Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2025 13:17 Newcastle-menn slógu Arsenal út með samtals 4-0 sigri í einvígi liðanna í undanúrslitum deildabikarsins. Getty/Alex Dodd Newcastle-menn nýttu tækifærið eftir að hafa slegið Arsenal út úr enska deildabikarnum í gærkvöld og gerðu grín að Mikel Arteta, stjóra Arsenal. Newcastle vann leik liðanna á St James‘ Park í gær, 2-0, fyrir framan Víking Heiðar Ólafsson og fleiri góða gesti. Newcastle hafði einnig unnið fyrri leikinn í Lundúnum, 2-0, en eftir þann leik notaði Arteta meðal annars boltann sem afsökun, en notast er við aðra tegund af bolta í deildabikarnum en í ensku úrvalsdeildinni. „Við skutum oft yfir og það er erfitt því þessir boltar svífa mikið. Þannig að það eru smáatriði sem við getum framkvæmt betur,“ sagði Arteta eftir leikinn á Emirates. Arsenal átti 23 skot í þeim leik og vænt mörk voru 3,09 en engu að síður skoraði liðið ekki eitt einasta mark. Puma framleiðir boltann sem er notaður í deildabikarnum en boltinn sem notast er við í ensku úrvalsdeildinni er frá Nike. „Hann er öðruvísi. Hann er mjög frábrugðinn boltanum í ensku úrvalsdeildinni svo þú verður að aðlagast því hann svífur öðruvísi. Þegar þú snertir hann er gripið líka öðruvísi,“ sagði Arteta um boltann. Eftir leikinn í gærkvöld voru afsakanir Arteta greinilega enn í huga þeirra sem sjá um samfélagsmiðla Newcastle. Á Twitter-síðu sinni birti félagið mynd af Puma-boltanum og skrifaði einfaldlega: „Sökudólgurinn“. The culprit: pic.twitter.com/nmPO1nym1z— Newcastle United (@NUFC) February 5, 2025 Ekki nóg með það heldur virtist Anthony Gordon, annar af markaskorurum Newcastle í gær, einnig vilja skjóta á Arteta með því að vísa í ummæli Erling Haaland sem sagði Arteta að sýna auðmýkt (e. stay humble) eftir leik Manchester City og Arsenal í september. „Það er mikilvægt fyrir okkur núna að sýna auðmýkt,“ sagði Gordon í viðtali eftir leikinn í gærkvöld. Newcastle mætir sigurliðinu úr leik Liverpool og Tottenham í úrslitaleiknum á Wembley, en leikið verður á Anfield í kvöld og er sá leikur í beinni útsendingu á Vodafone Sport klukkan 20. Enski boltinn Tengdar fréttir Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Newcastle sló Arsenal út úr enska deildabikarnum í kvöld eftir 2-0 sigur í seinni undanúrslitaleik liðanna St. James Park. Newcastle er þar með einu skrefi nær fyrsta titli félagsins í ansi marga áratugi. 5. febrúar 2025 21:54 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Sjá meira
Newcastle vann leik liðanna á St James‘ Park í gær, 2-0, fyrir framan Víking Heiðar Ólafsson og fleiri góða gesti. Newcastle hafði einnig unnið fyrri leikinn í Lundúnum, 2-0, en eftir þann leik notaði Arteta meðal annars boltann sem afsökun, en notast er við aðra tegund af bolta í deildabikarnum en í ensku úrvalsdeildinni. „Við skutum oft yfir og það er erfitt því þessir boltar svífa mikið. Þannig að það eru smáatriði sem við getum framkvæmt betur,“ sagði Arteta eftir leikinn á Emirates. Arsenal átti 23 skot í þeim leik og vænt mörk voru 3,09 en engu að síður skoraði liðið ekki eitt einasta mark. Puma framleiðir boltann sem er notaður í deildabikarnum en boltinn sem notast er við í ensku úrvalsdeildinni er frá Nike. „Hann er öðruvísi. Hann er mjög frábrugðinn boltanum í ensku úrvalsdeildinni svo þú verður að aðlagast því hann svífur öðruvísi. Þegar þú snertir hann er gripið líka öðruvísi,“ sagði Arteta um boltann. Eftir leikinn í gærkvöld voru afsakanir Arteta greinilega enn í huga þeirra sem sjá um samfélagsmiðla Newcastle. Á Twitter-síðu sinni birti félagið mynd af Puma-boltanum og skrifaði einfaldlega: „Sökudólgurinn“. The culprit: pic.twitter.com/nmPO1nym1z— Newcastle United (@NUFC) February 5, 2025 Ekki nóg með það heldur virtist Anthony Gordon, annar af markaskorurum Newcastle í gær, einnig vilja skjóta á Arteta með því að vísa í ummæli Erling Haaland sem sagði Arteta að sýna auðmýkt (e. stay humble) eftir leik Manchester City og Arsenal í september. „Það er mikilvægt fyrir okkur núna að sýna auðmýkt,“ sagði Gordon í viðtali eftir leikinn í gærkvöld. Newcastle mætir sigurliðinu úr leik Liverpool og Tottenham í úrslitaleiknum á Wembley, en leikið verður á Anfield í kvöld og er sá leikur í beinni útsendingu á Vodafone Sport klukkan 20.
Enski boltinn Tengdar fréttir Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Newcastle sló Arsenal út úr enska deildabikarnum í kvöld eftir 2-0 sigur í seinni undanúrslitaleik liðanna St. James Park. Newcastle er þar með einu skrefi nær fyrsta titli félagsins í ansi marga áratugi. 5. febrúar 2025 21:54 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Sjá meira
Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Newcastle sló Arsenal út úr enska deildabikarnum í kvöld eftir 2-0 sigur í seinni undanúrslitaleik liðanna St. James Park. Newcastle er þar með einu skrefi nær fyrsta titli félagsins í ansi marga áratugi. 5. febrúar 2025 21:54