Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 12:02 Dagný Brynjarsdóttir og Þorsteinn Halldórsson sameina krafta sína að nýju í komandi leikjum gegn Sviss og Frakklandi. Samsett/Getty Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, lætur það ekki trufla sig neitt þó að leikmenn gagnrýni hann fyrir liðsval líkt og Dagný Brynjarsdóttir gerði í viðtali við eina vinsælustu íþróttasíðu heims. Dagný er nú komin í landsliðið að nýju, á eins árs afmælisdegi yngri sonar síns. Þorsteinn tilkynnti í dag landsliðshópinn sem mætir Sviss og Frakklandi ytra síðar í þessum mánuði, í fyrstu leikjunum á nýrri leiktíð í Þjóðadeildinni. Dagný er í þeim hópi og gæti spilað sína fyrstu landsleiki síðan í apríl 2023, en þessi 33 ára leikmaður West Ham á að baki 113 A-landsleiki og hefur skorað 38 mörk en aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað fleiri. Dagný gagnrýndi Þorstein í viðtali við The Athletic í nóvember og var greinilega sár yfir því að vera ekki aftur komin með sæti í landsliðinu, og yfir því að Þorsteinn skyldi ekki hafa haft samband við hana. „Ég ætti að vera komin aftur í íslenska landsliðið en þetta er í fyrsta sinn síðan ég var átján ára gömul sem ég er ekki valin í landsliðið. Ég var komin aftur í landsliðið á þessum tíma eftir fyrra barnið og ég er komin lengra núna en ég var þá,“ sagði Dagný. „Landsliðsþjálfarinn hringdi ekki í mig í sjö mánuði. Það hafa heldur ekki verið nein samtöl við starfsfólkið hér hjá West Ham eða við mig til að athuga stöðuna á mér,“ sagði Dagný í viðtalinu. Ekkert út á ákvörðun Dagnýjar að setja Þorsteinn var spurður út í þetta á blaðamannafundinum í dag og sagði: „Það er fullt af leikmönnum ósáttir við að vera ekki í landsliði og leikmenn tjá sig á mismunandi hátt um það. Sumir tala beint við mig. Aðrir fara kannski leið eins og Dagný að tala beint við fjölmiðla og eru tilbúnir að opinbera það þar. Ég set ekkert út á það þó að leikmenn gagnrýni mig fyrir að velja þær ekki í landsliðið. Það er bara þeirra skoðun og þær mega hafa þá skoðun sem þær vilja. Ég óttast það ekki neitt og það er partur af að vera í þessu starfi að taka við gagnrýni. Ég set ekkert út á það. Við áttum samtöl, ég hef talað 2-3 sinnum við hana síðustu vikur, og það er ekkert vandamál okkar á milli. Hún kemur inn núna og vonandi fersk og sterk í þetta verkefni. Það er mín ósk og trú.“ Klippa: Þorsteinn um gagnrýni Dagnýjar Dagný hefur átt erfitt uppdráttar með West Ham í ensku úrvalsdeildinni í vetur og ekki verið í byrjunarliði liðsins síðan 6. október. Þorsteinn vonast hins vegar til þess að nú fari Rangæingurinn að ná sér á strik: „Hún hefur staðið sig ágætlega. Auðvitað hefur hún ekki verið að fá mikið af mínútum síðastliðna 3-4 mánuði. Hún byrjaði mikið af leikjum á undirbúningstímabilinu og fyrstu þrjá leikina í deildinni, en síðan hefur mínútunum fækkað. Auðvitað eru það vonbrigði miðað við hennar þróun í leiknum. Hún er að koma til baka eftir rúmlega árs fjarveru og það eru ákveðin vonbrigði að þróunin sé svona í mínútum, að hún byrji hátt og svo minnki það. Það er það neikvæða við þetta hjá henni. En hún er á réttri leið og ég vonast til að hún nái sér á strik með okkur og geri það líka með West Ham,“ sagði Þorsteinn. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem hann kynnti nýjasta landsliðshóp sinn. 7. febrúar 2025 10:30 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Sjá meira
