Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2025 20:47 José María del Nido Carrasco, núverandi forseti Sevilla, er hér til hægri að ræða málin við Jose Castro Carmona þegar sá síðarnefndi var forseti Sevilla. Getty/ Jonathan Moscrop José María del Nido Carrasco, forseti Sevilla, sakar risanna í Real Madrid um að eyðileggja spænska fótboltann með herferð sinni gegn dómurum í La Liga. Forráðamenn Real Madrid voru æfir eftir 1-0 tap á móti Espanyol 1. febrúar síðastliðinn. Félagið sendi í kjölfarið inn formlega og mjög harðorða kvörtun til spænska knattspyrnusambandsins. Það mátti lesa út úr því að dómarastéttin væri á móti Real Madrid og sýndi það með ákvörðunum sínum í leikjum liðsins. Real heimtaði líka að fá að heyra samskipti á milli dómara leiksins þegar ákveðið var að reka ekki Carlos Romero af velli fyrir brot á Kylian Mbappé. Romero skoraði seinna sigurmarkið í leiknum. Real Madrid hélt því fram að með þessum dómi hafi dómarakerfið á Spáni misst allan trúverðugleika. Del Nido Carrasco ræddi yfirlýsingu Real Madrid við DAZN sjónvarpsstöðina fyrir leik Sevilla á móti Barcelona um helgina, leik sem Sevilla tapaði síðan 4-1. „Við verðum að greina á milli þess að kalla eftir betra dómarakerfi og því að gagnrýna svona harðlega einstaka dóma. Þetta er óþolandi og óásættanlegt. Með þessu bréfi gera þeir lítið úr heiðri og trúverðugleika dómaranna og keppninnar. Fótboltaheimurinn þarf að fordæma opinberlega slíka yfirlýsingu sem gerir lítið úr heiðarleika fótboltans,“ sagði Del Nido Carrasco. Hann telur að Real Madrid noti alla sína miðla sem og aðra miðla sem þeir hafa ítök í til að dæla út óhróðri um dómgæslu og annað sem þeir eru ekki sáttir við. „Það sem er verst við þetta er að Real Madrid er að reyna að eyðileggja spænskan fótboltann, með Real Madrid TV og öðrum hætti. Við getum ekki sætt okkur við það að félag eins og Real Madrid reyni að útrýma okkur svona,“ sagði Del Nido Carrasco. „Við styðjum fullkomlega við bakið á dómurum. Við sættum okkur ekki við að það sé vegið að heiðri þeirra. Madrid vill setja pressu á þá og koma í veg fyrir að þeir hafi frelsi til að taka ákvarðanir sínar,“ sagði Del Nido Carrasco. Spænski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Forráðamenn Real Madrid voru æfir eftir 1-0 tap á móti Espanyol 1. febrúar síðastliðinn. Félagið sendi í kjölfarið inn formlega og mjög harðorða kvörtun til spænska knattspyrnusambandsins. Það mátti lesa út úr því að dómarastéttin væri á móti Real Madrid og sýndi það með ákvörðunum sínum í leikjum liðsins. Real heimtaði líka að fá að heyra samskipti á milli dómara leiksins þegar ákveðið var að reka ekki Carlos Romero af velli fyrir brot á Kylian Mbappé. Romero skoraði seinna sigurmarkið í leiknum. Real Madrid hélt því fram að með þessum dómi hafi dómarakerfið á Spáni misst allan trúverðugleika. Del Nido Carrasco ræddi yfirlýsingu Real Madrid við DAZN sjónvarpsstöðina fyrir leik Sevilla á móti Barcelona um helgina, leik sem Sevilla tapaði síðan 4-1. „Við verðum að greina á milli þess að kalla eftir betra dómarakerfi og því að gagnrýna svona harðlega einstaka dóma. Þetta er óþolandi og óásættanlegt. Með þessu bréfi gera þeir lítið úr heiðri og trúverðugleika dómaranna og keppninnar. Fótboltaheimurinn þarf að fordæma opinberlega slíka yfirlýsingu sem gerir lítið úr heiðarleika fótboltans,“ sagði Del Nido Carrasco. Hann telur að Real Madrid noti alla sína miðla sem og aðra miðla sem þeir hafa ítök í til að dæla út óhróðri um dómgæslu og annað sem þeir eru ekki sáttir við. „Það sem er verst við þetta er að Real Madrid er að reyna að eyðileggja spænskan fótboltann, með Real Madrid TV og öðrum hætti. Við getum ekki sætt okkur við það að félag eins og Real Madrid reyni að útrýma okkur svona,“ sagði Del Nido Carrasco. „Við styðjum fullkomlega við bakið á dómurum. Við sættum okkur ekki við að það sé vegið að heiðri þeirra. Madrid vill setja pressu á þá og koma í veg fyrir að þeir hafi frelsi til að taka ákvarðanir sínar,“ sagði Del Nido Carrasco.
Spænski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira