Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Lovísa Arnardóttir skrifar 9. febrúar 2025 13:36 Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts. Aðsend Póstinum hefur verið falið það hlutverk fyrir hönd ríkisins að sinna alþjónustu á Íslandi til ársins 2030, fyrir póstsendingar bæði innanlands og til annarra landa. Undir alþjónustu fellur öll bréfaumsýsla upp að tveimur kílóum og pakkaumsýsla upp að 10 kílóum innanlands og 20 kílóum erlendis frá. Í tilkynningu segir að tryggja beri þjónustu sem allir notendur póstþjónustu á Íslandi eigi rétt á sem uppfylli alþjóðlegar gæðakröfur og sé á viðráðanlegu verði. Þar kemur einnig fram að heildargreiðsla vegna þjónustu Póstsins nemi nú 618.012.600 krónum samkvæmt ákvörðun Byggðastofnunar nr. Á-1/2025. Um 84 prósent endurgjaldsins sé á svokölluðum landpóstaleiðum sem séu um sjö prósent heimila og fyrirtækja landsins. Um 16 prósent af endurgjaldinu komi svo frá dreifingu bréfa utan stórhöfuðborgarsvæðis og blindrasendingum. Af tekjum Íslandspósts árið 2024 voru 92 prósent tekna frá kaupendum þjónustu og 8 prósent vegna endurgjalds ríkisins. „Aðgengi að viðeigandi póstþjónustu er afar mikilvægur þjónustuþáttur fyrir íbúa landsins og styður við meginmarkmið byggðaáætlunar um blómlegar byggðir og öfluga byggðakjarna sem stuðla að jöfnu aðgengi að grunnþjónustu sem póstþjónustan er,“ segir Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts, í tilkynningu. Mikilvægt byggðamál Pósturinn fer heim til allra landsmanna að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku allt árið um kring. „Póstþjónusta er einnig mikilvægt byggðamál sem verður að nálgast út frá hagsmunum þeirra sem þjónustunnar njóta og styður við búsetufrelsi fólksins í landinu,“ segir hún enn fremur. Skilyrði fyrir alþjónustu er að öllum landsmönnum skuli standa til boða ákveðin lágmarksþjónusta á viðráðanlegu verði og að uppfylltum ströngum gæðaviðmiðum og að Pósturinn tengi landsmenn við 193 lönd í heiminum og um 200 póstnúmer á Íslandi. Pósturinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Byggðamál Tengdar fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts, byrjar daginn á því að fá sér kaffi með sínum besta manni. Öll mánudagskvöld situr hún með systrum sínum og saumar íslenska þjóðbúninginn undir handleiðslu móður sinnar og frænku. 25. janúar 2025 10:01 Þórhildur ráðin forstjóri Íslandspósts fyrst kvenna Þórhildur Ólöf Helgadóttir hefur verið ráðin í starf forstjóra Íslandspósts og hefur hún þegar tekið til starfa. Þórhildur er fyrsta konan til að gegna stöðu forstjóra Póstsins, að því er fram kemur í tilkynningu um ráðninguna frá Íslandspósti. 15. desember 2020 16:05 Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Shein ginni neytendur til skyndikaupa Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Shein ginni neytendur til skyndikaupa Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Sjá meira
Í tilkynningu segir að tryggja beri þjónustu sem allir notendur póstþjónustu á Íslandi eigi rétt á sem uppfylli alþjóðlegar gæðakröfur og sé á viðráðanlegu verði. Þar kemur einnig fram að heildargreiðsla vegna þjónustu Póstsins nemi nú 618.012.600 krónum samkvæmt ákvörðun Byggðastofnunar nr. Á-1/2025. Um 84 prósent endurgjaldsins sé á svokölluðum landpóstaleiðum sem séu um sjö prósent heimila og fyrirtækja landsins. Um 16 prósent af endurgjaldinu komi svo frá dreifingu bréfa utan stórhöfuðborgarsvæðis og blindrasendingum. Af tekjum Íslandspósts árið 2024 voru 92 prósent tekna frá kaupendum þjónustu og 8 prósent vegna endurgjalds ríkisins. „Aðgengi að viðeigandi póstþjónustu er afar mikilvægur þjónustuþáttur fyrir íbúa landsins og styður við meginmarkmið byggðaáætlunar um blómlegar byggðir og öfluga byggðakjarna sem stuðla að jöfnu aðgengi að grunnþjónustu sem póstþjónustan er,“ segir Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts, í tilkynningu. Mikilvægt byggðamál Pósturinn fer heim til allra landsmanna að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku allt árið um kring. „Póstþjónusta er einnig mikilvægt byggðamál sem verður að nálgast út frá hagsmunum þeirra sem þjónustunnar njóta og styður við búsetufrelsi fólksins í landinu,“ segir hún enn fremur. Skilyrði fyrir alþjónustu er að öllum landsmönnum skuli standa til boða ákveðin lágmarksþjónusta á viðráðanlegu verði og að uppfylltum ströngum gæðaviðmiðum og að Pósturinn tengi landsmenn við 193 lönd í heiminum og um 200 póstnúmer á Íslandi.
Pósturinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Byggðamál Tengdar fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts, byrjar daginn á því að fá sér kaffi með sínum besta manni. Öll mánudagskvöld situr hún með systrum sínum og saumar íslenska þjóðbúninginn undir handleiðslu móður sinnar og frænku. 25. janúar 2025 10:01 Þórhildur ráðin forstjóri Íslandspósts fyrst kvenna Þórhildur Ólöf Helgadóttir hefur verið ráðin í starf forstjóra Íslandspósts og hefur hún þegar tekið til starfa. Þórhildur er fyrsta konan til að gegna stöðu forstjóra Póstsins, að því er fram kemur í tilkynningu um ráðninguna frá Íslandspósti. 15. desember 2020 16:05 Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Shein ginni neytendur til skyndikaupa Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Shein ginni neytendur til skyndikaupa Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Sjá meira
Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts, byrjar daginn á því að fá sér kaffi með sínum besta manni. Öll mánudagskvöld situr hún með systrum sínum og saumar íslenska þjóðbúninginn undir handleiðslu móður sinnar og frænku. 25. janúar 2025 10:01
Þórhildur ráðin forstjóri Íslandspósts fyrst kvenna Þórhildur Ólöf Helgadóttir hefur verið ráðin í starf forstjóra Íslandspósts og hefur hún þegar tekið til starfa. Þórhildur er fyrsta konan til að gegna stöðu forstjóra Póstsins, að því er fram kemur í tilkynningu um ráðninguna frá Íslandspósti. 15. desember 2020 16:05