Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Stefán Árni Pálsson skrifar 12. febrúar 2025 11:32 Fjölskyldan saman á góðri stundu. Selma Hafsteinsdóttir er 35 ára móðir. Hún kynntist manninum sínum í Kvennaskólanum og þegar leið á sambandið fóru þau að reyna eignast saman barn. „Þetta er rosalega skemmtilegt ball þangað til þetta er alltaf að mistakast og þetta verður að algjörri kvöð,“ segir Selma. Hún sagði sögu þeirra hjóna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Parinu gekk illa að fara hina hefðbundnu leið í barneign. „Maður nennir þessu einhvern veginn engan veginn en ég fann alltaf á mér að það væri eitthvað að,“ segir Selma. Tilfinningin hafði fylgt henni allt frá menntaskólaaldri. Vissi þetta alltaf innst inni „Innst inni hafði ég þá tilfinningu og í raun vitneskju að ég myndi ættleiða barn,“ segir Selma. „En við fórum í tæknisæðingar, glasafrjóvgun og létum setja upp frosna fósturvísa og það fór alltaf. Þetta er svona óútskýrð ófrjósemi. Við tókum þetta með trompi í heilt ár og þetta var rosalegur hormónatími fyrir mig. Ég man að þetta var bara ógeðslegur tími. Þetta kostaði pening en manni var alltaf skítsama um peningana. Svo er maður að dæla í sig hormónadæmi og maður er rosalega óléttur en aldrei með barn.“ Þau hjónin hafa gengið í gegnum margt saman. Hún segist hafa gengið í gegnum þunglyndi á þessum tíma. „Ég var rosalega leiðinleg og Steini þekkti mig bara ekki á þessum tíma. Ég forðaðist aðstæður og vildi ekki hitta fólk. Ég var það grilluð í hausnum að einu sinni var mágkonan mín kasólétt og ég bara tók ekki eftir því, ég bara neitaði að sjá það. Ég neitaði að fara í barnaafmæli og hataði jólin,“ segir Selma og hlær. En hvaða áhrif hafði þetta á hjónabandið? „Þetta gerði okkur sterkari og hann stóð með mér eins og klettur. Ég var ógeðslega leiðinleg á þessum tíma en við höfum alltaf verið þannig að þegar það koma erfiðleikar þá stöndum við svo ógeðslega vel saman. Það er okkar styrkur sem hjón. Þegar hann lendir í einhverju þá gríp ég hann og svo öfugt. Þarna þurfti hann að setja mig í bómull og passa vel upp á mig.“ Eins og að frelsast Eftir að hafa gefist upp á tæknifrjóvgun þá var ákveðið að fara aðra leið og reyna við ættleiðingaferlið. „Við ákváðum í framhaldinu að fara á fund með Íslenskri ættleiðingu og ég fann strax að þetta var okkar leið og ég varð ógeðslega glöð. Steini var alveg glaður en ekki eins og ég. Síðan förum við í framhaldinu á námskeið sem kallast Er ættleiðing fyrir mig? Og þá var eins og við hefðum frelsast.“ Þau fengu að ættleiða dreng frá Tékklandi en frá því að þau fóru inn í kerfið árið 2014 liðu tvö ár þar til að símtalið kom. Þegar þau hittu Martin í fyrsta sinn. „Það var hringt í vinnusímann hjá mér og það kom einhver hlaupandi til mín og sagði að það væri síminn til mín. Heilinn á mér fer í eitthvað shutdown og ég vildi bara ekki trúa þessu. Svo segir hann við mig að það bíði okkur upplýsingar um barn og við þyrftum að drífa okkur upp á skrifstofu. Þarna var hann alveg að verða tveggja ára og heitir Martin Már í dag. Við bættum við nafninu Már.“ Þau þekkja bakgrunn drengsins en það er hans að ákveða hvað verður í þeim málum í framtíðinni. Þau voru úti í sex vikur og komu heim rétt fyrir jól árið 2016. Hann tók foreldrum sínum strax vel. Þegar heim var komið tók við fæðingarorlof. Selma opnaði sig um ófrjósemi og ættleiðingarferlið í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Maður upplifði sig svolítið einan og það skilur enginn hvað maður er að ganga í gegnum. Ég fékk í kjölfarið ættleiðingarþunglyndi eða meira svona ættleiðingarkvíða. Ég elska strákinn meira en allt en þetta var einmanalegt. Sama hvort þú fæðir barnið eða ættleiðir það þá veistu ekkert hvernig það er að vera foreldri. Það var rosalega mikil skömm því maður er að fara þessa leið og þetta er það sem þig langar mest í í heiminum. Af hverju líður mér svona? Ég er með drauminn minn hérna við hliðina á mér,“ segir Selma og segist hafa þurft að fá sálfræðiaðstoð í kjölfarið. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Ættleiðingar Fjölskyldumál Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Tíu eftirréttir sem tilvalið er að prófa um páskana Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Lífið Fleiri fréttir Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Sjá meira
„Þetta er rosalega skemmtilegt ball þangað til þetta er alltaf að mistakast og þetta verður að algjörri kvöð,“ segir Selma. Hún sagði sögu þeirra hjóna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Parinu gekk illa að fara hina hefðbundnu leið í barneign. „Maður nennir þessu einhvern veginn engan veginn en ég fann alltaf á mér að það væri eitthvað að,“ segir Selma. Tilfinningin hafði fylgt henni allt frá menntaskólaaldri. Vissi þetta alltaf innst inni „Innst inni hafði ég þá tilfinningu og í raun vitneskju að ég myndi ættleiða barn,“ segir Selma. „En við fórum í tæknisæðingar, glasafrjóvgun og létum setja upp frosna fósturvísa og það fór alltaf. Þetta er svona óútskýrð ófrjósemi. Við tókum þetta með trompi í heilt ár og þetta var rosalegur hormónatími fyrir mig. Ég man að þetta var bara ógeðslegur tími. Þetta kostaði pening en manni var alltaf skítsama um peningana. Svo er maður að dæla í sig hormónadæmi og maður er rosalega óléttur en aldrei með barn.“ Þau hjónin hafa gengið í gegnum margt saman. Hún segist hafa gengið í gegnum þunglyndi á þessum tíma. „Ég var rosalega leiðinleg og Steini þekkti mig bara ekki á þessum tíma. Ég forðaðist aðstæður og vildi ekki hitta fólk. Ég var það grilluð í hausnum að einu sinni var mágkonan mín kasólétt og ég bara tók ekki eftir því, ég bara neitaði að sjá það. Ég neitaði að fara í barnaafmæli og hataði jólin,“ segir Selma og hlær. En hvaða áhrif hafði þetta á hjónabandið? „Þetta gerði okkur sterkari og hann stóð með mér eins og klettur. Ég var ógeðslega leiðinleg á þessum tíma en við höfum alltaf verið þannig að þegar það koma erfiðleikar þá stöndum við svo ógeðslega vel saman. Það er okkar styrkur sem hjón. Þegar hann lendir í einhverju þá gríp ég hann og svo öfugt. Þarna þurfti hann að setja mig í bómull og passa vel upp á mig.“ Eins og að frelsast Eftir að hafa gefist upp á tæknifrjóvgun þá var ákveðið að fara aðra leið og reyna við ættleiðingaferlið. „Við ákváðum í framhaldinu að fara á fund með Íslenskri ættleiðingu og ég fann strax að þetta var okkar leið og ég varð ógeðslega glöð. Steini var alveg glaður en ekki eins og ég. Síðan förum við í framhaldinu á námskeið sem kallast Er ættleiðing fyrir mig? Og þá var eins og við hefðum frelsast.“ Þau fengu að ættleiða dreng frá Tékklandi en frá því að þau fóru inn í kerfið árið 2014 liðu tvö ár þar til að símtalið kom. Þegar þau hittu Martin í fyrsta sinn. „Það var hringt í vinnusímann hjá mér og það kom einhver hlaupandi til mín og sagði að það væri síminn til mín. Heilinn á mér fer í eitthvað shutdown og ég vildi bara ekki trúa þessu. Svo segir hann við mig að það bíði okkur upplýsingar um barn og við þyrftum að drífa okkur upp á skrifstofu. Þarna var hann alveg að verða tveggja ára og heitir Martin Már í dag. Við bættum við nafninu Már.“ Þau þekkja bakgrunn drengsins en það er hans að ákveða hvað verður í þeim málum í framtíðinni. Þau voru úti í sex vikur og komu heim rétt fyrir jól árið 2016. Hann tók foreldrum sínum strax vel. Þegar heim var komið tók við fæðingarorlof. Selma opnaði sig um ófrjósemi og ættleiðingarferlið í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Maður upplifði sig svolítið einan og það skilur enginn hvað maður er að ganga í gegnum. Ég fékk í kjölfarið ættleiðingarþunglyndi eða meira svona ættleiðingarkvíða. Ég elska strákinn meira en allt en þetta var einmanalegt. Sama hvort þú fæðir barnið eða ættleiðir það þá veistu ekkert hvernig það er að vera foreldri. Það var rosalega mikil skömm því maður er að fara þessa leið og þetta er það sem þig langar mest í í heiminum. Af hverju líður mér svona? Ég er með drauminn minn hérna við hliðina á mér,“ segir Selma og segist hafa þurft að fá sálfræðiaðstoð í kjölfarið. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Ættleiðingar Fjölskyldumál Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Tíu eftirréttir sem tilvalið er að prófa um páskana Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Lífið Fleiri fréttir Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Sjá meira