Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Árni Sæberg skrifar 6. febrúar 2025 11:38 Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis. Aðsend Í desember síðastliðnum seldi Kerecis hugverkaréttindi félagsins til danska móðurfélagsins Coloplast. 180 milljarða kaup Coloplast á íslensku hugviti eru að fullu skattskyld hér á landi og áætlaðar skattgreiðslur nema hátt í fjörutíu milljörðum króna. Í fréttatilkynningu frá Kerecis segir að salan sé til samræmis við stefnu Coloplast að hugverkaréttindi samstæðunnar séu í eigu móðurfélagsins. Um sé að ræða hátt í tvö hundruð einkaleyfi í eigu Kerecis, sem varði uppfinningar Guðmundar Fertrams Sigurjónssonar og samstarfsmanna hans í Kerecis. Jafnast á við söluna Söluandvirði hugverkaréttindanna hafi numið 1,3 milljörðum dollara eða ígildi um 180 milljörðum íslenskra króna miðað við núverandi gengi gjaldmiðla. Salan sé að fullu leyti skattskyld á Íslandi og áætlaðar skattgreiðslur séu hátt í fjörutíu milljarðar króna. Samkvæmt íslenskum skattareglum sé mögulegt að dreifa skattgreiðslunni yfir sjö ára tímabil. Kerecis hafi verið selt árið 2023 fyrir um 180 milljarðar króna og 113 millljarðar króna hafi runnið til íslenskra hluthafa og þar af 22 milljarðar króna til hluthafa á Vestfjörðum. Styrkir skilað sér og vel það Verðmætasköpun Kerecis í formi sölutekna á heimsvísu á árunum 2013 til 2025 nemi um níutíu milljörðum króna, sem sé 125 sinnum meira en fyrirtækið hefur þegið í styrki. 130 manns starfi hjá fyrirtækinu á Íslandi. Áttatíu á Ísafirði og fimmtíu í Reykjavík. Kerecis hafi verið stofnað sem ráðgjafafyrirtæki undir nafninu FnF árið 2007 af Guðmundi Fertram Sigurjónssyni en fljótlega hafi nafninu verið breytt í Kerecis. Frá árinu 2010 hafi fyrirtækið einblínt á þróun sáraroðs, sem framleitt sé í höfuðstöðvum fyrirtækisins á Ísafirði. Flutningur á eignarhaldi hugverkanna hafi engin áhrif á starfsemi Kerecis á Íslandi og höfuðstðvar Kerecis verði áfram á Íslandi. Talsverður vöxtur hafi verið í starfsmannahaldi og umsvifum Kerecis á Íslandi síðan félagið var selt til Coloplast. „Það er afskaplega góð tilfinning að sjá núna svart á hvítu þau verðmæti sem stafsmenn Kerecis hafa skapað undanfarin ár. Hér er um háar upphæðir að ræða sem sannanlega sýna að nýsköpun, frumkvöðlastarf og hvetjandi starfsskilyrði knýja verðmætasköpun, fjölbreytni og velsæld fyrir okkur öll á Íslandi,“ er haft eftir Guðmundi Fertram. Nýsköpun Ísafjarðarbær Heilbrigðismál Danmörk Skattar og tollar Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Kerecis segir að salan sé til samræmis við stefnu Coloplast að hugverkaréttindi samstæðunnar séu í eigu móðurfélagsins. Um sé að ræða hátt í tvö hundruð einkaleyfi í eigu Kerecis, sem varði uppfinningar Guðmundar Fertrams Sigurjónssonar og samstarfsmanna hans í Kerecis. Jafnast á við söluna Söluandvirði hugverkaréttindanna hafi numið 1,3 milljörðum dollara eða ígildi um 180 milljörðum íslenskra króna miðað við núverandi gengi gjaldmiðla. Salan sé að fullu leyti skattskyld á Íslandi og áætlaðar skattgreiðslur séu hátt í fjörutíu milljarðar króna. Samkvæmt íslenskum skattareglum sé mögulegt að dreifa skattgreiðslunni yfir sjö ára tímabil. Kerecis hafi verið selt árið 2023 fyrir um 180 milljarðar króna og 113 millljarðar króna hafi runnið til íslenskra hluthafa og þar af 22 milljarðar króna til hluthafa á Vestfjörðum. Styrkir skilað sér og vel það Verðmætasköpun Kerecis í formi sölutekna á heimsvísu á árunum 2013 til 2025 nemi um níutíu milljörðum króna, sem sé 125 sinnum meira en fyrirtækið hefur þegið í styrki. 130 manns starfi hjá fyrirtækinu á Íslandi. Áttatíu á Ísafirði og fimmtíu í Reykjavík. Kerecis hafi verið stofnað sem ráðgjafafyrirtæki undir nafninu FnF árið 2007 af Guðmundi Fertram Sigurjónssyni en fljótlega hafi nafninu verið breytt í Kerecis. Frá árinu 2010 hafi fyrirtækið einblínt á þróun sáraroðs, sem framleitt sé í höfuðstöðvum fyrirtækisins á Ísafirði. Flutningur á eignarhaldi hugverkanna hafi engin áhrif á starfsemi Kerecis á Íslandi og höfuðstðvar Kerecis verði áfram á Íslandi. Talsverður vöxtur hafi verið í starfsmannahaldi og umsvifum Kerecis á Íslandi síðan félagið var selt til Coloplast. „Það er afskaplega góð tilfinning að sjá núna svart á hvítu þau verðmæti sem stafsmenn Kerecis hafa skapað undanfarin ár. Hér er um háar upphæðir að ræða sem sannanlega sýna að nýsköpun, frumkvöðlastarf og hvetjandi starfsskilyrði knýja verðmætasköpun, fjölbreytni og velsæld fyrir okkur öll á Íslandi,“ er haft eftir Guðmundi Fertram.
Nýsköpun Ísafjarðarbær Heilbrigðismál Danmörk Skattar og tollar Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira