Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. febrúar 2025 11:03 Nabil Bentaleb fór í hjartastopp í júní á síðasta ári. Hjartastuðtæki þurfti til að koma honum til meðvitundar áður en hann gekkst undir aðgerð þar sem gangráður var græddur í hann. getty/Franco Arland Nabil Bentaleb, samherji Hákonar Arnars Haraldssonar hjá Lille, skoraði í fyrsta leik sínum eftir að hafa farið í hjartastopp á síðasta ári. Bentaleb fór í hjartastopp í júní í fyrra og í kjölfarið var óttast að hann þyrfti að leggja skóna á hilluna. Græddur var gangráður í Bentaleb í aðgerð sem hann gekkst undir eftir að hafa farið í hjartastoppið. Á miðvikudaginn fékk Alsíringurinn leyfi frá franska knattspyrnusambandinu til snúa aftur á völlinn og í gær spilaði sinn fyrsta leik eftir hjartastoppið. Bentaleb kom inn á sem varamaður í leik Lille gegn Rennes í frönsku úrvalsdeildinni og var aðeins fjórar mínútur að koma gestunum yfir, 0-1. Chuba Akpom bætti öðru marki við skömmu seinna og gulltryggði sigur Lille. Endurkoma Bentalebs var samt aðalmálið og eftir leikinn sagði knattspyrnustjóri Lille að hún ætti heima á hvíta tjaldinu. „Þetta á skilið að vera í bíómynd. Hann á þetta skilið því ég trúi ekki á heppni. Hann trúði á sjálfan sig. Þetta er stórkostlegt, yndisleg saga,“ sagði Bruno Genesio, stjóri Lille. „Mark Nabils kom okkur í góða stöðu. Það er erfitt að lýsa því. Þetta gæti verið augnablik sem verður greypt í sögu félagsins, þessa tímabils og huga Nabils, að sjálfsögðu.“ Bentaleb gekk í raðir Lille frá Angers fyrir tveimur árum. Hann lék áður með Tottenham, Schalke og Newcastle United. Hákon var í byrjunarliði Lille í leiknum í gær og lék fyrstu 68 mínúturnar. Lille er í 5. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 38 stig eftir 22 leiki. Franski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Bentaleb fór í hjartastopp í júní í fyrra og í kjölfarið var óttast að hann þyrfti að leggja skóna á hilluna. Græddur var gangráður í Bentaleb í aðgerð sem hann gekkst undir eftir að hafa farið í hjartastoppið. Á miðvikudaginn fékk Alsíringurinn leyfi frá franska knattspyrnusambandinu til snúa aftur á völlinn og í gær spilaði sinn fyrsta leik eftir hjartastoppið. Bentaleb kom inn á sem varamaður í leik Lille gegn Rennes í frönsku úrvalsdeildinni og var aðeins fjórar mínútur að koma gestunum yfir, 0-1. Chuba Akpom bætti öðru marki við skömmu seinna og gulltryggði sigur Lille. Endurkoma Bentalebs var samt aðalmálið og eftir leikinn sagði knattspyrnustjóri Lille að hún ætti heima á hvíta tjaldinu. „Þetta á skilið að vera í bíómynd. Hann á þetta skilið því ég trúi ekki á heppni. Hann trúði á sjálfan sig. Þetta er stórkostlegt, yndisleg saga,“ sagði Bruno Genesio, stjóri Lille. „Mark Nabils kom okkur í góða stöðu. Það er erfitt að lýsa því. Þetta gæti verið augnablik sem verður greypt í sögu félagsins, þessa tímabils og huga Nabils, að sjálfsögðu.“ Bentaleb gekk í raðir Lille frá Angers fyrir tveimur árum. Hann lék áður með Tottenham, Schalke og Newcastle United. Hákon var í byrjunarliði Lille í leiknum í gær og lék fyrstu 68 mínúturnar. Lille er í 5. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 38 stig eftir 22 leiki.
Franski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira