Bankarnir byrji í brekku Bjarki Sigurðsson skrifar 15. febrúar 2025 13:30 Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, og Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir mögulegan samruna Arion banka og Íslandsbanka byrja í brekku hjá Samkeppniseftirlitinu fari hann þangað inn á borð. Hann vill ekki útiloka að samruninn gangi í gegn á endanum. Eftir lokun markaða í gær tilkynnti stjórn Arion banka að hún hefði áhuga á að hefja viðræður við Íslandsbanka um samruna félaganna. Bankinn sjái mikil tækifæri í samrunanum fyrir viðskiptavini, hluthafa og íslenskt hagkerfi. Yfir tíu ára tímabil næmi beinn sparnaður heimilanna fimmtíu milljörðum króna. Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti, segir tilkynninguna ekki endilega koma á óvart. „Samruni eins og þessi, ef farið væri út í hann, þyrfti að fara í gegnum heljarinnar próf áður en hann gæti gengið í gegn. Það að menn ætli að fara út í það verkefni er að sumu leyti eitthvað sem maður sá ekki endilega fyrir sér gerast akkúrat núna. Á móti kemur að í tilkynningunni er vísað til þess að stjórnendur Arion telja hægt að ná heilmiklum árangri í formi sparnaðar og aukinnar hagræðingar í tengslum við þennan samruna. Og það er eitthvað sem bankarnir og fleiri eru væntanlega stöðugt að velta fyrir sér,“ segir Heimir. Heimir Örn Herbertsson hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur við lagadeild HR. Of mikil einföldun sé að slá samrunann strax af borðinu. Hins vegar byrji Arion í brekku. „Það er fyrirfram kannski minni líkur en meiri á að samruni af þessu tagi teldist samþýðanlegur samkeppnislögunum,“ segir Heimir. Þetta yrði einn stærsti samruni Íslandssögunnar og þurfa bankarnir að færa sterk rök fyrir honum. „Sýna eftirlitinu fram á það að þótt segja megi að samruni hafi einhver neikvæð áhrif á samkeppni, þá séu líka fólgin í honum tækifæri. Hann hafi líka jákvæð áhrif. Þá fyrir hagsmuni neytenda fyrst og fremst sem hægt er að tryggja að skili sér til þeirra. Það verður bara spennandi að sjá ef þetta gengur eitthvað lengra hvernig menn sjá það fyrir sér gerast,“ segir Heimir. Arion banki Íslandsbanki Samkeppnismál Neytendur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Eftir lokun markaða í gær tilkynnti stjórn Arion banka að hún hefði áhuga á að hefja viðræður við Íslandsbanka um samruna félaganna. Bankinn sjái mikil tækifæri í samrunanum fyrir viðskiptavini, hluthafa og íslenskt hagkerfi. Yfir tíu ára tímabil næmi beinn sparnaður heimilanna fimmtíu milljörðum króna. Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti, segir tilkynninguna ekki endilega koma á óvart. „Samruni eins og þessi, ef farið væri út í hann, þyrfti að fara í gegnum heljarinnar próf áður en hann gæti gengið í gegn. Það að menn ætli að fara út í það verkefni er að sumu leyti eitthvað sem maður sá ekki endilega fyrir sér gerast akkúrat núna. Á móti kemur að í tilkynningunni er vísað til þess að stjórnendur Arion telja hægt að ná heilmiklum árangri í formi sparnaðar og aukinnar hagræðingar í tengslum við þennan samruna. Og það er eitthvað sem bankarnir og fleiri eru væntanlega stöðugt að velta fyrir sér,“ segir Heimir. Heimir Örn Herbertsson hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur við lagadeild HR. Of mikil einföldun sé að slá samrunann strax af borðinu. Hins vegar byrji Arion í brekku. „Það er fyrirfram kannski minni líkur en meiri á að samruni af þessu tagi teldist samþýðanlegur samkeppnislögunum,“ segir Heimir. Þetta yrði einn stærsti samruni Íslandssögunnar og þurfa bankarnir að færa sterk rök fyrir honum. „Sýna eftirlitinu fram á það að þótt segja megi að samruni hafi einhver neikvæð áhrif á samkeppni, þá séu líka fólgin í honum tækifæri. Hann hafi líka jákvæð áhrif. Þá fyrir hagsmuni neytenda fyrst og fremst sem hægt er að tryggja að skili sér til þeirra. Það verður bara spennandi að sjá ef þetta gengur eitthvað lengra hvernig menn sjá það fyrir sér gerast,“ segir Heimir.
Arion banki Íslandsbanki Samkeppnismál Neytendur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira