„Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. febrúar 2025 11:54 Lítið hafði farið fyrir hjónunum Kanye West og Biöncu Censori undanfarna mánuði þar til þau skutu upp kollinum á Grammy-hátíðinni um helgina. Getty Kanye West segist hafa verið ranglega greindur með geðhvörf og sé í raun einhverfur. Hann þakkar eiginkonu sinni fyrir að senda hann í greiningu og segist hættur að taka geðlyf. Hinn 47 ára West mætti í vikunni í hlaðvarpið The Download sem samfélagsmiðlafígúran Justin Laboy heldur úti. Þar fór rapparinn um víðan völl og opnaði sig meðal annars um einhverfugreiningu sína. „Konan mín fór með mig, hún sagði: ,Eitthvað við persónuleikann þinn virkar ekki eins og geðhvörf, ég hef séð geðhvörf áður‘,“ sagði West í hlaðvarpinu á þriðjudag. „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa sem ég er með.“ Einhverfan skýri margt West greindi frá því að hann hefði verið greindur með geðhvarfasýki árið 2016 eftir að hann var lagður inn á spítala vegna „geðræns neyðartilfellis“ (e. psychiatric emergency) eins og læknar lýstu því. Eftir að einhverfan kom í ljós segir West að allt sem á undan gekk hafi orðið skýrara. „Þú ert bara: ,Já maður, ég ætla að klæðast þessum Trump-hatti því ég fíla Trump almennt‘,“ sagði hann og bætti við: „Þegar aðdáendur mínir segja mér að gera plötuna mína á einhvern sérstakan hátt, geri ég það akkúrat öfugt.“ West hefur aldrei setið á skoðunum sínum sem hefur ítrekað komið honum í koll. Vandræðin náðu hámarki 2022 þegar andgyðingleg ummæli hans urðu til þess að fjöldi fyrirtækja og samstarfsaðila hættu samstarfi við rapparann. Samkvæmt Forbes tapaði West mörg hundruð milljónum dala vegna málsins. „Stöðug tilfinning fyrir því að vera ekki með stjórnina leiddi til þess að ég missti stjórnina,“ sagði hann við Laboy. Hættur að taka lyfin Nú þegar West telur sig ekki lengur vera með geðhvarfasýki segist hann vera hættur að taka geðlyf við sjúkdómnum. Kanye West og Bianca Censori á Grammy-hátíðinni 2025.Jon Kopaloff/WireImage „Ég hef ekki tekið lyfin síðan ég komst að því að ég væri ekki með geðhvarfasýki, að það væri ekki rétt greining,“ sagði West í viðtalinu. Hann sagðist feginn gera það því lyfin hafi bælt sköpunarkraft hans algjörlega. Þessa dagana er West að undirbúa næstu plötu sína, Bully, sem á að koma út í sumar. Þar að auki er hann að vinna að fyrstu plötu dóttur sinnar, hinnar ellefu ára North West. Sú var tilkynnt fyrir ári síðan og ku heita Elementary School Dropout sem er vísun í fyrstu plötu föðursins, College Dropout. West og Censori hafa vakið mikla athygli saman frá því þau giftu sig í desember 2022. Bæði vegna ofstopafullrar framgöngu West og vegna þess að Censori er gjarnan hálfnakin þegar þau fara út á meðal almennings. Síðustu mánuði hafði lítið farið fyrir þeim tveimur og var talið að hjónabandið væri á barmi skilnaðar. Hjónin skutu síðan aftur upp kollinum á Grammy-hátíðinni um helgina þar sem Censori var í gegnsæjum nælonkjól einum klæða. Viðtal Laboy við West má svo sjá í heild sinni hér að neðan: Geðheilbrigði Tónlist Bandaríkin Mál Kanye West Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fleiri fréttir Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Sjá meira
Hinn 47 ára West mætti í vikunni í hlaðvarpið The Download sem samfélagsmiðlafígúran Justin Laboy heldur úti. Þar fór rapparinn um víðan völl og opnaði sig meðal annars um einhverfugreiningu sína. „Konan mín fór með mig, hún sagði: ,Eitthvað við persónuleikann þinn virkar ekki eins og geðhvörf, ég hef séð geðhvörf áður‘,“ sagði West í hlaðvarpinu á þriðjudag. „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa sem ég er með.“ Einhverfan skýri margt West greindi frá því að hann hefði verið greindur með geðhvarfasýki árið 2016 eftir að hann var lagður inn á spítala vegna „geðræns neyðartilfellis“ (e. psychiatric emergency) eins og læknar lýstu því. Eftir að einhverfan kom í ljós segir West að allt sem á undan gekk hafi orðið skýrara. „Þú ert bara: ,Já maður, ég ætla að klæðast þessum Trump-hatti því ég fíla Trump almennt‘,“ sagði hann og bætti við: „Þegar aðdáendur mínir segja mér að gera plötuna mína á einhvern sérstakan hátt, geri ég það akkúrat öfugt.“ West hefur aldrei setið á skoðunum sínum sem hefur ítrekað komið honum í koll. Vandræðin náðu hámarki 2022 þegar andgyðingleg ummæli hans urðu til þess að fjöldi fyrirtækja og samstarfsaðila hættu samstarfi við rapparann. Samkvæmt Forbes tapaði West mörg hundruð milljónum dala vegna málsins. „Stöðug tilfinning fyrir því að vera ekki með stjórnina leiddi til þess að ég missti stjórnina,“ sagði hann við Laboy. Hættur að taka lyfin Nú þegar West telur sig ekki lengur vera með geðhvarfasýki segist hann vera hættur að taka geðlyf við sjúkdómnum. Kanye West og Bianca Censori á Grammy-hátíðinni 2025.Jon Kopaloff/WireImage „Ég hef ekki tekið lyfin síðan ég komst að því að ég væri ekki með geðhvarfasýki, að það væri ekki rétt greining,“ sagði West í viðtalinu. Hann sagðist feginn gera það því lyfin hafi bælt sköpunarkraft hans algjörlega. Þessa dagana er West að undirbúa næstu plötu sína, Bully, sem á að koma út í sumar. Þar að auki er hann að vinna að fyrstu plötu dóttur sinnar, hinnar ellefu ára North West. Sú var tilkynnt fyrir ári síðan og ku heita Elementary School Dropout sem er vísun í fyrstu plötu föðursins, College Dropout. West og Censori hafa vakið mikla athygli saman frá því þau giftu sig í desember 2022. Bæði vegna ofstopafullrar framgöngu West og vegna þess að Censori er gjarnan hálfnakin þegar þau fara út á meðal almennings. Síðustu mánuði hafði lítið farið fyrir þeim tveimur og var talið að hjónabandið væri á barmi skilnaðar. Hjónin skutu síðan aftur upp kollinum á Grammy-hátíðinni um helgina þar sem Censori var í gegnsæjum nælonkjól einum klæða. Viðtal Laboy við West má svo sjá í heild sinni hér að neðan:
Geðheilbrigði Tónlist Bandaríkin Mál Kanye West Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fleiri fréttir Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið