákvörðunina. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir þó enn aðeins í land. „Ég vona það sannarlega að þessi þróun haldi áfram. Verðbólgumarkmið okkar er 2,5 prósent, verðbólga er í dag 4,6 prósent sem er enn of hátt. Ég á von á því að hún haldi áfram að lækka. Aðaláhyggjuefnið eru síðustu metrarnir, sem geta verið erfiðir,“ segir Ásgeir. Mögulegt tollastríð Bandaríkjanna við hin ýmsu ríki gæti haft áhrif á stöðuna hér. Íslensk stjórnvöld ættu að forðast að taka þátt í því. „Svona lítið opið hagkerfi eins og Ísland er, byggir allt sitt á því sem við flytjum út til annarra landa. Við erum ekkert að fara að gera neitt annað en að tapa á þessu. Þannig bara orðið „tollastríð“ er ekki gott fyrir okkur. Því við byggjum svo mikið á því að flytja út og selja,“ segir Ásgeir. Jákvætt sé að íslensk heimili séu að koma vel út úr háu vaxtastigi síðustu ár. Hreinn auður heimilanna er í hæstu hæðum og eiga þau talsverðan uppsafnaðan sparnað. Þá eru horfur á að laun hækki hraðar en verðbólga næstu mánuði. „Auðvitað höfum við alltaf áhyggjur af því hvað gerist þegar fólk byrjar að eyða peningum aftur. En staða fólks er misjöfn. Eftir aldri, stöðu í samfélaginu, stöðu á fasteignamarkaði. Þannig ég er ekki að alhæfa um alla,“ segir Ásgeir.
Efnahagsmál Seðlabankinn Skattar og tollar Bandaríkin Fjármál heimilisins Neytendur Verðlag Tengdar fréttir Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Með nýjum uppgangstíma í hagkerfinu styrkist staða heimilanna verulega, samkvæmt Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Aðalhagfræðingur bankans segir marga munu finna fyrir því að eiga aukið afgangs fé um mánaðamótin. 29. janúar 2025 12:07 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Með nýjum uppgangstíma í hagkerfinu styrkist staða heimilanna verulega, samkvæmt Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Aðalhagfræðingur bankans segir marga munu finna fyrir því að eiga aukið afgangs fé um mánaðamótin. 29. janúar 2025 12:07