Þorsteinn tilkynnti í dag landsliðshópinn sem mætir Sviss og Frakklandi ytra síðar í þessum mánuði, í fyrstu leikjunum á nýrri leiktíð í Þjóðadeildinni. Dagný er í þeim hópi og gæti spilað sína fyrstu landsleiki síðan í apríl 2023, en þessi 33 ára leikmaður West Ham á að baki 113 A-landsleiki og hefur skorað 38 mörk en aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað fleiri. Dagný gagnrýndi Þorstein í viðtali við The Athletic í nóvember og var greinilega sár yfir því að vera ekki aftur komin með sæti í landsliðinu, og yfir því að Þorsteinn skyldi ekki hafa haft samband við hana. „Ég ætti að vera komin aftur í íslenska landsliðið en þetta er í fyrsta sinn síðan ég var átján ára gömul sem ég er ekki valin í landsliðið. Ég var komin aftur í landsliðið á þessum tíma eftir fyrra barnið og ég er komin lengra núna en ég var þá,“ sagði Dagný. „Landsliðsþjálfarinn hringdi ekki í mig í sjö mánuði. Það hafa heldur ekki verið nein samtöl við starfsfólkið hér hjá West Ham eða við mig til að athuga stöðuna á mér,“ sagði Dagný í viðtalinu. Ekkert út á ákvörðun Dagnýjar að setja Þorsteinn var spurður út í þetta á blaðamannafundinum í dag og sagði: „Það er fullt af leikmönnum ósáttir við að vera ekki í landsliði og leikmenn tjá sig á mismunandi hátt um það. Sumir tala beint við mig. Aðrir fara kannski leið eins og Dagný að tala beint við fjölmiðla og eru tilbúnir að opinbera það þar. Ég set ekkert út á það þó að leikmenn gagnrýni mig fyrir að velja þær ekki í landsliðið. Það er bara þeirra skoðun og þær mega hafa þá skoðun sem þær vilja. Ég óttast það ekki neitt og það er partur af að vera í þessu starfi að taka við gagnrýni. Ég set ekkert út á það. Við áttum samtöl, ég hef talað 2-3 sinnum við hana síðustu vikur, og það er ekkert vandamál okkar á milli. Hún kemur inn núna og vonandi fersk og sterk í þetta verkefni. Það er mín ósk og trú.“ Klippa: Þorsteinn um gagnrýni Dagnýjar Dagný hefur átt erfitt uppdráttar með West Ham í ensku úrvalsdeildinni í vetur og ekki verið í byrjunarliði liðsins síðan 6. október. Þorsteinn vonast hins vegar til þess að nú fari Rangæingurinn að ná sér á strik: „Hún hefur staðið sig ágætlega. Auðvitað hefur hún ekki verið að fá mikið af mínútum síðastliðna 3-4 mánuði. Hún byrjaði mikið af leikjum á undirbúningstímabilinu og fyrstu þrjá leikina í deildinni, en síðan hefur mínútunum fækkað. Auðvitað eru það vonbrigði miðað við hennar þróun í leiknum. Hún er að koma til baka eftir rúmlega árs fjarveru og það eru ákveðin vonbrigði að þróunin sé svona í mínútum, að hún byrji hátt og svo minnki það. Það er það neikvæða við þetta hjá henni. En hún er á réttri leið og ég vonast til að hún nái sér á strik með okkur og geri það líka með West Ham,“ sagði Þorsteinn.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem hann kynnti nýjasta landsliðshóp sinn. 7. febrúar 2025 10:30 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Sjá meira
Svona var blaðamannafundur KSÍ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem hann kynnti nýjasta landsliðshóp sinn. 7. febrúar 2025 10:30