Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2025 23:03 Paul Scholes er ekki ánægður með leikmenn eins og Rasmus Hojlund. Hann vill að félagið kaupi tvo nýja framherja. Getty/Manchester United/Richard Sellers Manchester United goðsögnin Paul Scholes hefur miklar áhyggjur af næsta keppnistímabili hjá liði sinu. Hann segir mikið verk sé fyrir höndum til að móta nýtt lið. Scholes er einn af goðsögnum United sem unnu hvern titilinn á fætur öðrum undir stjórn Sir Alex Ferguson. Þá var liðið besta liðið í Englandi en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Langt í land United hefur reyndar unnið tvo af síðustu fjórum deildarleikjum sínum og komst áfram í ensku bikarkeppninni um síðustu helgi. Fram að því var United liðið bara á leiðinni niður í fallbaráttu en það er langur vegur eftir enn að mati Scholes. Þetta gæti orðið versta tímabil Manchester United í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og þrátt fyrir mjög slakt gengi þá hafði félagið bara efni á því að kaupa einn leikmann í janúarglugganum, Danann Patrick Dorgu, auk þess að semja við unglingaliðsmanninn Ayden Heaven. Enginn kjarni í liðinu „Það eru nokkur atriði sem valda mér áhyggjum. Ruben Amorim þarf að laga margt, við vitum það öll, en ekki síst á leikmannamarkaðnum. Vandamálið er að ég sé ekki neinn kjarna í leikmannahópnum,“ sagði Paul Scholes í hlaðvarpsþættinum The Overlap Fan Debate. „Þegar þú horfir á hin liðið þá sérðu strax hryggjarstykkið hjá þeim. Liverpool er með frábæran markvörð, frábæran miðvörð, framherja, miðjumenn og allt sem til þarf. Ég tel að United sé ekki neinn alvöru leikmann í þeim stöðum,“ sagði Scholes. „Liðið þarf að fá nýjan markvörð, líklega tvo nýja miðverði, tvo afturliggjandi miðjumenn og tvo framherja,“ sagði Scholes. Hljómar kannski fáránlega „Allt í góðu. Ég sætti mig við einn miðjumann og einn framherja en það þarf að gera þetta vel, finna hæfileikaríka menn og búa til burðarása í liðinu. Þegar þú ert kominn með þennan kjarna þá er auðveldara að bæta við hann,“ sagði Scholes. „Þetta hryggjarstykki, þessi kjarni er svo mikilvægur. Þeir þurfa að passa upp á það að búa hann til í sumar. Þetta hljómar kannski fáránlega en miðað við form liðsins síðan þessi þjálfari tók við þá gætu þeir verið að fara í fallbaráttu. Ég óttast það því þetta hefur verið það slæmt,“ sagði Scholes. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@mailsport) Enski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Scholes er einn af goðsögnum United sem unnu hvern titilinn á fætur öðrum undir stjórn Sir Alex Ferguson. Þá var liðið besta liðið í Englandi en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Langt í land United hefur reyndar unnið tvo af síðustu fjórum deildarleikjum sínum og komst áfram í ensku bikarkeppninni um síðustu helgi. Fram að því var United liðið bara á leiðinni niður í fallbaráttu en það er langur vegur eftir enn að mati Scholes. Þetta gæti orðið versta tímabil Manchester United í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og þrátt fyrir mjög slakt gengi þá hafði félagið bara efni á því að kaupa einn leikmann í janúarglugganum, Danann Patrick Dorgu, auk þess að semja við unglingaliðsmanninn Ayden Heaven. Enginn kjarni í liðinu „Það eru nokkur atriði sem valda mér áhyggjum. Ruben Amorim þarf að laga margt, við vitum það öll, en ekki síst á leikmannamarkaðnum. Vandamálið er að ég sé ekki neinn kjarna í leikmannahópnum,“ sagði Paul Scholes í hlaðvarpsþættinum The Overlap Fan Debate. „Þegar þú horfir á hin liðið þá sérðu strax hryggjarstykkið hjá þeim. Liverpool er með frábæran markvörð, frábæran miðvörð, framherja, miðjumenn og allt sem til þarf. Ég tel að United sé ekki neinn alvöru leikmann í þeim stöðum,“ sagði Scholes. „Liðið þarf að fá nýjan markvörð, líklega tvo nýja miðverði, tvo afturliggjandi miðjumenn og tvo framherja,“ sagði Scholes. Hljómar kannski fáránlega „Allt í góðu. Ég sætti mig við einn miðjumann og einn framherja en það þarf að gera þetta vel, finna hæfileikaríka menn og búa til burðarása í liðinu. Þegar þú ert kominn með þennan kjarna þá er auðveldara að bæta við hann,“ sagði Scholes. „Þetta hryggjarstykki, þessi kjarni er svo mikilvægur. Þeir þurfa að passa upp á það að búa hann til í sumar. Þetta hljómar kannski fáránlega en miðað við form liðsins síðan þessi þjálfari tók við þá gætu þeir verið að fara í fallbaráttu. Ég óttast það því þetta hefur verið það slæmt,“ sagði Scholes. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@mailsport)
Enski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira