Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 12:32 Arnór Sigurðsson og John Eustace virðast báðir vera á förum frá Blackburn. Samsett/Getty John Eustace, knattspyrnustjóri Blackburn, segir það hafa verið afar erfiða ákvörðun að taka Arnór Sigurðsson út úr leikmannahópnum og útiloka þannig að hann gæti spilað meira fyrir liðið það sem eftir lifir leiktíðar. Blackburn bætti við sig þremur leikmönnum á lokadegi félagaskiptagluggans, síðasta mánudag, og þar með var ekki lengur pláss fyrir alla leikmenn félagsins. Arnór fékk því það ömurlega hlutskipti að vera ekki skráður á lista yfir leyfilega leikmenn á seinni hluta leiktíðarinnar. Arnór segir Blackburn hafa sett sig í „skítastöðu“. Hann hefur glímt talsvert við bæði meiðsli og veikindi á leiktíðinni, og ekki spilað leik síðan 26. október, en er að jafna sig af meiðslum í læri og ætti að geta snúið aftur til keppni fljótlega. Nú er ljóst að það verður ekki með Blackburn en félagaskiptaglugginn í mörgum löndum hefur nú lokast. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Við tókum inn leikmenn og þar með var talan kominn yfir þann fjölda sem við máttum hafa skráða í hópnum,“ sagði Eustace við Lancashire Telegraph. „Með Siggy og meiðslastöðu hans þá var þetta mjög erfið ákvörðun. Hann er með frábært hugarfar. Hann tryggði okkur sigur í byrjun tímabils gegn Oxford og ég er búinn að bíða spenntur eftir að endurheimta hann í von um að hann myndi vinna fleiri leiki fyrir okkur. Í ljósi þess hvernig hann er staddur núna þá er glugginn enn opinn víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þetta gefur honum tækifæri til að fá leiki annars staðar og þá meiri tíma en við hefðum líklega getað boðið honum,“ sagði Eustace og óskaði Arnóri alls hins besta. Stjórinn að taka við Derby Arnór mun áfram geta æft með Blackburn á meðan að hann finnur sér nýtt félag en samningur hans við félagið gildir aðeins til sumarsins. Það er því alveg ljóst að hann spilar ekki meira fyrir Blackburn og líklegast að hann finni sér nýtt félag fljótlega. En það er ekki bara Arnór sem er á förum heldur er stjórinn Eustace einnig sagður á förum frá Blackburn. Derby, sem er í fallsæti í ensku B-deildinni, vill fá Eustace og þrátt fyrir að hann sé með Blackburn í 6. sæti deildarinnar þá er hann sagður vilja taka við Derby, sem hann lék með á sínum tíma. Eustace mun funda með stjórnendum Blackburn í dag og greina þeim frá áhuga sínum á að hætta til að taka við Derby, og samkvæmt Lancashire Telegraph ætti það að geta gengið hratt fyrir sig. Blaðið segir jafnframt að Matt Gardiner og Keith Downing fylgi líklega Eustace en að það komi væntanlega í hlut Damien Johnson og David Lowe að stýra Blackburn tímabundið þar til að nýr stjóri verði ráðinn. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Sjá meira
Blackburn bætti við sig þremur leikmönnum á lokadegi félagaskiptagluggans, síðasta mánudag, og þar með var ekki lengur pláss fyrir alla leikmenn félagsins. Arnór fékk því það ömurlega hlutskipti að vera ekki skráður á lista yfir leyfilega leikmenn á seinni hluta leiktíðarinnar. Arnór segir Blackburn hafa sett sig í „skítastöðu“. Hann hefur glímt talsvert við bæði meiðsli og veikindi á leiktíðinni, og ekki spilað leik síðan 26. október, en er að jafna sig af meiðslum í læri og ætti að geta snúið aftur til keppni fljótlega. Nú er ljóst að það verður ekki með Blackburn en félagaskiptaglugginn í mörgum löndum hefur nú lokast. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Við tókum inn leikmenn og þar með var talan kominn yfir þann fjölda sem við máttum hafa skráða í hópnum,“ sagði Eustace við Lancashire Telegraph. „Með Siggy og meiðslastöðu hans þá var þetta mjög erfið ákvörðun. Hann er með frábært hugarfar. Hann tryggði okkur sigur í byrjun tímabils gegn Oxford og ég er búinn að bíða spenntur eftir að endurheimta hann í von um að hann myndi vinna fleiri leiki fyrir okkur. Í ljósi þess hvernig hann er staddur núna þá er glugginn enn opinn víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þetta gefur honum tækifæri til að fá leiki annars staðar og þá meiri tíma en við hefðum líklega getað boðið honum,“ sagði Eustace og óskaði Arnóri alls hins besta. Stjórinn að taka við Derby Arnór mun áfram geta æft með Blackburn á meðan að hann finnur sér nýtt félag en samningur hans við félagið gildir aðeins til sumarsins. Það er því alveg ljóst að hann spilar ekki meira fyrir Blackburn og líklegast að hann finni sér nýtt félag fljótlega. En það er ekki bara Arnór sem er á förum heldur er stjórinn Eustace einnig sagður á förum frá Blackburn. Derby, sem er í fallsæti í ensku B-deildinni, vill fá Eustace og þrátt fyrir að hann sé með Blackburn í 6. sæti deildarinnar þá er hann sagður vilja taka við Derby, sem hann lék með á sínum tíma. Eustace mun funda með stjórnendum Blackburn í dag og greina þeim frá áhuga sínum á að hætta til að taka við Derby, og samkvæmt Lancashire Telegraph ætti það að geta gengið hratt fyrir sig. Blaðið segir jafnframt að Matt Gardiner og Keith Downing fylgi líklega Eustace en að það komi væntanlega í hlut Damien Johnson og David Lowe að stýra Blackburn tímabundið þar til að nýr stjóri verði ráðinn.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Sjá meira
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn