Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2025 10:48 Jude Bellingham trúði því varla að hann hefði fengið að líta rauða spjaldið í gær. Getty/Juan Manuel Serrano Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, var hundóánægður vegna rauða spjaldsins sem enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham fékk í 1-1 jafnteflinu við Osasuna í spænsku 1. deildinni í fótbolta í gær. Hann segir dómarann ekki hafa skilið ensku nógu vel. Real missti af mikilvægum stigum í hnífjafnri baráttu við Atlético Madrid og Barcelona um spænska meistaratitilinn. Liðið var 1-0 yfir þegar Bellingham var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks, fyrir munnsöfnuð. Myndband með rauða spjaldinu og öðrum helstu atvikum úr leiknum má finna á YouTube. Ancelotti sagði á blaðamannafundi eftir leik að dómarinn, Munuera Montero, yrði að gera sér grein fyrir muninum á ensku blótsyrðunum „fuck off“ og „fuck you“, og vildi meina að þau fyrrnefndu væru ekki nóg til að verðskulda rautt spjald. „Hann skildi ekki ensku nógu vel því Bellingham sagði „fuck off“ en ekki „fuck you“. Þýðingin var röng. Þetta þýðir bara „skiptu þér ekki af mér“. Þetta er ekki niðrandi.“ 🚨 Ancelotti: “I think the referee did not understand Jude Bellingham’s English. He said f*ck off, not f*ck you… that’s way different”.“I won’t talk more about the referee as I want to be on the bench next week”. pic.twitter.com/Ft6bhLWSwI— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 15, 2025 Ancelotti var harður á því að Bellingham hefði ekki verðskuldað að fá þarna sitt fyrsta rauða spjald á tímabilinu. „Rauða spjaldið sýnir bara að dómarinn var taugaóstyrkur, ekkert meira,“ sagði Ítalinn. Ancelotti kvartaði enn frekar undan dómgæslunni og vildi meina að fleira mætti taka til úr síðustu leikjum Real, gegn Atlético og Espanyol. „Það hafa hlutir gerst í síðustu þremur leikjum sem allir hafa séð. Ég segi ekki meira því ég vil geta verið á bekknum í næsta leik,“ sagði Ancelotti. Opnaðist leið fyrir Barcelona á toppinn Kylian Mbappé hafði komið Real yfir á 15. mínútu í leiknum í gær en eftir rauða spjaldið náði Osasuna að jafna metin í seinni hálfleik þegar Ante Budimir skoraði úr vítaspyrnu. Real er því með 51 stig eftir 24 leiki og Atlético með 50 stig eftir 1-1 jafntefli við Celta Vigo í gær. Barcelona, sem er með 48 stig, gæti núna komist á toppinn með sigri gegn Rayo Vallecano á morgun. Næsti leikur Real er risaleikurinn gegn Manchester City á Santiago Bernabéu á miðvikudagskvöld, í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, en Real er með 3-2 forskot eftir fyrri leikinn. Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Sjá meira
Real missti af mikilvægum stigum í hnífjafnri baráttu við Atlético Madrid og Barcelona um spænska meistaratitilinn. Liðið var 1-0 yfir þegar Bellingham var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks, fyrir munnsöfnuð. Myndband með rauða spjaldinu og öðrum helstu atvikum úr leiknum má finna á YouTube. Ancelotti sagði á blaðamannafundi eftir leik að dómarinn, Munuera Montero, yrði að gera sér grein fyrir muninum á ensku blótsyrðunum „fuck off“ og „fuck you“, og vildi meina að þau fyrrnefndu væru ekki nóg til að verðskulda rautt spjald. „Hann skildi ekki ensku nógu vel því Bellingham sagði „fuck off“ en ekki „fuck you“. Þýðingin var röng. Þetta þýðir bara „skiptu þér ekki af mér“. Þetta er ekki niðrandi.“ 🚨 Ancelotti: “I think the referee did not understand Jude Bellingham’s English. He said f*ck off, not f*ck you… that’s way different”.“I won’t talk more about the referee as I want to be on the bench next week”. pic.twitter.com/Ft6bhLWSwI— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 15, 2025 Ancelotti var harður á því að Bellingham hefði ekki verðskuldað að fá þarna sitt fyrsta rauða spjald á tímabilinu. „Rauða spjaldið sýnir bara að dómarinn var taugaóstyrkur, ekkert meira,“ sagði Ítalinn. Ancelotti kvartaði enn frekar undan dómgæslunni og vildi meina að fleira mætti taka til úr síðustu leikjum Real, gegn Atlético og Espanyol. „Það hafa hlutir gerst í síðustu þremur leikjum sem allir hafa séð. Ég segi ekki meira því ég vil geta verið á bekknum í næsta leik,“ sagði Ancelotti. Opnaðist leið fyrir Barcelona á toppinn Kylian Mbappé hafði komið Real yfir á 15. mínútu í leiknum í gær en eftir rauða spjaldið náði Osasuna að jafna metin í seinni hálfleik þegar Ante Budimir skoraði úr vítaspyrnu. Real er því með 51 stig eftir 24 leiki og Atlético með 50 stig eftir 1-1 jafntefli við Celta Vigo í gær. Barcelona, sem er með 48 stig, gæti núna komist á toppinn með sigri gegn Rayo Vallecano á morgun. Næsti leikur Real er risaleikurinn gegn Manchester City á Santiago Bernabéu á miðvikudagskvöld, í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, en Real er með 3-2 forskot eftir fyrri leikinn.
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Sjá meira