Þjálfari Barcelona vill ekki sjá „veikleika“ Bellingham hjá sínum leikmönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2025 10:03 Hansi Flick á hliðarlínunni hjá Barcelona. Hann vill ekki sjá sína menn væla í dómaranum í leikjum. Getty/Eric Verhoeven/ Barelona getur náð aftur toppsæti spænsku deildarinnar með sigri á Rayo Vallecano í kvöld. Real Madrid tapaði stigum í jafntefli á móti Osasuna um helgina. Hansi Flick, þjálfari Barcelona, var spurður út í mál málanna frá helginni á blaðamannafundi fyrir Vallecano leikinn. Þá er að sjálfsögðu verið að tala um rauða spjaldið sem enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham fékk í fyrri hálfleik fyrir að mótmæla við dómara leiksins. Dómarinn José Luis Munuera Montero rak Bellingham í sturtu fyrir að segja „f... you“ við hann. Sá enski sagðist þó hafa sagt „f... off“ við hann og ekki verið að blóta dómaranum. Flick var spurður út í hegðun Bellingham og hann telur leikmaðurinn hafa sýnt dómaranum óvirðingu sama hvort orðið hann notaði. „Þegar þú segir slíkt við mig þá finnst það ekki fallegt,“ sagði þýski þjálfarinn Hansi Flick. Hann sér ekki mikinn mun á „f... off“ og „f... you“. ESPN segir frá. „Þetta er vanvirðing. Það er ekki vafi í mínum augum. Það er samt ekki ég sem ákveð refsingarnar. Það er því ekki mitt að ákveða eitthvað í þessu tilfelli,“ sagði Flick. „Það er mín skoðun og ég hef alltaf sagt þetta við mína leikmenn. Af hverju ertu að eyða orku í það að ræða við eða deila við dómarann um einhverjar ákvarðanir,“ spurði Flick. „Við erum með einn mann á vellinum sem hefur leyfi til að ræða við dómarann og það er fyrirliðinn. Við verðum að sætta okkur við það,“ sagði Flick. „Ég er ekki hrifinn af svona framkomu og ég sagði það við leikmenn mína í dag [í gær]. Þetta skiptir ekki miklu máli og það er ekki gott fyrir liðið ef þú gerir slíkt og færð rautt spjald að launum. Þetta er veikleiki og við erum ekki hrifnir af slíku,“ sagði Flick. Augun verða örugglega á Flick og hans leikmönnum í næstu leikjum til að sjá hvort þeir haldi sig á mottunni hjá dómurum leikja sinna. Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Hansi Flick, þjálfari Barcelona, var spurður út í mál málanna frá helginni á blaðamannafundi fyrir Vallecano leikinn. Þá er að sjálfsögðu verið að tala um rauða spjaldið sem enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham fékk í fyrri hálfleik fyrir að mótmæla við dómara leiksins. Dómarinn José Luis Munuera Montero rak Bellingham í sturtu fyrir að segja „f... you“ við hann. Sá enski sagðist þó hafa sagt „f... off“ við hann og ekki verið að blóta dómaranum. Flick var spurður út í hegðun Bellingham og hann telur leikmaðurinn hafa sýnt dómaranum óvirðingu sama hvort orðið hann notaði. „Þegar þú segir slíkt við mig þá finnst það ekki fallegt,“ sagði þýski þjálfarinn Hansi Flick. Hann sér ekki mikinn mun á „f... off“ og „f... you“. ESPN segir frá. „Þetta er vanvirðing. Það er ekki vafi í mínum augum. Það er samt ekki ég sem ákveð refsingarnar. Það er því ekki mitt að ákveða eitthvað í þessu tilfelli,“ sagði Flick. „Það er mín skoðun og ég hef alltaf sagt þetta við mína leikmenn. Af hverju ertu að eyða orku í það að ræða við eða deila við dómarann um einhverjar ákvarðanir,“ spurði Flick. „Við erum með einn mann á vellinum sem hefur leyfi til að ræða við dómarann og það er fyrirliðinn. Við verðum að sætta okkur við það,“ sagði Flick. „Ég er ekki hrifinn af svona framkomu og ég sagði það við leikmenn mína í dag [í gær]. Þetta skiptir ekki miklu máli og það er ekki gott fyrir liðið ef þú gerir slíkt og færð rautt spjald að launum. Þetta er veikleiki og við erum ekki hrifnir af slíku,“ sagði Flick. Augun verða örugglega á Flick og hans leikmönnum í næstu leikjum til að sjá hvort þeir haldi sig á mottunni hjá dómurum leikja sinna.
Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira