Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2025 10:00 Hinn úkraínski Vitaliy Mykolenko hefur staðið sig vel í liði Everton. Getty/Chris Brunskill Vitalii Mykolenko verður væntanlega í vörn Everton gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta annað kvöld. Hann byrjar hins vegar daginn líkt og aðra daga, á því að hringja í foreldra sína til Úkraínu. Á meðan að Mykolenko sinnir starfi sínu sem fótboltamaður í Englandi þá eru Olesia mamma hans og Sergei pabbi hans enn búsett í Úkraínu, nærri Kiev. Úkraína þarf enn að verjast árásum Rússlands, nú þegar tæp þrjú ár eru síðan að Rússar réðust inn í Úkraínu, og á meðan að sprengjur eru enn að lenda á úkraínskri jörð er Mykolenko aldrei alveg öruggur þegar hann vaknar á morgnana og hringir í mömmu og pabba. „Ég spyr: Er í lagi með ykkur? Stundum koma slæmar fréttir og þau gátu ekki sofið en stundum er allt í góðu,“ segir Mykolenko í viðtali við Daily Mirror. „Þetta er erfitt fyrir mig en enn erfiðara fyrir þau því þau eru þarna. Þau vita aldrei hvað mun gerast þessa nótt eða næstu nótt, þegar enn er verið að varpa sprengjum á nóttunni. Maður veit aldrei,“ segir Mykolenko. Í grein Mirror segir að pabbi Mykolenkos hafi tekið þátt í stríðinu og að hann eigi einnig marga félaga úr sínu gamla liði Dynamo Kiev. Hann heyri því hryllingssögurnar og að á meðan að heimurinn virðist ekki lengur upptekinn af stríðinu þá geysi það því miður enn. „Vonandi lýkur þessu einn daginn,“ sagði Mykolenko sem hefur þótt standa sig vel með Everton en þessi 25 ára, vinstri bakvörður er á sinni fjórðu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Á meðan að Mykolenko sinnir starfi sínu sem fótboltamaður í Englandi þá eru Olesia mamma hans og Sergei pabbi hans enn búsett í Úkraínu, nærri Kiev. Úkraína þarf enn að verjast árásum Rússlands, nú þegar tæp þrjú ár eru síðan að Rússar réðust inn í Úkraínu, og á meðan að sprengjur eru enn að lenda á úkraínskri jörð er Mykolenko aldrei alveg öruggur þegar hann vaknar á morgnana og hringir í mömmu og pabba. „Ég spyr: Er í lagi með ykkur? Stundum koma slæmar fréttir og þau gátu ekki sofið en stundum er allt í góðu,“ segir Mykolenko í viðtali við Daily Mirror. „Þetta er erfitt fyrir mig en enn erfiðara fyrir þau því þau eru þarna. Þau vita aldrei hvað mun gerast þessa nótt eða næstu nótt, þegar enn er verið að varpa sprengjum á nóttunni. Maður veit aldrei,“ segir Mykolenko. Í grein Mirror segir að pabbi Mykolenkos hafi tekið þátt í stríðinu og að hann eigi einnig marga félaga úr sínu gamla liði Dynamo Kiev. Hann heyri því hryllingssögurnar og að á meðan að heimurinn virðist ekki lengur upptekinn af stríðinu þá geysi það því miður enn. „Vonandi lýkur þessu einn daginn,“ sagði Mykolenko sem hefur þótt standa sig vel með Everton en þessi 25 ára, vinstri bakvörður er á sinni fjórðu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira