Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Árni Sæberg skrifar 17. febrúar 2025 11:42 Frá afhendingarathöfn styrkjanna. HAGAR Níu frumkvöðlaverkefni hafa hlotið styrk úr Uppsprettunni, nýsköpunarsjóði Haga. Uppsprettan styður frumkvöðla við þróun og nýsköpun í íslenskri matvælaframleiðslu. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að sjóðurinn leggi sérstaka áherslu á að verkefnin sem hljóta styrkveitingu taki tillit til sjálfbærni og styðji innlenda framleiðslu. Þetta sé í fjórða sinn sem veittir eru styrkir úr Uppsprettunni, en alls hafi 41 verkefni hlotið styrk úr sjóðnum frá stofnun hans árið 2021. Auk fjárhagslegs stuðnings fái styrkhafar ráðgjöf og aðstoð við að koma afurðum sínum í matvöruverslanir. Alls hafi tugir umsókna um styrk borist í sjóðinn og matsnefnd hafi valið níu verkefni til styrkveitingar. Afhending á styrkjum hafi farið fram á sérstökum viðburði í höfuðstöðvum Banana, dótturfélags Haga. Styrkhafar Uppsprettunnar 2025 eru: Tropic – Framleiðsla og markaðssetning á gómsætum eftirréttum úr plöntufæði. Kristín Amy, sem fer fyrir verkefninu, er nú þegar með ýmsar heilsuvörur til sölu í verslunum Hagkaups undir vörumerkinu Tropic. Sea Growth – Undirbúningur á framleiðslu hágæða sjávarfangs beint úr fiskfrumum með sjálfbærum aðferðum. Aðferðin byggir á því að einangra stofnfrumur úr hrogni og rækta þær upp í vöðva- og fitufrumur. Að verkefninu standa Birgitta Ásgrímsdóttir og Alexander Schepsky. PUFF – Framleiðsla og markaðssetning á loftpoppuðu poppkorni með fjölbreyttum og frumlegum bragðtegundum. Stofnendur PUFF eru þeir Arnar Valgeirsson, Árni Hreiðarsson og Eiður Kristjánsson. Ísponica – Lóðrétt grænmetisræktun (e. vertical farm) á Hofsósi þar sem ræktaðar verða sprettur, radísur, baunaspírur og sveppir. Frumkvöðullinn á bak við verkefnið er Amber Monroe. Feed the Viking – Framleiðsla og markaðssetning á girnilegum íslenskum grýtum úr frostþurrkuðu hráefni. Feed the Viking, sem stofnað var af Friðriki Guðjónssyni, er þegar í dag að bjóða upp á fjölbreytt úrval af frostþurrkuðum vörum í verslunum Hagkaups. Villt að vestan – Frekari vöruþróun á úrvals sósu- og súpublöndum úr íslenskum villisveppum. Verkefnið er í höndum Sæbjargar Freyju Gísladóttur og Eyvindar Atla Gíslasonar frá Flateyri. Þau hafa áður hlotið styrk úr Uppsprettunni og fóru inn með vörur sínar í Hagkaup skömmu fyrir síðustu jól. Brúnastaðir – Fjölskyldan á Brúnastöðum í Skagafirði fær styrk til framleiðslu og þroskunar á hágæða geitaosti. Hluti af þroskunarferlinu felst í að láta ostinn liggja í bjórbaði. HD Grill – Framleiðsla og markaðssetning á tólgi og soði úr vannýttum dýraafurðum. Félagarnir Halldór Sverrisson og Davíð Clausen standa að verkefninu. Re Argentina – Framleiðsla og markaðssetning á ljúffengum eftirréttum að argentínskum sið. Stofnandi verkefnisins er Carla Ines Valvo. Hagar Matvælaframleiðsla Nýsköpun Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að sjóðurinn leggi sérstaka áherslu á að verkefnin sem hljóta styrkveitingu taki tillit til sjálfbærni og styðji innlenda framleiðslu. Þetta sé í fjórða sinn sem veittir eru styrkir úr Uppsprettunni, en alls hafi 41 verkefni hlotið styrk úr sjóðnum frá stofnun hans árið 2021. Auk fjárhagslegs stuðnings fái styrkhafar ráðgjöf og aðstoð við að koma afurðum sínum í matvöruverslanir. Alls hafi tugir umsókna um styrk borist í sjóðinn og matsnefnd hafi valið níu verkefni til styrkveitingar. Afhending á styrkjum hafi farið fram á sérstökum viðburði í höfuðstöðvum Banana, dótturfélags Haga. Styrkhafar Uppsprettunnar 2025 eru: Tropic – Framleiðsla og markaðssetning á gómsætum eftirréttum úr plöntufæði. Kristín Amy, sem fer fyrir verkefninu, er nú þegar með ýmsar heilsuvörur til sölu í verslunum Hagkaups undir vörumerkinu Tropic. Sea Growth – Undirbúningur á framleiðslu hágæða sjávarfangs beint úr fiskfrumum með sjálfbærum aðferðum. Aðferðin byggir á því að einangra stofnfrumur úr hrogni og rækta þær upp í vöðva- og fitufrumur. Að verkefninu standa Birgitta Ásgrímsdóttir og Alexander Schepsky. PUFF – Framleiðsla og markaðssetning á loftpoppuðu poppkorni með fjölbreyttum og frumlegum bragðtegundum. Stofnendur PUFF eru þeir Arnar Valgeirsson, Árni Hreiðarsson og Eiður Kristjánsson. Ísponica – Lóðrétt grænmetisræktun (e. vertical farm) á Hofsósi þar sem ræktaðar verða sprettur, radísur, baunaspírur og sveppir. Frumkvöðullinn á bak við verkefnið er Amber Monroe. Feed the Viking – Framleiðsla og markaðssetning á girnilegum íslenskum grýtum úr frostþurrkuðu hráefni. Feed the Viking, sem stofnað var af Friðriki Guðjónssyni, er þegar í dag að bjóða upp á fjölbreytt úrval af frostþurrkuðum vörum í verslunum Hagkaups. Villt að vestan – Frekari vöruþróun á úrvals sósu- og súpublöndum úr íslenskum villisveppum. Verkefnið er í höndum Sæbjargar Freyju Gísladóttur og Eyvindar Atla Gíslasonar frá Flateyri. Þau hafa áður hlotið styrk úr Uppsprettunni og fóru inn með vörur sínar í Hagkaup skömmu fyrir síðustu jól. Brúnastaðir – Fjölskyldan á Brúnastöðum í Skagafirði fær styrk til framleiðslu og þroskunar á hágæða geitaosti. Hluti af þroskunarferlinu felst í að láta ostinn liggja í bjórbaði. HD Grill – Framleiðsla og markaðssetning á tólgi og soði úr vannýttum dýraafurðum. Félagarnir Halldór Sverrisson og Davíð Clausen standa að verkefninu. Re Argentina – Framleiðsla og markaðssetning á ljúffengum eftirréttum að argentínskum sið. Stofnandi verkefnisins er Carla Ines Valvo.
Hagar Matvælaframleiðsla Nýsköpun Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira