„Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 20:15 Snorri Jakobsson segir yfirlýsingu Arion banka hleypa lífi í staðnað kerfi. Stöð 2 Stjórn Arion banka lýsti yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna bankanna fyrr í dag. Hagfræðingur telur það ólíklegt að Samkeppniseftirlitið heimili samrunann þar sem fordæmi séu fyrir því að eftirlitið heimili ekki bankasamruna. Í tilkynningu Arion banka til Kauphallar kom fram að stjórn bankans hafi áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna félaganna. Stjórnin sjái mikil tækifæri í samruna bankanna fyrir viðskiptavini, hluthafa og íslenskt hagkerfi. Aðspurður hvers vegna Arion banki skyldi fara í þessa vegferð segir Snorri Jakobsson hagfræðingur ákvörðunina ekki koma á óvart. „Tvær helstu ástæðurnar fyrir þessu er að það er mikil stærðarhagkvæmni í bankarekstri almennt og það ætti í raun bara að vera einn viðskiptabanki á Íslandi. Sú stærðarhagkvæmni hefur aukist ennþá meira vegna þess að regluverk, sem er frá Evrópusambandinu, er alltaf að verða meira og meira íþyngjandi. Það er líka orðið íþyngjandi fyrir miklu stærri banka í Evrópu,“ segir Snorri Þá séu einnig íslenskar reglugerðir sem hafa áhrif. „Svo er það að það er skattlagning á íslenskt bankakerfi og sérstakir skattar á fjármálafyrirtæki, þeir eru mjög háir í samanburði við Evrópu og það má svona spyrja sig að því hver er ábati ríkisins að vera með þessa háu skatta, bæði upp á fjármálastöðugleika og svo líka það að hvort að þetta rýri virði bankanna svo mikið sem þeir eru í rauninni stærstu eigendurnir að,“ segir hann. Hleypi lífi í annars staðnað kerfi „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ segir Snorri. „Það liggur fyrir fordæmi frá Samkeppniseftirlitinu þar sem átti að sameina Sparisjóð Svarfdæla sem var eiginlega svona banki á fallandi fæti við Landsbankann og því var hafnað. Svo, að mig minnir, er eitt fordæmi til viðbótar en ég er að tala um miklu minni einingar,“ segir hann. Snorri segir að þrátt fyrir að hann telji það ólíklegt að Samkeppniseftirlitið samþykki samrunann sé ekki hægt að „álasa ungum dreng“ fyrir að reyna. „Það er svona spurning hvort það sé ómaksins vert að reyna og þetta allaveganna hleypir lífi í annars staðnað kerfi og kannski kemur eitthvað út úr þessu sem væri þá til góða, þótt að mér finnist svona mjög ólíklegt að ef við sameinum tvo banka að við sjáum við bara einn stóran. Líklega yrði sameiningin á mjög mörgum skilyrðum þannig að það yrði mörg lítil fyrirtæki sem kæmu út eða því um líkt. Fyrirkomulag fyrirhugaðri sölu hluta ríkisins á Íslandsbanka var tilkynnt í dag. Áhrif þess þurfa að koma í ljós að sögn Snorra. „Þetta gæti líka aukið áhugann á Íslandsbanka en það er líka óþægilegt að vera í samrunaviðræðum á sama tíma og þú ert að reyna selja bankann ef þú ert í stjórn bankans.“ Íslandsbanki Arion banki Salan á Íslandsbanka Fjármálafyrirtæki Samkeppnismál Tengdar fréttir Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Stjórn Arion banka ákvað á fundi sínum í dag að lýsa yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna félaganna. Bréf þess efnis hefur verið sent til stjórnarformanns og bankastjóra Íslandsbanka. 14. febrúar 2025 16:45 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Í tilkynningu Arion banka til Kauphallar kom fram að stjórn bankans hafi áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna félaganna. Stjórnin sjái mikil tækifæri í samruna bankanna fyrir viðskiptavini, hluthafa og íslenskt hagkerfi. Aðspurður hvers vegna Arion banki skyldi fara í þessa vegferð segir Snorri Jakobsson hagfræðingur ákvörðunina ekki koma á óvart. „Tvær helstu ástæðurnar fyrir þessu er að það er mikil stærðarhagkvæmni í bankarekstri almennt og það ætti í raun bara að vera einn viðskiptabanki á Íslandi. Sú stærðarhagkvæmni hefur aukist ennþá meira vegna þess að regluverk, sem er frá Evrópusambandinu, er alltaf að verða meira og meira íþyngjandi. Það er líka orðið íþyngjandi fyrir miklu stærri banka í Evrópu,“ segir Snorri Þá séu einnig íslenskar reglugerðir sem hafa áhrif. „Svo er það að það er skattlagning á íslenskt bankakerfi og sérstakir skattar á fjármálafyrirtæki, þeir eru mjög háir í samanburði við Evrópu og það má svona spyrja sig að því hver er ábati ríkisins að vera með þessa háu skatta, bæði upp á fjármálastöðugleika og svo líka það að hvort að þetta rýri virði bankanna svo mikið sem þeir eru í rauninni stærstu eigendurnir að,“ segir hann. Hleypi lífi í annars staðnað kerfi „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ segir Snorri. „Það liggur fyrir fordæmi frá Samkeppniseftirlitinu þar sem átti að sameina Sparisjóð Svarfdæla sem var eiginlega svona banki á fallandi fæti við Landsbankann og því var hafnað. Svo, að mig minnir, er eitt fordæmi til viðbótar en ég er að tala um miklu minni einingar,“ segir hann. Snorri segir að þrátt fyrir að hann telji það ólíklegt að Samkeppniseftirlitið samþykki samrunann sé ekki hægt að „álasa ungum dreng“ fyrir að reyna. „Það er svona spurning hvort það sé ómaksins vert að reyna og þetta allaveganna hleypir lífi í annars staðnað kerfi og kannski kemur eitthvað út úr þessu sem væri þá til góða, þótt að mér finnist svona mjög ólíklegt að ef við sameinum tvo banka að við sjáum við bara einn stóran. Líklega yrði sameiningin á mjög mörgum skilyrðum þannig að það yrði mörg lítil fyrirtæki sem kæmu út eða því um líkt. Fyrirkomulag fyrirhugaðri sölu hluta ríkisins á Íslandsbanka var tilkynnt í dag. Áhrif þess þurfa að koma í ljós að sögn Snorra. „Þetta gæti líka aukið áhugann á Íslandsbanka en það er líka óþægilegt að vera í samrunaviðræðum á sama tíma og þú ert að reyna selja bankann ef þú ert í stjórn bankans.“
Íslandsbanki Arion banki Salan á Íslandsbanka Fjármálafyrirtæki Samkeppnismál Tengdar fréttir Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Stjórn Arion banka ákvað á fundi sínum í dag að lýsa yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna félaganna. Bréf þess efnis hefur verið sent til stjórnarformanns og bankastjóra Íslandsbanka. 14. febrúar 2025 16:45 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Stjórn Arion banka ákvað á fundi sínum í dag að lýsa yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna félaganna. Bréf þess efnis hefur verið sent til stjórnarformanns og bankastjóra Íslandsbanka. 14. febrúar 2025 16:45