Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2025 10:33 David Okeke treður í körfuna en hann hefur farið mikinn í síðustu leikjum Álftnesinga. Vísir/Anton Brink Það er allt annað yfirbragð fyrir liði Álftaness á nýju ári. Sumir ganga svo langt að tala um nýtt Álftaneslið því áherslurnar hafa breyst það mikið. Álftanesingar hafa núna unnið fjóra leiki í röð í Bónus deild karla í körfubolta og þeir eru komnir upp í fimmta sæti deildarinnar. Þeir byrjuðu nýtt ár í fallsæti en hafa unnið fimm af sjö leikjum sínum eftir áramót. Strákarnir í Bónus Körfuboltakvöldi ræddu uppkomu Álftnesinga og þetta nýja Álftaneslið sem Kjartan Atli Kjartansson teflir fram. Stefán Árni Pálsson vildi byrja umræðum um David Okeke sem hefur verið mjög öflugur í þessum síðustu leikjum liðsins. Hann var stórkostlegur í leiknum „Hann var stórkostlegur í leiknum. Það eina sem maður getur sett út á hann er það hversu hann skaut illa úr vítum. Annars voru þeir í algjöru basli með hann,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Hann gerði það sem hann vildi,“ sagði Helgi. David Okeke var með 28 stig, 8 fráköst og 9 fiskaðar villur í sigri Álftaness á Grindavík. „Það sem Álftanes gerði svo vel í þessum leik er það sem þeir eru búnir að vera gera mjög vel í allan vetur. Þeir voru að nýta sér það að Grindvíkingar voru að skipta. Okeke er þarna. Hörður [Axel Vilhjálmsson] er frábær sendingamaður, Haukur [Helgi Pálsson] er frábær sendingamaður. Þeir komust upp með að hlaupa sömu hlutina aftur, aftur og aftur,“ sagði Pavel Ermolinskij, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Þeir eru búnir að vera góðir í allan vetur að finna Okeke. Það sem þeim vantaði var þessi þristur sem við sáum þarna áðan frá [Dimitrios] Klonaras. Á gömlu dögunum þá hefðu þeir stoppað þarna og sagt: Finnum Okeke aftur, það er að ganga vel,“ sagði Pavel. Þessi blanda er að virka „Það sem þeim tókst að gera svo vel í þessum leik var að blanda saman öguðum strúktúreruðum sóknarleik með Okeke og stemmningsþristum,“ sagði Pavel og nefndi sérstaklega Hörð Axel Vihjálmsson og frammistöðu hans. „Þessi blanda er að virka og þeir mega alls ekki fara frá því,“ sagði Pavel. „Hitt sem ég var að lýsa sem var að þeir eru að leita að ákveðnum hlutum og gera það vel. Það var orðið akkilesarhæll þeirra. Það var orðið dragbítur fyrir þá því það var það eina sem þeir voru að gera var að finna þessa lausn á ákveðnu vandamáli,“ sagði Pavel. „Köllum þetta ‚fokk it' mode“ „Þeir voru fastir í því og það vantaði ákveðna beinskeyttni og ákvæðna áræðni. Við köllum þetta ‚fokk it mode' og það er miklu meira núna,“ sagði Pavel. „Þetta gerir það að verkum eins og með Hössa [Hörður Axel Vilhjálmsson] að hann er að fara að skjóta meira. Láta vaða meira. Þegar þeir sýna þessar fléttur sina þá þarftu að hafa aðeins meiri áhyggjur af honum. Hann gæti alltaf látið vaða og þá opnast aðeins meira pláss fyrir Okeke og allt þetta,“ sagði Helgi. Klippa: Körfuboltakvöld um Álftanes: Þessi blanda er að virka Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Sjá meira
Álftanesingar hafa núna unnið fjóra leiki í röð í Bónus deild karla í körfubolta og þeir eru komnir upp í fimmta sæti deildarinnar. Þeir byrjuðu nýtt ár í fallsæti en hafa unnið fimm af sjö leikjum sínum eftir áramót. Strákarnir í Bónus Körfuboltakvöldi ræddu uppkomu Álftnesinga og þetta nýja Álftaneslið sem Kjartan Atli Kjartansson teflir fram. Stefán Árni Pálsson vildi byrja umræðum um David Okeke sem hefur verið mjög öflugur í þessum síðustu leikjum liðsins. Hann var stórkostlegur í leiknum „Hann var stórkostlegur í leiknum. Það eina sem maður getur sett út á hann er það hversu hann skaut illa úr vítum. Annars voru þeir í algjöru basli með hann,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Hann gerði það sem hann vildi,“ sagði Helgi. David Okeke var með 28 stig, 8 fráköst og 9 fiskaðar villur í sigri Álftaness á Grindavík. „Það sem Álftanes gerði svo vel í þessum leik er það sem þeir eru búnir að vera gera mjög vel í allan vetur. Þeir voru að nýta sér það að Grindvíkingar voru að skipta. Okeke er þarna. Hörður [Axel Vilhjálmsson] er frábær sendingamaður, Haukur [Helgi Pálsson] er frábær sendingamaður. Þeir komust upp með að hlaupa sömu hlutina aftur, aftur og aftur,“ sagði Pavel Ermolinskij, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Þeir eru búnir að vera góðir í allan vetur að finna Okeke. Það sem þeim vantaði var þessi þristur sem við sáum þarna áðan frá [Dimitrios] Klonaras. Á gömlu dögunum þá hefðu þeir stoppað þarna og sagt: Finnum Okeke aftur, það er að ganga vel,“ sagði Pavel. Þessi blanda er að virka „Það sem þeim tókst að gera svo vel í þessum leik var að blanda saman öguðum strúktúreruðum sóknarleik með Okeke og stemmningsþristum,“ sagði Pavel og nefndi sérstaklega Hörð Axel Vihjálmsson og frammistöðu hans. „Þessi blanda er að virka og þeir mega alls ekki fara frá því,“ sagði Pavel. „Hitt sem ég var að lýsa sem var að þeir eru að leita að ákveðnum hlutum og gera það vel. Það var orðið akkilesarhæll þeirra. Það var orðið dragbítur fyrir þá því það var það eina sem þeir voru að gera var að finna þessa lausn á ákveðnu vandamáli,“ sagði Pavel. „Köllum þetta ‚fokk it' mode“ „Þeir voru fastir í því og það vantaði ákveðna beinskeyttni og ákvæðna áræðni. Við köllum þetta ‚fokk it mode' og það er miklu meira núna,“ sagði Pavel. „Þetta gerir það að verkum eins og með Hössa [Hörður Axel Vilhjálmsson] að hann er að fara að skjóta meira. Láta vaða meira. Þegar þeir sýna þessar fléttur sina þá þarftu að hafa aðeins meiri áhyggjur af honum. Hann gæti alltaf látið vaða og þá opnast aðeins meira pláss fyrir Okeke og allt þetta,“ sagði Helgi. Klippa: Körfuboltakvöld um Álftanes: Þessi blanda er að virka
Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn