Kjartan: Við erum að vaða á liðin Árni Jóhannsson skrifar 6. febrúar 2025 21:22 Kjartan Atli Kjartansson gat leyft sér að fagna í kvöld. Vísir / Anton Brink Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness í Bónus deild karla, var kátur með sína menn í kvöld þegar Haukar voru lagði 107-90. Hann var sáttur með andann og það hve meðvitaðir þeir voru um hvað var hægt að laga. Leikurinn var í járnum þegar fjórði leikhluti hófst en frábær fjórði leikhluti skóp sigurinn en hvað var það sem gerðist til að landa stigunum? „Á þessum tímapunkti snýst þetta mikið um gildi, anda, baráttu og vilja. Við vorum ósáttir með vörnina í fyrri hálfleik og það var ótrúlega áhugavert að tala við strákana í hálfleik því þeir vissu nákvæmlega hvað það var sem þurfti að laga. Þeir gerðu svo virkilega vel á gólfinu. Haukar eru erfiðir og við náðum ekki að klukka þá í fyrri hálfleiknum og hornin voru opin. Það lagaðist í seinni hálfleik og svo settum við skotin. Hörður og Dúi t.d. með stóra þrista og það kom góður andi í þetta.“ Sigurinn í kvöld gerir það að verkum að það eru átta stig frá botni deildarinnar og einskinsmannslandið fjarlægist líka fyrir Álftnesinga. Hvað sér Kjartan fyrir sér í framhaldinu? „Framhaldið er eins og alltaf. Bara einn leikur í einu, Grindavík á miðvikudaginn og það er eins langt og við getum horft. Við getum ekkert verið að spá í þessu hingað og þangað. Þetta er bara það eina sem við ráðum við, það er undirbúningurinn, svo koma bara einhverjar nýjar breytur í þetta. Allt sem gerist á eftir vitum við ekki. Allt sem getur gerst í framtíðinni vitum við ekki. Við bara höldum vídeó fundi, jöfnum okkur eftir þennan leik og förum síðan að undirbúa okkur undir Grindavík.“ Álftanes hefur verið gagnrýnt fyrir sóknarleik sinn, hann sagður stífur en í síðustu þremur leikjum hefur liðið verið að skora í kringum hundrað stig. Hvað er það sem hefur breyst? „Andinn svolítið er að breytast. Við erum að vaða á liðin sem er mjög gaman að sjá. Við erum fljótir að finna góð opin skot í sókninni. Mér finnst við geta spilað bæði hratt og hægt. Við getum leikið okkur með tempóið. Við erum að ljúka sóknunum fyrr og allir sjá það. Við gerðum líka breytingar um mitt tímabil og við erum bara tíma að líma okkur saman. Við gerðum líka breytingar fyrir tímabil þegar David Okeke kom til okkar þannig að það eru allskonar svona hlutir sem skipta máli og nú erum við að koma saman, búnir að spila þrjá flotta leiki í röð en það er bara Grindavík á miðvikudaginn.“ Lukas Palyz, ný leikmaður Álftaness, gerði 14 stig og spilaði mjög vel mínúturnar sem hann fékk. Var þetta allt sem Kjartan vildi sjá frá honum? „Hann átti mjög flottan leik í kvöld. Við fengum mann inn sem getur sogað til sín varnirnar og er fljótur að skjóta. Hann passar líka vel inn í liðið. Hann hefur náð góðum árangri á sínum ferli og þekkir að fara í mikilvæga leiki. Enn einn reynsluboltinn í okkar lið.“ UMF Álftanes Bónus-deild karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Leikurinn var í járnum þegar fjórði leikhluti hófst en frábær fjórði leikhluti skóp sigurinn en hvað var það sem gerðist til að landa stigunum? „Á þessum tímapunkti snýst þetta mikið um gildi, anda, baráttu og vilja. Við vorum ósáttir með vörnina í fyrri hálfleik og það var ótrúlega áhugavert að tala við strákana í hálfleik því þeir vissu nákvæmlega hvað það var sem þurfti að laga. Þeir gerðu svo virkilega vel á gólfinu. Haukar eru erfiðir og við náðum ekki að klukka þá í fyrri hálfleiknum og hornin voru opin. Það lagaðist í seinni hálfleik og svo settum við skotin. Hörður og Dúi t.d. með stóra þrista og það kom góður andi í þetta.“ Sigurinn í kvöld gerir það að verkum að það eru átta stig frá botni deildarinnar og einskinsmannslandið fjarlægist líka fyrir Álftnesinga. Hvað sér Kjartan fyrir sér í framhaldinu? „Framhaldið er eins og alltaf. Bara einn leikur í einu, Grindavík á miðvikudaginn og það er eins langt og við getum horft. Við getum ekkert verið að spá í þessu hingað og þangað. Þetta er bara það eina sem við ráðum við, það er undirbúningurinn, svo koma bara einhverjar nýjar breytur í þetta. Allt sem gerist á eftir vitum við ekki. Allt sem getur gerst í framtíðinni vitum við ekki. Við bara höldum vídeó fundi, jöfnum okkur eftir þennan leik og förum síðan að undirbúa okkur undir Grindavík.“ Álftanes hefur verið gagnrýnt fyrir sóknarleik sinn, hann sagður stífur en í síðustu þremur leikjum hefur liðið verið að skora í kringum hundrað stig. Hvað er það sem hefur breyst? „Andinn svolítið er að breytast. Við erum að vaða á liðin sem er mjög gaman að sjá. Við erum fljótir að finna góð opin skot í sókninni. Mér finnst við geta spilað bæði hratt og hægt. Við getum leikið okkur með tempóið. Við erum að ljúka sóknunum fyrr og allir sjá það. Við gerðum líka breytingar um mitt tímabil og við erum bara tíma að líma okkur saman. Við gerðum líka breytingar fyrir tímabil þegar David Okeke kom til okkar þannig að það eru allskonar svona hlutir sem skipta máli og nú erum við að koma saman, búnir að spila þrjá flotta leiki í röð en það er bara Grindavík á miðvikudaginn.“ Lukas Palyz, ný leikmaður Álftaness, gerði 14 stig og spilaði mjög vel mínúturnar sem hann fékk. Var þetta allt sem Kjartan vildi sjá frá honum? „Hann átti mjög flottan leik í kvöld. Við fengum mann inn sem getur sogað til sín varnirnar og er fljótur að skjóta. Hann passar líka vel inn í liðið. Hann hefur náð góðum árangri á sínum ferli og þekkir að fara í mikilvæga leiki. Enn einn reynsluboltinn í okkar lið.“
UMF Álftanes Bónus-deild karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum